Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 88

Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 88
Lárus Ýmlr ás vlni sínum starfsfólaga, k myndatökumar Inum Göran son. urnar. Það er jafnvel á brattan að sækja, enda er hann kominn á kaf í ýmis verk- efni, eins og auglýsingagerð, ansi ólíkt því sem fyrirmyndir hans þeir Kurosawa og Antonioni fást við. „Fellini og Bergman fengust báðir við auglýsinga- gerð,“ segir hann. En hvað um það. Hann keðjureykir og drekkur í sig ís- lenskar skammdegissveiflur, fjölmiðlafár og streituvalda kunningjaþjóðfélagsins. Virkar meira að segja jákvæður í garð þessa alls. Enda er þetta hans land og hans líf eins og hann orðar það. „Það væsti ekkert um mig í Stokkhólmi, ég fékk þar ýmis tækifæri en eitthvað hélt aftur af mér að setjast þar að. Þeir töl- uðu um mig sem sænskan leikstjóra en móður mína var náið. Mér hefur sýnst sagan sanna það að einstaklingar sem finna stuðning hjá foreldri af gagnstæðu kyni spjari sig vel í lífinu. Slíkt fólk hefur til dæmis styrk sem hjálpar því í sköpun. Þær eru frægar ömmur skáldanna, mild- ar konur og umburðarlyndar. Þessi til- finning að maður sé í lagi af því að mömmu finnst það fylgir manni út í lífið. Hún hélt líka að mér góðum hlutum og var ljóðelsk mjög. Og þótt pabbi væri trúleysingi lét hann það líðast að ég færi í KFUM. Einu stjórnmálaútistöðurnar sem ég hef síðan lent í áttu sér stað í barnaskóla, þegar ég var í blóðugum slagsmálum úti í porti. Til dæmis var kennarinn að lesa upp úr blárri bók borgarstjórnaríhaldsins og ég spurði af hverju hann væri að hafa þetta fyrir börnunum. Hann spurði á móti hvort ég hefði eitthvað á móti íhaldinu. Ég sagði að íhaldið væri slæmt. Þá spurði hann hvers vegna ég héldi að meirihluti fólks kysi íhaldið ef það væri svona slæmt og þá varð mér svara- fátt. Frá þeim tíma hef ég snið- gengið öll pólitísk samtök og var lengi á því að trúmál væru einnig bull. Trúin var að mínu mati haldreipi fyrir veikgeðja fólk.“ nám í kvikmyndafræði, heimspeki og sálarfræði. Halla dóttir hans og Jóhönnu eiginkonu hans var þá fædd. Lárus lauk hvorki námi í heimspeki né sálarfræði þegar hann fékk inngöngu í Dramatiska Institutet í Stokkhólmi árið 1976, valinn úr hópi hátt í hundrað umsækjenda. Það er ferill hans frá námsárunum til þessa dags sem við ákveðum að ræða um þótt böndin einhverra hluta vegna berist að frumbernsku hans, uppeldisáhrifum, trúarbrögðum, dauða, ást og vináttu en ekki fyrr en nokkrum samtölum síðar að lífsstarfi hans, leikstjórn og kvikmynd- um. Eitthvað hefur dregið hann hingað heim aftur í kuldann og fjárhagsáhyggj- Með Janos Hersko, læriföður sínum frá skóladögun- um í Dramatlska Institutet. ég talaði sænskuna viljandi með hreim og kom ekki nálægt sænsku kvenfólki né eignaðist ég nána vini þar aðra en kvik- myndatökumanninn og handritshöfund- inn minn.“ Hann líkir því að vera íslendingur við að standa í stormasömu ástarsambandi. „Taugarnar til þessa lands eru svo sterk- ar, ræturnar svo djúpar og tengslin svo ekta.“ Tilfinningar fólks eru honum hug- leiknar, beiskja, illska og angist. Hann ólst upp á milli tveggja póla, aga föður síns og mildi móðurinnar. „Þau eru bæði kommar og kynntust í Mynd- lista- og handíðaskólanum á sínum tíma. Faðir minn var efni í góðan listmálara þótt honum yrði lítt ágengt á því sviði. Hann var aldrei fyrir hálfvelgju og hefur alla tíð verið mjög skapstór maður. Sem barn var hann sjúklingur og í umsjá nunnanna á Landakoti, ef til vill varð hann trúlaus á fullorðinsárum þess vegna. Hann var strangur við mig sem barn en sleppti síðan skyndilega af mér beislinu þegar ég varð táningur. Þegar hann lagði af þetta ægivald yfir mér gerði ég sjálfur uppreisn og skellti hurð- um í tvö til þrjú ár. Samband mitt við fékk hann áhuga á sálgreiningu og austrænum trúarbrögðum. „Fromm sagði að sálgreining og búddismi fjölluðu í raun um sömu hlutina. Markmið sál- greiningarinnar er að uppræta nevrósur og gera þarfir sýnilegar eins og það til dæmis að valdagræðgi sumra sé þörf fyrir blíðu. Varðandi sjálfan mig og samband mitt við pabba í uppeldinu hef ég komist að því að ég þoli ekki þegar fólk skipar mér fyrir verkum. Sérstak- lega ef það er einhver sem mér þykir vænt um. Þannig minnist ég kvikmynda- framleiðanda í Svíþjóð sem var afskap- lega dagfarsprúður maður. Einhvern tíma þegar við vorum að starfa saman undir miklu álagi æpti hann á mig. Við það missti ég stjórn á mér og öskraði á hann: Þú skalt ekki voga þér að koma svona fram við mig aftur. Hann missti andlitið og varð dauðskelkaður. Þessi framkoma mín er dæmi um hvernig við erum öll á einhvern hátt föst í mynstri frá uppeldinu — hvernig við brégðumst síðar í lífinu við einhverju sem kallast á við særindi úr bernsku. Ég var ennþá krakki þegar ég áttaði mig á því að pabbi hafði að ýmsu leyti rangt fyrir sér og að hann refsaði mér oft vegna eigin von- brigða. Sú upplifun kenndi mér yfirhöf- uð að véfengja réttmæti yfirvalds. Löngu síðar gekk ég í gegnum tímabil þar sem ég véfengdi allt. Ég var um skeið í ein- Löngu seinna eða einhvern tíma á árunum í Stokkhólmi 88 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.