Heimsmynd - 01.11.1987, Qupperneq 74

Heimsmynd - 01.11.1987, Qupperneq 74
KÆRÐAR NAUÐGANIR AÐEINS TOPPURINN Á ÍSJAKANUM Nauðgarar fara ekki í manngreinarálit. Kærðar nauðganir eru 20 til 25 á ári, en talið er að þær séu 10 sinnum fleiri. Dómar sem falla í nauðgunarmálum eru 2 til 5 á ári. Er breytinga á lögum og meðferð kærumála að vænta innan skamms? Asíðustu árum hafa kvenfrelsis- hreyfingar víða um heim, svo sem eins og í Englandi og Bandaríkjun- um, lagt áherslu á að fremur beri að skil- greina nauðgun sem grófa líkamlega og persónulega árás, en sem kynferðisaf- brot. „Með því móti telja þær að konur fái betri málsmeðferð fyrir dómstólun- um, þar sem það að skilgreina glæpinn sem kynferðisafbrot beini athyglinni í of miklum mæli að fórnarlambinu, konunni sjálfri, og í stað þess að beina aðalathygl- inni að verknaði mannsins og upplifun konunnar er áherslunni beint að því hvaða manngerð hún er og hversu trú- verðug fyrir dómstólunum," segir Guð- rún H. Tuliníus sem starfað hefur í ráð- gjafarhóp fyrir þær konur sem hafa orðið fyrir nauðgun. „Þær segja að nauðgun sé framin í því skyni að sýna afl og yfir- burði og þess vegna sé ráðist á konur þar sem þær eru hvað viðkvæmastar. Sam- tímis því að þær vilja tala um grófa líkamlega árás vilja þær að nauðgun nái líka yfir annars konar kynferðislega mis- notkun, svo sem þar sem konur eru neyddar til óeðlilegra maka til dæmis í munn eða endaþarm. Orðið nauðgun á því að vera viðurkenning á því að fram- kvæmdin er ofbeldi af hendi karla gegn konum og lögin skuli viðurkenna að svo sé.“ 74 HEIMSMYND Umræður um glæpinn nauðgun hafa aukist á undanförnum ár- um, kvennahreyfingar víða um heim hafa opnað umræðuna, auk þess sem stofnuð hafa verið nauðgunarathvörf í mörgum löndum, þar á meðal hér á landi, og upplýsinga, sem lágu ekki fyrir áður um þetta afbrot, hefur verið aflað. „Nauðganir eiga sér stað allmiklu oft- ar en talið var,“ segir Guðrún H. Tuli- níus. „Og nauðgarar fara ekki í mann- greinarálit, konum á öllum aldri og í öll- um stéttum er nauðgað.“ Dóra Hlín Ingólfsdóttir rannsóknarlögreglumaður sem hefur rannsakað mikið af kærðum nauðgunarmálum tekur í sama streng og segir konur á öllum aldri fórnarlömb nauðgara. „Það má segja að þær séu á aldrinum 12/13 ára til 50/60 ára. Þeir menn sem hafa verið kærðir fyrir nauðg- un eru oftast á aldrinum 20 til 30 ára, oft eru sömu mennirnir kærðir aftur og aft- ur.“ Að sögn Dóru er algengt að nauðganir eigi sér stað í bflum sem ekið hefur verið á afvikinn stað, í heimahúsum, á hótel- herbergjum, úti á víðavangi og á afvikn- um stöðum. Aðspurð sagði hún að lík- lega færu hlutfallslega fleiri nauðganir fram í heimahúsum hér en erlendis, enda algengt að fólk fari í samkvæmi í heima- hús eftir að hafa farið á skemmtistaðina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.