Heimsmynd - 01.11.1987, Page 134

Heimsmynd - 01.11.1987, Page 134
LEIKSTJÓRIÁ HEIMSMÆLIKVARÐA framhald af bls. 91 anna á hótelherbergi eina nótt. Inn til þeirra slæðist einhver gaur úr næsta her- bergi. Þau setjast öll að sumbli og hann fer að reyna við eldri konuna. Hún hverfur með honum inn í hans herbergi og síðan birtist hún okkur í senu þar sem hún er að koma aftur inn í sitt herbergi um miðja nótt. Linsunni er beint að henni þar sem hún stendur við lítinn vask og er að þvo sér eftir að hafa verið með þessum manni. Margir telja þessa senu nöturlega og ýmsir hafa spurt mig hvernig ég sem karlmaður hafi getað náð þessari tilfinningu konunnar sem aðeins konur eiga að þekkja. Ég vissi að þetta atriði var rétt. Því var í engu ofgert. Ég leitaðist ekki eftir að ná sjúskuðum and- litsfarða eða fara of nálægt henni. Áhrif- in stóðu samt fyrir sínu. Það er nefnilega misskilningur að konur geti fjallað nær- færnislega um tilfinningalíf kvenna. Sjálfur hef ég upplifað þessa tómleika- tilfinningu sem fylgir sjúskuðu næturæv- intýri, en þetta er spurning um innlifun- arhæfni og tilfinningu, ekki tóma lífs- reynslu. Þótt ég telji þjáninguna nauðsynlega hverjum þeim sem er skap- andi held ég raunar að hún sé líka for- senda hamingjunnar.“ Konur eru' honum hugleiknar. „Mér finnst venjuleg meðalkona miklu athygl- isverðari heldur en meðalkarlmaður. Konur eru líka í hópi minna bestu vina. Konur velta lífinu mun meira fyrir sér en karlmenn. Ég hef mjög gaman af því að vera einn í hópi kvenna, sérstaklega ef þær gleyma því að ég er viðstaddur og láta ýmislegt flakka, sem annars er bara sagt í kvennahóp." Hann hefur áhuga á fólki en segir mis- jafnt hvaða leiðum sé beitt til að kafa of- an í tilfinningalíf annarra. „Ég lendi sjaldan í útistöðum við aðra né hef ég áhuga á að espa fólk upp. Sumir láta for- dóma villa fyrir sér, aðrir nota stjörnusp- eki til greiningar á einstaklingum, enn aðrir mæla fólk út frá afköstum — ég persónulega legg mig fram við að kynn- ast siðferði fólks, lífsviðhorfum og hvað hefur helst mótað viðkomandi einstakl- ing. Fyrir mér er fólk í eðli sínu gott. Ég tel það ganga mannvonsku næst þegar fólk notar aðra sem verkfæri til að koma markmiðum sínum á framfæri." Slíkt dæmi tekur hann af einum starfsbræðra sinna. Sá maður er í ábyrgðarstöðu og segir Lárus hann umgangast aðra ein- göngu út frá því hvort þeir gagnist við- komandi. Hvort samkeppnin spilar þarna inn í verða aðrir að dæma um. Hingað til hef- ur Lárus Ýmir keppt á öðrum markaði. í kjölfar Andra Dansen hefur hann gert tvær aðrar kvikmyndir í Svíþjóð. Den Frusna Leoparden sem Svensk Film Ind- ustri og Vikingfilm framleiddu var frum- sýnd hér á kvikmyndahátíð í september. í kjölfar þeirrar sýningar bauð Thor Vil- hjálmsson Lárusi Ými ásamt franska rit- höfundinum Alain Robbes-Grillet í kvöldverð og kynnti Lárus fyrir þeim síðarnefnda sem le createur du cinema d’Islande. Hin myndin sem Lárus lauk við í Svíþjóð síðasta sumar er Hástens Öga, sem frumsýnd verður í sænska sjónvarpinu nú í nóvember. „Síðan er það undir Hrafni Gunnlaugssyni komið hvort hún verður sýnd hér í ríkissjónvar- pinu síðar.