Heimsmynd - 01.11.1987, Qupperneq 79

Heimsmynd - 01.11.1987, Qupperneq 79
sig upp, lífið verður erfiðara, hugsanirn- ar snúast ekki um annað. í slíkum tilfell- um gera konur sér ekki alltaf ljóst af hvaða orsökum þeim líður illa, af hverju umgengni þeirra við annað fólk er ekki eins og venjulega, af hverju svefninn er órór. Undir þessum kringumstæðum get- ur verið hjálp að því að tala við ein- hvern, sem reynslu hefur og þekkingu. Unnt er að leita sér bæði faglegrar hjálp- ar svo sem félagsráðgjafa, sálfræðinga eða lækna, eða leikmannlegrar aðstoðar eins og Kvennaathvarfið býður upp á. Mörgum konum hefur einnig reynst mik- ill styrkur í að fara á námskeið í sjálfs- vörn, þar sem þeim eru kennd brögð til varnar og það að þekkja sinn eigin styrk og ekki síst vilja.“ Guðrún sagði að öruggt mætti telja að í mörgum tilfellum mætti koma í veg fyr- ir nauðgun með því að veita mótspyrnu og sýna að nei þýði nei. Jafnvel væri nóg að beita einu litlu bragði, æpa á hjálp eða hlaupa eins og fætur toga. „En við- brögð við árás eru ekki alltaf þau sömu, né heldur ásetningur árásarmannsins. Konur geta „frosið“, lamast af hræðslu, og ræður þá helst hræðslan við að missa lífið eða að einhverjum nákomnum er ógnað. Árásarmaðurinn gæti sjálfur ver- ið hræddur, eða svifist einskis til að ná fram vilja sínum. En það að hafa barist gegn árásinni getur mildað áfallið, slík mótspyrna sýn- ir að það var ekki allt tekið frá konunni. Að kæra getur líka verið liður í því að milda áfall og hjálpa konunum að eign- ast sitt sjálfstraust á ný. Ráðgjafar reyna að sýna konunum að það er mögulegt að koma í veg fyrir að láta nauðgun eyði- leggja líf sitt,“ segir Guðrún. Eins og Sigrún sagði er dulda brotatal- an há hvað snertir nauðganir. Hvers vegna hafa konur farið svo dult með þessa reynslu sína? „Svaranna er að leita í goðsögnum, hleypidómum og fordóm- um um afbrotið nauðgun,“ segir Guð- rún. „í flestum tilfellum nægir að líta í eigin barm. Viðbrögð við frétt um að stúlka kærir nauðgun gætu til dæmis ver- ið; hvað var hún að þvælast þarna? Hún hlýtur að hafa verið full eða að leita sér að áfengi. Já, hún er þá þannig, laus í rásinni. I stuttu máli; hún bað hreinlega um að henni væri nauðgað. Og hér er komin aðalástæða þess að kona treystir sér oft ekki til að kæra nauðgun; ábyrgð- in virðist hvíla á henni, þetta er allt henni að kenna. Af viðtölum ráðgjafar- hópsins við þær konur sem hefur verið nauðgað má sjá að oftast kenna þær sér um hvernig fór. Sjálfsásökunin getur rist svo djúpt að konunum er óbærilegt að tala um atburðinn og eiga efitt með að gera sér grein fyrir í hverju var brotið gegn þeim. Eins og sjá má móta slíkir fordómar afstöðu okkar gagnvart þessu broti og hafa ekki síður áhrif á konurnar sem verða fyrir því.“ Guðrún sagði að auk þess að upplifa nauðgun sem kynmök án samþykkis upplifði konan einnig ofbeldi, ótta, nið- urlægingu og hræðslu svo eitthvað sé nefnt. „Nauðgun er oftast framkvæmd af karlmanni sem neytir afls í því skyni að svipta konuna sjálfsákvörðunarrétti þannig að hún missi stjórn á lífi sínu og rétti til að ráða yfir eigin líkama. Petta er brot á öllum persónulegum réttindum hennar sem viðurkennd og vernduð eru í lögum. Vegna þess hve brotið snertir konuna persónulega á hún oftast erfitt með að rísa undir afleiðingum þess. Frelsi hennar, friðhelgi líkama hennar og sjálfsvirðing eru tekin frá henni og eftir stendur niðurlægingin, öryggisleysi, vanmáttarkennd og jafnvel djúp sorg eins og eftir ættingja- eða vinarmissi. Sjálfsmynd hennar er í molum.“ Hvers vegna kæra svo fáar konur nauðgun? „Pað hefur oftast reynst kon- um erfitt að taka þá ákvörðun að kæra nauðgun og eru ýmsar ástæður fyrir því. Þær geta verið í vafa um að þeim sé trúað, þær kenna sjálfum sér um, þær eru hræddar við að endursegja atburðinn oft, þeim finnst erfitt að bera fram svo alvarlega kæru og síðast en ekki síst ákveða þær að láta sem ekkert sé, lífið verði að halda áfram óbreytt. Ef til vill endurspegla þessi atriði þann möguleika að konum er ekki trúað, heldur reynt að ítreka sekt kvennanna og jákvæð atriði í hegðun mannsins undirstrikuð." Hvað á kona að gera sem vill kæra nauðgun? Ráðgjafarhóp- urinn ráðleggur henni að snúa sér strax til Rannsóknarlögreglu ríkisins, eða lög- reglu viðkomandi umdæmis utan höfuð- borgarsvæðisins. Mikilvægt er að konan þvoi sér ekki, skipti ekki um föt eða breyti neinu þar sem atburðurinn átti sér stað. Sá sem tekur að sér rannsókn máls- ins sér um að útvega lækni vegna læknis- skoðunar, þar á eftir mun lögreglan taka skýrslu og skal kon- an skýra frá eins ná- kvæmlega og henni er unnt. Ef konan treystir sér ekki til að gefa skýrslu strax er einungis beðið um frásögn af helstu at- vikum og skýrslan látin bíða þar til kon- an hefur hvflt sig. Skýrslutaka getur farið fram hjá lög- reglu, eða þar sem konan kýs. Eftir það er rannsókn málsins í höndum Rannsókn- arlögreglunnar. Að henni lokinni er mál- ið sent til Ríkissaksóknara, sem ákveður hvort málið sé tekið fyrir dómstóla. Hlutverk konunnar í málinu er vitni. Hún er kvödd til yfirheyrslu til vitnis í sínu máli, því málið er sótt af hálfu hins opinbera, þar sem brotið var á rétti þegns. Að sögn Sigrúnar Júlíusdóttur hafa konur kvartað yfir þeirri meðferð sem þær fá er þær kæra nauðg- un og sumar hverjar ekki ráðlagt neinum að ganga í gegnum þá reynslu. Að sögn Jónatans Þórmundssonar formanns þeirrar þingskipuðu nefndar sem nú hef- ur starfað í þrjú ár við að kanna meðferð nauðgunarmála og kæra má búast við breytingum frá því sem nú er. Hann ger- ir ráð fyrir að nefndin leggi fram niður- stöður sínar í kringum áramót, en í þeim felast tillögur um breytingar á lögum og framkvæmd laganna, meðal annars breytingar á meðferð kærumála. Tllgangurinn með starfsemi ráðgjafahópsins er að aðstoða konur sem orðið hafa fyrir nauðgun, hjálpin felst aðallega í því að hlusta á konurnar og veita þeim stuðn- ing og vera með þeim meðan mestu erfiðleikarnir standa yfir. HEIMSMYND 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.