Heimsmynd - 01.11.1987, Page 78

Heimsmynd - 01.11.1987, Page 78
Hún sagði að 20 til 25 kærur bærust að meðaltali á hverju ári, en hluti þeirra er dreginn til baka, oftast í þeim tilfellum þar sem konan þekkti nauðgarann. „Ég treysti mér ekki til að svara hvers vegna kona dregur kæru til baka. Það kann að vera að hún fái ekki nægan stuðning frá aðstandendum, eða finnist erfitt að fara í gegnum það sem fylgir því að kæra.“ Dóra sagði að áður fyrr hafi konur virst hafa almenningsálitið á móti sér, meiri umræða hafi farið fram um fórnar- lambið sjálft, og hvort það væri trúverð- ugt. „En þetta hefur breyst eitthvað á síðustu árum.“ Um helming- ur af þeim kærum sem berast Rannsóknarlögregl- unni eru sendar áfram til Ríkissak- sóknara, hinar falla niður þar sem þær upplýsast ekki. Rík- issaksóknari ákveður svo hvort málið verði lagt fyrir dómstól- ana, á grundvelli þess hvort hann eða fulltrúar hans telja nægar sannanir fyrir verknaðinum, en ef þeir telja að svo sé ekki fellur málið nið- ur og er þá endanlega úr sögunni sem opinbert mál. Dómar sem falla í nauðg- unarmálum eru örfáir á ári hverju, 2 til 5. „Dulda brotatalan er mjög há varð- andi nauðganir, ég treysti mér ekki til að segja hversu há talan er, en kærðar nauðganir eru aðeins toppurinn á ísjak- anum.“ Sigrún Júlíusdóttir yfirfélagsráð- gjafi á geðdeild Landspítalans á sæti í þingskipaðri nefnd sem falið hefur verið að rannsaka meðferð nauðgunarmála og dóma vegna nauðgana, en fram til þessa hefur engin rannsókn farið fram á tíðni nauðgana hér á landi. Sigrún sagði að sænskar kannanir sýndu að kærðar nauðganir væru minna en 10 prósent af öllum nauðgunum, og ekki ólíklegt að hlutfallið sé svipað hér á landi. Sigrún hefur unnið með fjölmargar konur sem hefur verið nauðgað. „Konur leita sér mjög oft ekki aðstoðar strax eftir að þeim hefur verið nauðgað. Þær eru oft ráðvilltar og fullar sektarkenndar." Hún sagði að oft kæmu þessi mál ekki til meðferðar fyrr en konan hefur orðið fyr- ir öðru áfalli, svo sem eins og vegna skilnaðar, sorgar eða annars tilfinninga- áfalls. „Það kemur einnig oft í ljós að á bak við skyndilegt þunglyndi getur verið nauðgun sem átti sér stað mörgum árum áður. Eða sorg sem bæld hefur verið nið- ur, og brýst ekki út fyrr en mörgum ár- um síðar.“ Sigrún sagði að best væri konunn- ar vegna að leita sér aðstoðar strax og þá skipti miklu að hún fyndi ör- yggi og traust þar sem hún væri mjög viðkvæm fyrir höfnun eða óvild. „Konan upplifir nauðgunina mjög sterkt fyrst á eftir og finnst að allir aðrir ætli að mis- nota sig og taka af sér sjálfsákvörðunar- réttinn. Frá sjónarhóli konunnar er þetta eitt alvarlegasta brot sem hægt er að hugsa sér, árás sem auk þess að vera kynferðisleg fylgi niðurlæging og sví- virða. Því er mjög mikilvægt að konan fái sem fyrst tækifæri til að tjá þessa reynslu sína og orða hana, finna að sökin er ekki hennar og hún fái tilfinningalega útrás vegna þessarar reynslu. Hún þarf að koma reiðu á hugsanir sínar og sjálfs- mynd. Það er því mjög mikilvægt að taka tillit til þess hve konan er viðkvæm á þessu tímabili, í gegnum það ferli sem fylgir á eftir.“ Hvernig líður konu fyrst eftir að henni hefur verið nauðgað? „Grátköst eru algeng, lystarleysi, sjálfs- efi og vantraust á eigin getu gera vart við sig. Sjálfsmyndin er brotin og konur verða tortryggnar út í umhverfið. Al- gengt er að konur loki sig inni fyrst á eft- ir, fari lítið sem ekkert út, enda hræddar um að rekast á nauðgarann sem er því miður eins líklegt því þeir nást ekki allt- af. Þá er algengt að þær þjáist af minnis- tapi, tímabundið minnisleysi er einn af sálrænum varnarháttum, og reynsla sem er of sársaukafullt að rifja upp gleymist. Það tekur sumar konur vikur, mánuði eða ár að jafna sig eftir þetta og aðrar ná sér aldrei.“ Það hversu konan er lengi að ná sér fer eftir því hve sterk hún er og hefur góðan stuðning í kringum sig. „Gott stuðningskerfi hjálpar konunni að kom- ast yfir þetta. Það hjálpar konum oft að tala við sína nánustu um það sem gerst hefur, margar konur treysta sér til dæmis ekki að ræða þessa reynslu við eigin- mann, og það hjálpar því oft að fara í hjónaviðtöl." Rannsókn Sigrúnar á reynslu og upplifunum 24 kvenna sem hafa orðið fyrir nauðgun er nú lokið, en niðurstöður verða ekki birtar fyrr en um áramót. „Ég lít á nauðgun sem samfé- lagsvanda ekki síður en vandamál ein- staklinga. Nauðganir eru afsprengi þess þjóðfélags sem við búum í og segja heil- mikið um þróun mannlegra sam- skipta. Það segir talsvert þegar við þorum ekki lengur að vera einar úti á bersvæði og erum hræddar um börn okkar úti á kvöldin. Við höfum hingað til staðið í þeirri trú að lítið sem ekkert of- beldi væri að finna innan vébanda ís- lenskra fjölskyldna, foreldrar misþyrmdu ekki börnum sínum og fleira þessháttar, en rannsóknir hafa því miður sýnt að of- beldi innan fjölskyldna á sér stað hér sem annars staðar. Þess eru dæmi að árásarhneigð eiginmanns eða sambýlis- manns fari út í það að beita konur kyn- ferðislegu ofbeldi, svo sem nauðgun.“ Hver er reynsla ráðgjafarhópsins sem starfandi hefur verið undanfarin tvö ár á vegum Kvennaathvarfsins í Reykjavík? „Tilgangurinn með starfsemi þessa hóps er að aðstoða konur sem vilja kæra nauðgun og veita þeim konum sem orðið hafa fyrir nauðgun ráðgjöf, í sumum til- fellum hafa mörg ár liðið frá því nauðg- unin átti sér stað,“ segir Guðrún Tuliní- us. Hún segir að aðalhjálpin felist í því að hlusta á konurnar og veita þeim stuðning og vera með þeim meðan mestu erfiðleikarnir standa yfir. „Reynslan hef- ur sýnt að flestum konum er mjög erfitt að komast yfir áfall vegna nauðgunar. Má vera að hægt sé að láta sem ekkert hafi í skorist, lífið gengur sinn vanagang á meðan hægt er að bægja hugsunum frá atburðinum. Þannig getur gengið í vikur, mánuði, jafnvel árum saman, en af ein- hverjum orsökum, ef til vill litlum at- burði, kemur að því að minningin tekur Algengt er að nauðganir eigi sér stað í bílum sem ekið hefur verið á afvikinn stað, í heimahúsum, á hótelherbergjum, úti á víðavangi og á afviknum stöðum. 78 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.