Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 94

Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 94
þær nálgast miðjan aldur og þá um leið hugsanlegar stöðuhækkanir, að þær flýi aftur inn á heimilin. Það er svolítið furðulegt ef maður hugsar til þess að ein- mitt þá eru börnin yfirleitt farin úr hreiðrinu. Ég furða mig mjög á þessu og eina niðurstaðan sem ég hef komist að er að konur flýi ábyrgð.“ Hvað með áhrif frá uppeldi, kring- umstæður konum óhagstæðar og fleira í þeim dúr? „Ég var ekkert endilega alin upp í að axla ábyrgð. Ég kem hins vegar frá menningarheimili þar sem ríkti mikill áhugi á tónlist og listum almennt. Ég gifti mig ung og maðurinn minn hefur orðið minn besti vinur. Ég hef kannski aldrei átt nánar vinkonur þess vegna,“ segir hún og yppir öxlum. „Það eru svo undarlega fáar konur í okkar þjóðfélagi sem virðist einhver áberandi töggur í. í>ó verð ég að segja að það eru heldur ekki margir karlmenn í áberandi stöðum sem mann dauðlangar að kynnast nánar.“ Bera er elst sex barna Dóru og Jó- hannesar Nordal. Næstur henni í röðinni er Sigurður sem tekið hefur við prent- smiðju móðurafa síns, Guðjóns Ó. Guð- jónssonar, og síðan fjórar yngri systur; Guðrún sem er við nám í Oxford, Salvör sem starfar sem blaðamaður, Ólöf sem er í lögfræðinámi og Marta sem enn er í menntaskóla. Hún lýsir fjölskyldu sinni sem óvenju samhentri. „Sigurður maður- inn minn er nú orðinn eins og eitt barn- anna af því við bundumst svo ung en komi einhver systranna með mann upp á arminn er eins gott að hann falli í kram- ið, því hann fær allar hinar systurnar yfir sig í leiðinni.“ Hún ólst upp á Laugarásveginum, í næsta húsi bjuggu móðurafi hennar og amma. Hún segist jafnframt hafa um- gengist Sigurð Nordal afa sinn og Ólöfu konu hans mikið en þau dóu bæði um það leyti sem hún var í menntaskóla. Móðir hennar, Dóra, er lærður píanó- leikari sem þó lagði starfsframann á hill- una þegar hún gifti sig. Það var ákveðin sérstaða í því fólgin, segir hún, að alast upp sem dóttir manns í áberandi starfi. „Pabbi varð Seðlabankastjóri þegar ég var smástelpa og vissulega setti umtalið í kringum hann mark sitt á mann í uppeld- inu. Auðvitað fór ég í ákveðna varnar- stöðu þegar ég heyrði hvað hann var um- deildur og ekki dró úr því umtali eftir því sem árin liðu. En pabbi er alveg sér- stakur. Hann er svo hlýr og svo sterkur persónuleiki. Það eru svo margir sem virðast álíta hann kuldalegan mann í valdastöðu. Fyrir okkur systrunum er hann hins vegar einhver hlýjasti maður sem hægt er að hugsa sér og samband okkar við hann er mjög náið. Hann hef- ur mikinn áhuga á bókmenntum en það er ekkert síður frá mömmu sem áhugi minn á listum er sprottinn. Ég er voða- lega ánægð með mína fjölskyldu og mitt fólk. Ef einhver vandamál steðja að þessari fjölskyldu stöndum við saman eins og klettur," segir hún brosandi. „En ég er lokuð að eðlisfari og í raun mjög alvarleg. Ég hef mjög ákveðnar skoðanir þótt ég sé lítið fyrir að blása þær út.“ Sem frumburður foreldra sinna með sæg af yngri systkinum segist hún hafa litið lífið alvarlegum augum snemma. „Mér fannst það heilmikil ábyrgð að eiga öll þessi yngri systkini sem ég þurfti oft að passa, sérstaklega vegna þess að starf pabba gerði það að verkum að þau þurftu mikið að vera í móttökum og slíku. Lengi vel var ég staðráðin í því að eiga aldrei börn sjálf.“ Þau komu nú samt. Jóhannes sonur hennar er nú fimm ára og dóttirin Ásdís, skírð Nordal, er þriggja ára. Vinnudagur hennar er langur og erilsamur, sérstak- lega nú þegar opnun Listasafnsins í nýju húsnæði stendur fyrir dyrum. Börnin eru á einkadagheimili, „þar sem við Sigurð- ur erum gift og fáum hvergi inni annars staðar. Það er mjög slæmt ástand í þess- um dagvistunarmálum. Hvorki ég né Sigurður erum hátekjufólk en það eru heilmikil útgjöld að hafa börnin í þessari gæslu. Ég er búin að ala Sigurð það vel upp að hann er farinn að láta þessi mál til sín taka og sýnir þeim mikinn áhuga. Mér finnst mjög brýnt að einhver breyt- ing verði fljótlega á dagvistunarmálum. Þjóðfélagið myndi lamast ef allar þær mæður sem nú eru úti á vinnumarkaðin- um sneru aftur inn á heimilin til að passa börnin af því þær hafa ekki efni á því að láta aðra gera það.