Heimsmynd - 01.11.1987, Qupperneq 84

Heimsmynd - 01.11.1987, Qupperneq 84
hafa sýnt af sér fádæma smekkleysi. Meðal verðlaunahafa eru Hrafn Gunn- laugsson og Ólafur Laufdal sem þau styrktu um 100 krónur svo hann gæti haldið áfram að eyðileggja Hótel Borg. Hvað nú? í Berry Street er gert hlé á upptökum svo hljómsveitin geti rætt við blaðamann New Musical Express. Sykurmolarnir fara með honum á krá og segja honum frá íslendingasögunum, skemmtilegum bókum og ræða yfirleitt allt annað en tónlist. Á leiðinni í ljósmyndatökurnar við Barbican-listamiðstöðina segir blaða- maðurinn mér að áhuginn á Sykurmol- unum sé mjög óvenjulegur, það sé yfir- leitt ekki látið svona mikið með óþekkt- ar hljómsveitir. En, bætir hann við, þetta er svo sérstaklega gott lag. (Daginn eftir komast Sykurmolarnir að því að Melody Maker og N.M.E. eru komin í hár saman yfir því hvort blaðið eigi rétt á að birta mynd af þeim á for- síðu.) Tónlist Sykurmolanna er einstök. Hún er full af einkennilegu andrúmslofti um leið og hún vísar beint í hefðir rokktón- listarinnar. Textar Einars Arnar og Bjarkar eru lævíslegar smásögur um heim þar sem grimmd bernskunnar ríkir í andstöðu við yfirvöld af öllu tagi. Takt- arnir eru hjartslættir undarlegra lífs- forma. Lögin eru djöflablóm sem vaxa upp af malbikinu eða brjóta sér leið gegnum marmaraflísar kringlanna. Hvað gerist næst? Þegar líða tekur á kvöldið í Berry Street mætir útlitshönnuður Sykurmol- anna með kassa af Budweiser og samlok- ur og appelsínusafa. Morgundagurinn er ræddur. Þá verða aðrir tónleikar Sykur- molanna í þessari ferð. Þeir eiga að leika ásamt bandarísku hljómsveitinni The Swans í einum fallegasta hljómleikasal borgarinnar, Town and Country Club. Og það hefur spurst út að þar verði út- sendarar frá nokkrum stórum hljóm- plötufyrirtækjum, meðlimir tveggja breskra stórhljómsveita sem eru að leita að upphitunarhljómsveit fyrir tónleika á Wembley og fleiri úr tónlistarheiminum. Sykurmolarnir taka þessu öllu með jafnaðargeði, það er helst að þeim þyki þetta jafn fáranlegt og draumur. Þau hafa aldrei verið að eltast við einn eða neinn í von um viðurkenningu, hvorki í Bretlandi eða á íslandi. Um klukkan eitt er hringt á leigubfla og farið heim í holuna við Notting Hill Gate. Dreymdi Sykurmolana drauminn sæta? Ég veit það ekki. Ég ligg á stofugólf- inu og bíð eftir að sofna. Einar Örn, Björk og Þór eru farin inn í svefnher- bergi. Sigtryggur horfir á Batman í næt- ursjónvarpinu og Bragi les bók um spænska skáldið Lorca. Svo taka draumarnir völdin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.