Heimsmynd - 01.11.1987, Page 83

Heimsmynd - 01.11.1987, Page 83
Pað var svo 1983 að hljómsveitin Kukl var stofnuð og þar voru þau Einar Örn, Björk og Sigtryggur öll að störfum. Kuklið náði að vinna sér vissa viður- kenningu meðal þeirra sem fylgjast með framsækinni rokktónlist í Evrópu. Þau fóru í nokkur hljómleikaferðalög um álf- una, léku á alþjóðlegum tónlistarhátíð- um og fengu tvær stórar plötur útgefnar í Bretlandi. Pær komust inn á óháða vin- sældalistann þar í landi og hlutu góða dóma gagnrýnenda. Pegar Kukl hætti svo vorið 1986 leið ekki á löngu uns Syk- urmolarnir urðu til. Hvað er svona sérstakt við Sykurmol- ana? Pau ræða hvað er á dagskrá, klára hafragrautinn og setja diskana í vaskinn. Gera sig klár fyrir daginn, eru samferða út á götuna. Pað er sólskin, ekki rigning. Þór er í svörtum skóm, snjáðum galla- buxum, hvítri skyrtu, svörtum leður- jakka, með gítartöskuna í annarri hendi og sígarettu milli varanna. Einar Örn er í stórum, þungum skóm, svörtum kakí- buxum, litríkri skyrtu, svörtum jakka, með lítinn trompet úr silfri nældan á brjóstvasann. Sigtryggur er í svörtum leðurskóm, svörtum buxum, hvítri skyrtu, bláum glansandi vindjakka og með litla skjalamöppu undir hendinni. Björk er í dökkbrúnum skóm með gulum reimum, ljósum sokkum, ryðrauðum kjól, dimmbláum aðskornum leður- jakka, með eldrauðan varalit og villt hár. Bragi er í svörtum támjóum skóm, galla- buxum rifnum á hnjánum, grárri peysu og dökkum rúskinnsjakka. Þau skipta liði. Hljóðfæraleikararnir fara í Berry Street hljóðverið að hljóð- rita grunna að fimm nýjum lögum sem eiga að fara á breiðskífuna Life’s Too Good sem verður gefin út á næsta vori. Næsta hljómplata Sykurmolanna í Eng- landi verður hinsvegar smáskífa með lag- inu Cold Sweat og er áætlað að hún komi út í kringum áramótin. Söngvararnir þurfa að fara í viðtal við BBC-Worldser- vice. Ég fer með þeim. Sykurmolarnir voru upphaflega sjö en Friðrik Erlingsson gítarleikari, fyrrver- andi Purrksmeðlimur, og Einar Melax hljómborðsleikari, fyrrverandi Kuklari og Kókómeðlimur, eru hættir. Fljótlega eftir stofnun hljómsveitarinn- ar tókst samstarf með henni og útgáfu- fyrirtækinu One Little Indian. Sykurmol- arnir stofnuðu eigið fyrirtæki á íslandi, Smekkleysu sf., og gáfu út ljótt póstkort með mynd af Reagan og Gorbachev í til- efni af leiðtogafundinum. Ágóðann not- uðu þau til að fjármagna upptökur á Life’s Too Good og gefa út smáskífu með íslenskum útgáfum á lögunum Ammœli og Köttur. Fyrra lagið gerði dá- litla lukku og hitt lagið örlitla. Hvað gerðist? í höfuðstöðvum BBC hitta Einar Örn og Björk pluggerinn sinn. Plugger er maður sem kemur hljómsveitum í sam- band við útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Plugger Sykurmolanna setti hljómsveit- ina The Smiths í samband á sínum tíma. Hann er hrifinn af Sykurmolunum, seg- ist vera ánægður með að þau hugsi fyrst og fremst um að skapa tónlist sem þau hafi sjálf gaman af en ekki eitthvað sem þau haldi að falli útgefendum, áhorfend- um og gagnrýnendum í geð. Viðtalið er fimmtán mínútur. Einar Örn talar um ísland, náttúruhamfarir og yfirleitt allt annað en tónlist. Björk segir frá því þegar hún lærði hjá Göggu Lund. Eftir viðtalið segir pluggerinn þeim hvað er framundan: Radio London, MTV Europe, Capitol Radio, BBC1 og fleira. Pau kveðja pluggerinn. Við fáum okkur pönnukökur í hádegisverð í Covent Garden. Síðan förum við í Berry Street. Árið sem hefur liðið frá því að Sykur- molarnir tóku upp breiðskífuna notuðu þeir til að halda röð Smekkleysukvölda á íslandi. Einskonar tónleika þar sem einnig komu fram ljóðskáld og nýjar, óþekktar hljómsveitir. Sykurmolarnir hafa veitt Smekkleysuverðlaun þeim sem HEIMSMYND 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.