“ Það er ýmislegt annað sem henni finnst miður í okkar litla þjóðfélagi. „Ég gæti að vísu ekki hugsað mér að búa annars staðar. Við Sigurður ræddum þann möguleika þegar við vorum við nám í Bretlandi, þar sem okkur leið mjög vel. Hins vegar hefði verið erfitt fyrir mig að fá starf þar sem listfræðingur þar sem markaðurinn er svo þröngur. Mér finnst einnig hafa mikið að segja að búa hér vegna fjölskyldunnar allrar. Það er til dæmis þægilegt að geta leitað til mömmu ef börnin eru veik, þótt ég stundi það nú ekki. Það sem fer mest í taugarnar á mér við þetta þjóðfélag okk- ar er lífsgæðakapphlaupið sem setur svo mark sitt á líf fólks. Ég er ekki alin upp við að hafa mikla peninga á milli hand- anna, þótt ég hafi að sjálfsögðu aldrei þekkt annað en fjárhagslegt öryggi. Mér blöskrar hins vegar þetta gegndarlausa veraldarvafstur sem neysluæðið hér end- urspeglar. Svo ég taki dæmi þá kom ég oft inn á heimili í Bretlandi hjá vel stæðu fólki, sem lagði litla áherslu á heimilis- tæki og húsgögn, ólíkt fólki hér, sem helst þarf að aka um á fínustu bflum, eiga allt til alls á heimilinu en hafa svo engan tíma til að lifa.“ Sjálf segir hún heimili sitt, litla íbúð á Hagamel, ekki draga dám af neysluæð- inu. „Ég er nýbúin að kaupa mér lita- sjónvarp en á hvorki uppþvottavél né þvottavél.“ Listaverk á hún, þó hún segi brosandi að núorðið geti hún ekki eignast þá myndlist sem hana langar í. „Ég á verk eftir Svavar Guðnason, Karl Kvaran, Valtý Pétursson, Þorvald Skúlason, Robert Jakobsen og höggmynd eftir Gerði Helgadóttur. Ég er hrifnust af nú- tímalegri myndlist en vil fremur antík- húsgögn en nútímaleg." Engan skyldi undra að hún hafi ákveð- inn myndlistarsmekk eftir sex ára starf hjá Listasafni íslands. Hún var ráðin þar sem sérfræðingur árið 1980 og vann með dr. Selmu Jónsdóttur í sjö ár auk Jó- hannesar Jóhannessonar listmálara og annars starfsmanns sem sér um fjármála- stjórn safnsins. Dr. Selma Jónsdóttir dó í júlí síðastliðnum, tæplega sjötug að aldri. „Hún var heillandi, sterkur per- sónuleiki," segir Bera. „Hún var lífs- glöð, skörp og mjög næm á myndlist. Hún var þannig að annað hvort tók hún fólki eða ekki. Að mörgu leyti sakna ég hennar. Hún var lærð í miðaldalist eins og ég, þannig að við áttum ýmis sameig- inleg áhugamál auk Listasafnsins. Þetta safn var stofnað af Birni Bjarnasyni í Kaupmannahöfn árið 1884 og var lengi vel á hrakhólum, fyrst deild í Þjóðminja- safninu og síðan opnað almenningi 1951. Dr. Selma varð forstöðumaður Lista- safnsins árið 1950 og barðist alla tíð fyrir því að það kæmist í eigið húsnæði. Kjar- val stofnaði byggingarsjóð árið 1959 en Listasafnið varð sjálfstæð stofnun sam- kvæmt lögum árið 1961. Þegar Glaum- bær brann hafði Framsóknarflokkurinn, sem átti það hús, makaskipti við Lista- safn íslands og fékk Austurstræti 12 í staðinn. Árið 1980 arfleiddu hjónin Sig- urliði (Silli) og Helga Kristjánsdóttir Listasafn íslands að fjórða hlut af eigum sínum, sem var eignarhlutur í Glæsibæ. Uppfrá því hófust nýframkvæmdir við gamla Glaumbæ. Garðar Halldórsson er arkitekt hússins og nú er stefnt að því að opna safnið í sínum nýju húsakynnum eftir áramót.“ Hún segir dr. Selmu alltaf hafa lagt áherslu á að Listasafn íslands yrði stað- sett miðsvæðis. „í nýju húsakynnunum okkar eru fjórir mismunandi salir sem gerir það að verkum að við getum sýnt allt safnið stöðugt, þurfum ekki að taka allt niður fyrir nýjar sýningar eins og áð- ur. Listasafn íslands á nú um fimm þús- und listaverk. Ef það kæmi eitthvað fyr- ir, til dæmis bruni, væri búið að þurrka út listaferil nokkurra þekktra málara. Þarna eru ómetanleg verðmæti. Enda er öryggiskerfið eitt hið fullkomnasta sem völ er á í heiminum. Þarna eru einnig er- lend málverk, dönsk myndlist frá síðustu öld, enda safnið stofnað í Danmörku. Og þarna eru mörg merkustu verk eldri listmálara sem til eru í landinu. Enda er það stefna Listasafns að endurspegla ís- 94 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.