“ Nýverið fékk Lárus Ýmir verðlaun Kvikmyndasjóðs fyrir handrit sem ber titilinn Kona ein og fjallar um konu sem kemur heim um miðja nótt eftir dans- leik. „Fallegt form, lítið ljóð,“ segir hann, leikstjórinn sem dreymir stóra drauma á hvíta tjaldinu. „Fjalla-Eyvin- dur í kvikmynd — en það væri 150 mill- jón króna verkefni." Hann segist hvorki svartsýnn á mark- aðinn né eigin framtíð. „Ég hef það á til- finningunni að þetta verði allt í lagi,“ segir hann eitt sinn þar sem napurt rokið blæs í skeggið á honum í Austurstrætinu: Það eru fimm ár síðan hann skildi. Sam- band hans við dóttur sína er náið en hann segist nú fyrst tilbúinn að verða ástfanginn aftur. Þó hefur hann aðeins einu sinni viðurkennt í þessu samtali að hafa hrifist af konu, orðið skotinn. Hann segir það brosandi. „Það var Kristbjörg Kjeld." Ein af hans uppáhaldsleikkon- um, sem hann leikstýrði í Night Mother (Góða nótt mamma) á fjölum Þjóðleik- hússins fyrir nokkrum árum. Leikrit sem var ekki honum að skapi þótt leikkonan hafi verið það. „Kristbjörg hefur slíka dýpt að maður rekst aldrei á vegg. Fyrir leikstjóra er hún ótæmandi." Þetta leik- rit bandaríska höfundarins Marcia Norman fjallar um mæðgur þar sem dóttirin fremur sjálfsmorð að yfirlögðu ráði. Móðurina lék Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir. (í Bandaríkjunum var gerð kvikmynd eftir samnefndu verki þar sem aðalhlutverkin voru í höndum Sissy Spacek og Ann Bancroft). „Þetta verk, Góða nótt mamma, sýndi mér fram á að ég á enga samleið með natúralisma, þó ég gerði tilraun til að fullkomna hann í þessu verki. Ég reyndi til dæmis að nota enga aðra lýsingu en borðlampana á sviðinu en það gekk ekki upp. Vanga- veltur verksins eru hins vegar mjög at- hyglisverðar. Af hverju fremur fólk sjálfsmorð? Þegar ég tók að mér að leik- stýra þessu verki hafði ég verið að pæla í handriti í Svíþjóð sem fjallaði um útrým- ingu mannkyns. I kringum þá lesningu fór ég alvarlega að velta fyrir mér tilvist mannsins, grundvallarspurningu þar sem svaranna er helst að leita í trúarbrögð- um. Því fannst mér athyglisvert á þeirri forsendu, að grunnhvöt mannsins er að lifa, að velta fyrir sér hvað gerist innra með fólki sem ákveður að svipta sig lífi. Fólk eins og Jessie í Night Mother, sem gengur frá öllu, kveður jafnvel vini sína og borgar reikninga áður en það gengur á vit örlaga sinna. Svo upptekinn varð ég af þessari dauðapælingu að mig dreymdi sjálfan eina nótt að ég lægi út af í rúmi mínu með fulla meðvitund en væri samt dáinn. Það var eins og að vera kviksett- ur. Kannski hræðir það mig mest að vita af mér eftir dauðann.“ Hvert liggur leið hans héðan? Fær hann að brugga galdraseiðinn sinn í ís- lensku umhverfi? Þessi ungi leikstjóri hefur gert tvær stórmyndir fyrir erlendan markað en nú stendur hann á þeim tíma- mótum að eiga margt sitt undir öðrum, sumir myndu segja í þjóðfélagi kunnings- skaparins. Einn vina hans segir að það búi meira í Lárusi en þegar sé komið fram. Hann sé heiðarlegur listamaður, einlægur og leitandi en fyrst og fremst sé hann drengur góður, vinur sem gott sé að ræða við um tilfinningamál. En hann er enn að leita. „Ég er að leita að jafnvægi sem ég veit að ég finn aldrei. . .“ 134 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.