Heimsmynd - 01.11.1987, Page 96

Heimsmynd - 01.11.1987, Page 96
LEIKHUS EFTIR SIGURÐ SKULASON VESALINGAR FYRR OG NÚ Söngleikur í Pjóðleikhúsinu umjólin Les Misérables eða „ Vesalingarnir" Á þeim 125 árum sem liðin eru frá því skáldsagan Les Misérables eða Vesaling- arnir, eins og hún heitir á íslensku, kom út hefur útbreiðsla hennar verið með ólíkindum. Hún hefur verið þýdd á nán- ast öll tungumál heims og víða verið endurútgefin hvað eftir annað. Mest selda skáldsaga fyrr og síðar segja sumir. Ekki alls fyrir löngu áskotnaðist mér eintak af þessari merku bók í 4 bindum á íslensku sem stimplað var í: „Lestrar- fjelag Borgarfjarðar“ (eystri). Pað var velkt og snjáð og á sumar blaðsíðurnar höfðu hreinlega verið lesin göt. Með þessa bók í höndunum skildist mér end- anlega hvað átt er við með því, að bók sé lesin upp til agna. Undanfarin ár og ára- tugi hefur þessi bók sem sagt farið um ótal hendur sveitafólks austur á fjörðum, sem hefur sökkt sér niður í stórfenglega og spennandi atburði og fjölskrúðugar persónulýsingar frá Frakklandi á önd- verðri 19. öld. Alveg eins og fólk hefur gert um allan heim. Hver skrifaði eiginlega þessa ótrúlega lífseigu skáldsögu og um hvað fjallar hún? Og hvernig stendur á því, að enn þann dag í dag er hún jafn mikið í kast- ljósi og raun ber vitni? Victor Hugo og verk hans Höfundur skáldsögunnar Les Miséra- bles, Victor Hugo, er fæddur í Frakk- landi árið 1802. Faðir hans var hershöfð- ingi í her Napóleons keisara, búsettur í París, en oft og einatt á ferðum og hafði þá fjölskyldu sína með sér. Victor Hugo dvaldist því oft í herbúðum á æskuárum sínum, þar sem herlúðraþytur og hvinur 96 HEIMSMYND í byssukúlum urðu hversdagsleg um- hverfishljóð. Sjálfur komst Hugo ungur að árum í snertingu við dauðann, er hann veiktist alvarlega og var vart hugað líf. Victor Hugo er fyrst og fremst kunnur af skáldskap sínum; sögum, ljóðum og leikritum. Hann hóf skáldferil sinn mjög ungur að árum og tvítugur að aldri sendi hann frá sér sína fyrstu ljóðabók. Meðal þeirra leikverka, sem hann skrifaði, og sem flest eru talin ósýningarhæf vegna lengdar eða ýmissa annarra annmaka í sviðsetningu, má nefna Cromwell (6 tíma verk), Marion Delome (var bannað á sínum tíma af pólitískum ástæðum), og Hernani, sem olli uppþoti í leikhúsinu á frumsýningarkvöldinu, og Ruy Blas. Tvö þau síðasttöldu eru þekktustu leikverk Hugo og þau ásamt öðru skipuðu honum á bekk sem einum helsta forsvarsmanni rómantísku stefnunnar. Að lokum má einnig nefna leikrit hans Le Roi s’amuse (Konungurinn skemmtir sér), sem var bannað eftir eina sýningu, en það leikrit er uppistaðan í texta Verdis í óperunni Rigoletto. Líklega verður þó Victors Hugo fyrst og fremst minnst fyrir skáldsögur sínar og af þeim ættu íslendingar að minnsta kosti að kannast við þrjár sem hafa verið þýddar á íslensku, það er Maríukirkjan i París (Notre Dame de Paris), þar sem segir frá kroppinbakinum fræga Quasi- modo, Vesalingarnir (Les Misérables) og Maðurinn, sem hlœr (L’homme qui rit). En Victor Hugo var einnig víðkunnur af pólitískum afskiptum sínum í ræðu, riti og verki. Ungur að árum var hann konungssinni og hlaut margs konar við- urkenningar og upphefð frá æðstu valda- mönnum Frakklands. Hann átti þó eftir að skipta um skoðun síðar meir og verða ein af forvígishetjum hins borgaralega franska lýðveldis. Pegar Lúðvík Napó-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.