Heimsmynd - 01.11.1987, Page 97

Heimsmynd - 01.11.1987, Page 97
,Meðan það viðgengst í skjóli laga og landsvenja, að bölvan þjóðfélagsins skapi tilbúin víti mitt í siðmenntuðum heimi og snúi guðlegri fyrirætlan með manninn í hryggileg forlög, meðan óleyst eru hin þrjú miklu vanda- mál aldarinnar: hnignun mannsins í öreigastétt, niðurlœging konunnar vegna hungurs og kröm barnanna í myrkri vanþekkingar og skorts, og meðan kúgun er möguleg á vissum sviðum þjóðfélagsins, með öðrum orð- um og frá enn víðtœkara sjónarmiði: meðan fáfræði og vesöld þrífst á jörðu, þá ættu bækur sem þessar ekki að vera ritaðar að ófyrirsynju.“ HAUTEVILLEHÚSI, 1 JANÚAR 1862. M leon tók sér nafnbótina Keisari Napó- leon 3. söðlaði Hugo um, gerðist eldheit- ur andstæðingur Napóleons litla, eins og hann kallaði hann, og barðist við hlið uppreisnarmanna gegn honum í götu- virkjum í Parísarborg. Eftir það fór Victor Hugo í útlegð til bresku eyjanna fyrir utan Frakklandsstrendur og dvaldi þar í 19 ár. Hann sneri aftur til Frakk- lands árið 1870, er Napóelon 3. hafði verið velt úr sessi í Fransk-prússneska stríðinu og 3. lýðveldið hafði verið stofn- að { Frakkandi. Victor Hugo lést 83ja ára gamall 1885 og er grafinn í Pantheon, þar sem hvfla ýmsir mikilsvirtir synir Frakklands. Um Hugo kemst Kristinn E. Andrés- son meðal annars svo að orði á einum stað: „Hann er eitt af þeim stórmennum andans sem látið hafa eftir sig sameigin- legan arf öllu mannkyni og er minnst um allan heim. . . Hann var bráðþroska, frægt skáld ineð hirð um sig skömmu eft- ir tvítugt, foringi rómantísku stefnunnar, og enn síðar fyrirrennari raunsæisstefnu natúralismans. Á Frakklandi gerðust um hans daga stórviðburðir heimsins og Victor Hugo lifði meðvirkur í þeim öll- a um. . . Skáldsagan Les Misérables og sögusvið hennar Það var í útlegðinni sem Hugo skrifaði Les Misérables með alla sína lífsreynslu að baki. Hún er hans þekktasta verk, talin einn af hátindum bókmennta 19. aldar um leið og hún tilheyrir hópi þekktustu og stórbrotnustu skáldverka heimsbókmenntanna. Hún var meira en 15 ár í smíðum, skrifuð á árunum 1845 til 1861, var síðan gefin út þann 3. aprfl 1986 í heilu lagi eða köflum á níu tungumál- um samtímis í öllum helstu borgum Norðurálfu og Ameríku eða: París, London, Brussel, New York, Madrid, Rotterdam, Leipzig, Pétursborg (Len- ingrad), Búdapest, Varsjá, Turin og Rio de Janeiro. Fyrsta upplag Parísarútgáf- unnar sjö þúsund eintök seldust upp á fyrsta degi. Þessi heimsfræga saga hefur marga sérstöðu. Ein er sú, að líklega er hún lengsta skáldsaga sem skrifuð hefur ver- ið. Á frummálinu telur hún meira en tvöþúsund blaðsíður og flestar ef ekki allar þýðingar hennar eru meira eða minna styttar. Hér á landi hefur sagan tvívegis verið gefin út í íslenskri þýðingu. í fyrra skipt- ið var hún gefin út hér í Reykjavík á ár- unum 1925 til 1928 og var það sérprentun úr Lögréttu: Skáldsagan Vesalingarnir í fimm heftum. Fyrstu tvö heftin þýddu þeir feðgar Einar H. Kvaran og Ragnar E. Kvaran, en síðari heftin þrjú þýddi Vilhjálmur Þ. Gíslason. Þessi útgáfa er mikil stytting á frumútgáfunni. Síðari út- gáfan á Vesalingunum kom út árið 1951 í Hafnarfirði. Olafur Þ. Kristjánsson þýddi og gaf út. Sú útgáfa er gerð eftir amerískri útgáfu frá 1943 og er hún svo mikil stytting á sögunni, að segja má hún sé aðeins örstuttur útdráttur. Báðar þessar útgáfur eru svo að segja ófáanleg- ar. (Annars er rétt að geta þess hér, að þýðing titilsins er nokkuð villandi. Eng- lendingar þýða ekki titilinn og bera því við að hann sé óþýðanlegur; hann hafi fleiri en eina merkingu. Enski þýðandi sögunnar Norman Denny segir svo í for- mála ensku útgáfunnar: „Oþýðanlegur titill: fyrsta merking franska orðsins misére er einfaldlega eymd; önnur merk- ingin er ýtrasta fátækt, örbirgð; en hjá Hugo tákna misérables ekki aðeins þá fá- tæku og vansælu, þeir eru hinir útskúf- uðu, olnbogabörnin, þeir sem samfé- lagið hefur hafnað og eru um leið upp- reisnarmenn gegn samfélaginu.) Sögusviðið er Frakkland á fyrrihluta nítjándu aldar og spannar sagan nánar tiltekið 18 ár, árin 1815 til 1933, við- burðarík ár í sögu Frakklands sem endurspeglast í skáldsögunni. Sagan leiðir okkur vítt og breitt um landið, um sveitir þess og þorp, en lengst af dveljum við þó í París. Og þannig fáum við í þess- ari sögu mjög merkar lýsingar og heim- ildir um aldarfar í Frakklandi á þessum tíma. Hið mikla pólitíska umrót, hin stöðugu og heiftarlegu átök eiga sér rót í skörpum stéttarandstæðum, mikilli kúg- un og neyð. Efnahagsleg og félagsleg skilyrði öreigalýðsins voru ótrúlega öm- urleg. Lýsingar Hugo á kjörum franskra fátæklinga slá jafnvel út magnaðar lýs- ingar Charles Dickens á kjörum lágstétt- arfólks í Englandi á síðustu öld. Hugo fer heldur ekki í neinar grafgötur með það hveijar skoðanir hans eru, með hverjum hann stendur. Sagan er „upp- ljómuð af hugsjónum aldarinnar um rétt- læti, frelsi og bræðralag og eldheitri trú á HEIMSMYND 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.