Heimsmynd - 01.11.1987, Page 118

Heimsmynd - 01.11.1987, Page 118
Hollandi í fjögur ár. í fyrra hlaut Jóhanna Kristín starfslaun i heilt ár og dvaldi þá um nokkurt skeiö á Grænlandi. Það eru verk þaðan og verk unnin á þessu ári sem Jóhanna sýnir í Gallerí Borg nú í nóvember. Þetta er hennar fjórða einkasýning. „Jóhanna kom fram með mjög per- sónulegan expressjónisma, sem virðist óvenju innilegur fyrir íslenskan málara. Hún sker sig úr þeirra hópi að því leyti að hún virðist mála af fullkominni per- sónulegri einlægni,“ segir Halldór B. Runólfsson listfræðingur. Listakonan lýsir sór sjálfri sem ástríðufullri. „Ég er alltaf að mála sjálfa mig en get ekki málað nema óg sé í jafnvægi og í sátt við sjálfa mig.“ Jóhanna Kristín lýsir sér jafnframt sem feiminni og óöruggri. „Það tók mig tvö ár að safna sjálfstrausti til að hafa eitthvað að segja við strigann þegar ég kom heim úr námi. Því byrjaði ég ekki að mála af alvöru fyrr en árið 1982.“ Hún á tíu ára dóttur sem heitir Björg. „Ég mála hana líka. Hún er lóttbiluð eins og ég og verður örugglega listakona." Jóhanna sem er fædd og uppalin við Elliðaárnar segir Heimahvamm, húsið sitt, vera tengilið sinn við ættjörðina. „Það er mitt umhverfi og þar finn ég öryggi, sem ég finn hvergi annars staðar. Hér þekki ég hverja þúfu." — Er hún í jafnvægi nú? „Ég er nýskilin en að sjálfsögðu komin með annan mann því karlmannslaus get ég ekki verið. Því blandast nú í verkum mínum sorg, gleði og tregi." Hún segist líka finna fyrir eirðarleysi komist hún ekki til útlanda af og til. „Ég reyni að fara úr landi með reglulegu millibili hafi ég efni á því,“ segir þessi hógværa, ástríðufulla listakona um leið og hún býður fulltrúa HEIMSMYNDAR á sýningu sína. „Ég verð nú bara við opnunina. Ég er svo feimin. Þú hittir mig ekkert þar daglega." Deilt á dómarana: „í bóklnni segi ég frá 6 dómsmálum sem komið hafa fyrlr Hæstarétt, en í öllum dómunum reyndi á mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar." Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður sendir nú frá sér bókina Dellt á dómarana en bókin kemur út hjá Almenna bókaféiaginu. „öll málin eru frekar ný, elsti dómurinn er frá 1983, annar frá 1985 og svo fjögur yngri mál. Þetta eru að stærstum hluta mál sem ég hef verið með sjálfur, fjalla um tjáningarfrelsi, skatta, jarða- og ábúðalög, og í bókinni eru staðreyndir málanna lagðar fyrir og hvernig dómurinn hefur unnið úr þeim." Hann sagði að mannréttindin hafi orðið að iúta í lægra haldi í öllum þessum dómum, og hann sem borgari orðið óánægður með málalyktir, en telji að bókin eigi erindi til þjóðarinnar þar sem hún gefi mönnum færi á að lesa um staðreyndir málanna. 118 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.