Heimsmynd - 01.11.1987, Page 121

Heimsmynd - 01.11.1987, Page 121
STEFNUR OG STRAUMAR „Tengsl manneskjunnar við guðdóminn eru í eðli sínu erótísk.“ „Um það leyti sem ég orti þessi ljóð sótti mjög á mig kveneðli guðdómsins, en dýrkunin á gyðjunni miklu var ríkjandi fyrir daga gyðingdómsins fyrir botni Miðjarðarhafsins." Bókaforlagið Bókrún gefur nú út ljóðabók eftir Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur, Andlit í bláum vötnum, en áður hefur komið út eftir hana ljóðabókin Hvísl hjá Almenna bókafélaginu. Ragnhildur er þriggja barna móðir, hefur lokið BA námi í félagsfræði í Bandaríkjunum, en auk þess lagði hún stund á hebresku þar og í ísrael. „Flest ljóðin eru fimm til sjö ára gömul, ort í Bandaríkjunum og Israel.“ Ragnhildur snerist ung til kaþólskrar trúar og segir að vangaveltur um kveneðli guðdómsins hafi haft það í för með sér að hún sé algjörlega á móti líkama- og sál- dúalismanum sem er rótgróinn í kristinni trú. „Ég er einnig algjörlega á móti karl-konu skiptingunni, og tel að karleðlið og kveneðlið búi í hverjum einstaklingi og guðdómnum sjálfum. Ég er jafnframt á þeirri skoðun að tengsl manneskjunnar við guðdóminn séu í eðli sínu erótísk og þessi guðlegi neisti sem trúarbrögðin tala oft um að sé í manneskjunni sé í raun erótíkin.“ Að hennar áliti á femínisminn að vera andleg og trúarleg hreyfing jafnframt því að vera pólitísk og félagsleg. „Við konur eyðum miklum tíma og orku í að gera reynsluheim karla að okkar, en það getur aldrei tekist. Flest tákn hins kristna menningarheims eru sprottin úr reynsluheimi karla, og því er mikilvægt að við endurtúlkum þessi hefðbundnu tákn með tilliti til okkar eigin reynsluheims sem sprottinn er úr kvenlegri reynslu. Og því má segja að trúin á gyðjuna sé tákn hinna nýju tíma.“ Hver eru uppáhaldsskáld Ragnhildar Pálu? „Fyrst og síðast Sappho og svo bandarísku skáldkonurnar Sylvia Plath og Adrienne Rich.“ HEIMSMYND 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.