Heimsmynd - 01.11.1987, Page 106

Heimsmynd - 01.11.1987, Page 106
Brosandi kokkur með táknrænan kreóla-rétt, krabbakjöt. Mississippi-fljótiö og Mexíkó-flóann gerði þaö aö verkum að hún varð aðal hafnarborgin í miðjum Bandaríkjunum. Sykuruppskera, hrísgrjónaekrur og mikill fiskur hafa að sjálfsögðu sett mark sitt á matargerð í borginni frá upphafi. Alla nítjándu öldina var New Orleans aðallega frönsk borg en þangað flykktust Frakkar í stríðum straumum undan yfirgangi Breta í Kanada og frá frönskum nýlendum eins og Haiti, jafnvel frá upprunalega ættlandinu, Frakklandi. Auðugar fjölskyldur í New Orleans sendu börn sín á skóla til Parísar. Svokallaðir kreólar voru áhrifamiklir i New Orleans löngu áður en Bandaríkjamenn keyptu landið af Frökkum. Kreólarnir voru sumir hverjir vellauðugir, aðrir bláfátækir. Þeir litu gjarnan á sig sem innfædda fremur en Ameríkana. Menning kreólanna á rætur að rekja til Frakklands en óx og dafnaði í nýja heiminum. Það er matargerð kreólanna sem ber hæst í New Orleans og það sem gerir eldhús þeirra svo sérstakt er sambland af notkun af frönskum uppskriftum með sterku kryddi og nýjum hráefnum sem þeir lærðu að nota af Spánverjum, Indjánum og negrunum í gamla borgarhluta New Orleans. New Orleans hefur löngum verið vinsæl borg að heimsækja fyrir fólk hvaðanæva að úr Bandaríkjunum, þar er elsta óperuhús Bandaríkjanna og merkilegt leikhús. Fáir efast þó um að það eru matsölustaðir borgarinnar sem hafa átt stærstan þátt í að lokka ferðamenn þangað. Á dýrari matsölustöðum í borginni var löngum boðið upp á tíu rótta máltíðir, ostrur, skjaldbökusúpu, nautasteik, önd, kalkúna, grænmeti, soufflé, tertusneið, ábæti og kaffi. Þótt venjuleg máltíð samanstandi oftast ekki af fleiri réttum en súpu og sjávarrétti í forrétt, sætu brauði og lambasteik, nautasteik eða kjúklingi og grænmeti, auk ávaxta eða ávaxtahlaups í ábæti. Þótt matreiðslumenn í New Orleans hafi aldrei verið áfjáðir í að gefa upp uppskriftir hafa áhrif þessarar matargerðarlistar breiðst út. Ótal kokkabækur hafa verið gefnar út á undanförnum árum með leiðbeiningum um öll þau hráefni, krydd og síðast en ekki síst tækni sem gerir þessa matargerðarlist svo sérstaka. Kreóla-matsölustaðirnir í New York bjóða nú upp á sjávarrétti, krabbakjöt, rækjur og ostrur í sérstökum jafningi þar sem smátt skorinn laukur, pipar (cayenne og Tabascosósa), smjör og hveiti er notað ásamt kryddum og borið fram með hýðishrísgrjónum. Þetta er kallað gumbo. Annar þekktur réttur er jambalaya, réttur úr rauðum eða hvítum baunum borðaður með hrísgrjónum. Baunaréttirnir eru til dæmis soðnir með lauk, grænum perlulauk, pipar, hvítlauk, persilju, reyktu svínakjöti, salti, svörtum pipar, cayenne, lárviðarlaufum, basilikum og svo mætti lengi telja. Krabbakjöt, ostrur, rækjur og fiskur, sérstaklega silungur eru vinsæl hráefni. Þykkar matarmiklar sósur eru jafnan notaðar, þar sem uppistaðan er hveiti með söltuðu smjöri eða olíu. Franskar sósur, bernaise og hollandaise-sósur eru betrumbættar með sítrónu og pipar og notaðar með allskonar mat. Fyrir sælkera er New Orleans draumastaður en það er styttra að fara til New York, þótt ekki muni miklu, og hver veit nema einhver áhugasamur íslenskur matreiðslumeistari taki upp þessa nýjung hér. Hráefnin eru til staðar í öllum þeim sjávarréttum sem hér eru á boðstólum og óneitanlega væri það tilbreyting að fá meiri fjölbreytni í meðhöndlun þeirra. 106 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.