Heimsmynd - 01.11.1987, Side 126

Heimsmynd - 01.11.1987, Side 126
MYNDLIST EFTIR VALGERÐI JONSDÖTTUR FURÐUVEROLD ALFREÐS FLÓKA Var hann blár demantur, eins og mömmu hans dreymdi, þessi mikli listamaður sem lést í blóma lífsins síðasta sumar ? Flestir menn bera grímur og eru í raun og veru annað en þeir líta út fyrir að vera. Gríman er mismikil og miserfitt að bera hana uppi, en flestum ber þó saman um að erfitt geti verið að burðast með sömu grímuna alla ævina. Alfreð Flóki, hinn sérstæði og nýlátni listamaður, var í hópi hinna grímuklæddu. „Hann vildi gefa þá mynd af sér að hann væri furðu- fugl og fékk bisness út á það,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um Flóka og bætir því við að sá Flóki sem menn þekktu persónulega hafi verið allt öðruvísi, viðkvæmur, nærgætinn og sér- lega passasamur að særa engan að ósekju. „Hann var mjög feiminn og lokaður mað- ur,“ segir Nína Björk Árna- dóttir, skáldkona, en hún var ein af góðum vinum Flóka og talaði eins og fleiri vinir hans við hann daglega. Hún segir hann aldrei hafa borið grímuna í návist hennar eða fjöl- skyldumeðlimanna, en um leið og einhver ókunnugur bættist í hópinn var hún umsvifalaust sett upp. Aðr- ir vinir hans hafa sömu sögu að segja. „Hann var ákaflega hlýr og umhyggju- samur, nema þegar hann gægðist í glas, þá gat hann gert miklar kröfur til vina sinna,“ segir Jóhann Hjálmarsson sem þekkti hann í tæp 30 ár. Flóki fæddist í risherbergi á Óðinsgötu 4, og fyrstu mánuði ævinnar óx ekki eitt einasta hár á höfði hans, en hárið átti síðar eftir að verða ein hans mesta prýði og hluti af þeim Flóka sem flestir könn- uðust við. Axlarsítt passíuhárið, stór þverslaufa um hálsinn og síður lafafrakki voru hluti af búningi hans frá því hann var um tvítugt fram á síðasta dag. Pver- slaufan vék þó fyrir hálsbindi síðustu ár- in. Hann ólst upp hjá móður sinni og ömmu, vegna veikinda móður hans eftir barnsburðinn var hann fyrstu sex mán- uðina hjá ömmu sinni, og kallaði hana mömmu upp frá því, móður sína kallaði hann alltaf Tótu eða Tótuna. Heimur Róka var frá fyrstu tíð sér- kennilegur; „ég svaf í sama herbergi og amma mín sem var að mörgu leyti mjög sérstæð kona,“ segir hann við Jóhann Hjálmarsson í inngangi að Teikningum sem kom út í Reykjavík 1963. „Hún safnaði blöðum. Ef hún sá kattarmynd í blaði þá klippti hún myndina ekki út heldur lagði blaðið til hliðar og smám saman staflaðist þetta upp með öllum veggjum. Hún hafði fjöldann allan af köttum sem pissuðu um allt. Og þarna lék ég mér árum saman innan um allt þetta rusl. Hún hafði fugla í búri í gluggakarminum og svo kreperuðu þeir, en fuglafóðrið það féll niður í gluggakist- una sem var rök. Upp af því spruttu hin- ar undarlegustu jurtir, og seinna þegar tók að rökkva í herberginu þá fengu öll þessi gömlu föt, bækur og blöð furðuleg- ustu form. Maður gat byggt heilar borgir úr þessu og leikið sér þarna tímunum saman. Stundum langt fram á nótt, því það var allt í lagi. Bara að ég svæfi út á morgun, sagði hún. Upp úr þessu varð ég nátthrafn." Guðrúnu Nielsen, móður Flóka, dreymdi draum er hún gekk með hann. „Mig dreymdi að ég væri með bláan óslípaðan demant f lófanum. Hann var óskaplega fallegur, og ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki að slípa hann. En svo tímdi ég því ekki, því þá færi svo mikið efni forgörðum. En það var mikið efni í Flóka, hann var mjög góður teiknari þó ég hafi ekki verið jafn sátt við mótívin." Hún segir hann hafa verið mjög feim- inn sem barn. „Hann lék sér aldrei með öðrum börnum, hann var mjög þægur sem bam og það þurfti aldrei að skamma hann.“ Hún segir hann hafa setið öllum stundum og teiknað. „Ég man þegar við vomm uppi í sveit er Flóki var tveggja og hálfs árs. Ég spurði hann hvort hann vildi ekki senda pabba sínum eitthvað og hann teiknaði mynd á bleikan renning. Upp frá því sleppti hann varla blý- antinum, hlustaði mikið á stríðsfréttirnar þegar hann var 4 til 5 ára og teiknaði myndir af öllu sem hann heyrði í útvarpinu.“ Flóki var því innundir hjá lista- gyðjunni frá fyrstu tíð og kunni ávallt vel við sig í fé- lagsskap hennar. Átta ára gamall fór hann í teiknitíma til Þormóðar Hjörvar og lærði þar undirstöðuatriði teiknilistarinnar. Þegar hann tók gagn- fræðapróf gerðust þau undur að honum var gefið 10,1 í teikningu. „Jóhann Briem stóð fyrir því,“ segir móðir hans. „Þann- ig var að tveim öðmm nemendum var gefið 10 og kennumnum fannst óréttlátt að Flóki fengi sömu einkunn og þeir þar sem hann væri svo miklu betri.“ Og teikningin varð til þess að hann náði gagnfræðaprófinu, því Flóki gerði lítið af því að lesa skólabækurnar, aðrar bækur höfðuðu meira til hans. Einkum átti hann þó í erfiðleikum með stærð- fræðina, hafði alls engan áhuga á henni. „En hann var þó góður að tefla, vann 126 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.