Heimsmynd - 01.11.1987, Side 135

Heimsmynd - 01.11.1987, Side 135
SOVÉSKA BYLTINOIN framhald af bls. 15 borg B staðhæfir sá sem tekur við vörun- um að það vanti uppá það sem hann átti að fá, eitthvað af vörunum hafi horfið á leiðinni. Hver á að bera skaðann? Pótt þeir, sem stýra fyrirtækjunum, hafi á borðinu þykkan bunka af fyrirmælum og skipunum að ofan, þá veit enginn í Sov- étríkjunum hvað eru lög. í þessu tilfelli komust lærðustu lögfræðingar að þeirri niðurstöðu, að eiginlega ætti enginn vör- ur í flutningi. Vörubflstjóri skrifaði blað- inu og sagði frá því, að frá því hann hóf að keyra fyrir tuttugu árum hafi hann daglega orðið var við að vörur hyrfu í flutningi. Annar vörubflstjóri sendi teikningar til að sýna, hvernig hægt er að ná vörum án þess að snerta innsiglið. Sá hafði stundað akstur í 42 ár, en á þeim tíma sat hann inni í fimm ár fyrir „véla- brögð í flutningum". Hvers vegna hverfa vörur daglega? Þegar verzlanir eru gal- tómar (eins og þær voru í Moskvu haust- ið 1982), og hvergi hægt að fá kjöt eða mjólk, hvað taka menn þá til bragðs? Hvað gera vörubflstjórarnir við vörurn- ar? Stundum selja þeir þær við vega- brún. En oftar hjálpar þeim einhver að koma þeim í verð, eða öðruvísi orðað: skutlar þeim inn í neðanjarðarkerfið. Við skulum segja að ung stúlka vilji fá sér stígvél. Hún þekkir leikara, sem út- vegar henni miða á eftirsótta leiksýn- ingu. Með miðann í höndunum tekst henni að fá útlenda peysu. Fyrir hana fær hún kannski blöndung í Ladabfl. Með það fágæta gullstykki í lúkunum tekst henni loks að klófesta ný austur- þýzk stígvél, líklega hjá einhverjum sem þekkir klókan vörubflstjóra. Þetta heitir að kombinera, og enginn kemst af nema hann kunni það. En víkjum nú að reglu- gerð rússneska samgönguráðuneytisins um flutninga með bifreiðum. Pravda segir, að samkvæmt grein 133 beri vöru- bflstjóri ekki ábyrgð á hlassinu. Pravda sneri sér til E. Trúbítsins, samgönguráð- herra, og spurði hann, hvort hann ætlaði ekki að breyta reglugerðinni. Svarið var þvert nei. Hvers vegna? Því var borið við, að bflar stæðu lengur á hleðslustöðv- um, ef ábyrgð á hlassi væri velt yfir á bfl- stjóra. En líklegri skýring er sú, að ráð- herrann hafi skilið, að allt færi í enn meiri óreiðu, ef neðanjarðarkerfinu væri raskað. Áœtlun og óreiða í Sovétríkjunum fer allt eftir áætlun. Heildaráætlun er venjulega uppfyllt 107 prósent. Hún er sjaldnast út í hött. En hundraðstalan hefur tilhneigingu til að hækka frá verksmiðju (einhvers staðar úti á landi) til Hagstofu. Og þegar í nauðirnar rekur er hægt að fikta örlítið við fyrirmæli áætlunar, svo að hin raun- verulega framleiðsla samsvari áætlun. Vissulega reyna verksmiðjuforstjórar allt hvað þeir geta til að ná áætlun og fara fram úr henni. Venjulega byrjar hver mánuður rólega. Menn vinna venjulega dagvinnu. Þetta lítur vel út, einkum fyrri hluta ársins. En þegar líður að mánaða- mótum, og sérlega þegar líður á árið, er það oftar en ekki svo, að það þarf að herða á. Menn eru látnir vinna auka- vinnu og viðbótarvaktir og hraðinn er aukinn. Þegar almenningur kaupir sér neyzluvörur, til dæmis húsgögn eða hljóðfæri, þá gáir hann að því, hvort hús- gagnið var framleitt fyrri hluta eða seinni hluta mánaðar. Ef það er framleitt eftir þann tuttugasta er vissara að skoða fleiri eintök áður en kaupin eru gerð. Hvað á verksmiðjuforstjóri að gera, ef hann fær ekki í tíma það hráefni, sem hann þarf? Hann verður að gera út menn með tösk- ur troðnar af peningaseðlum (ávísanir eða önnur bankaviðskipti eru ekki til). Þeir flækjast fram og aftur á járnbraut- unum í leit að einhverjum, sem gæti selt hið eftirsótta hráefni. Ennfremur þarf að gera út menn til að sitja í biðstofum ráðuneyta til að reyna að fá fyrirmælum breytt eða frétta úr yfirstjórn kerfisins, hvar megi helzt leita að því, sem verksmðjuna vantar. (Við verðum að at- huga að ráðuneyti annast alla yfirstjórn framleiðslunnar, bæði í iðnaði og land- búnaði.) Það er lagaskylda að hlýða áætlun. Hún gildir til fimm ára. Ef áætlun segir, að það skuli framleiða skó, þá eru fram- leiddir skór þar til allar geymslur ríkisins springa undan skóm, sem enginn lítur við. Ef verksmiðja vill breyta um véla- búnað eða innleiða nýja tækni verður forstjórinn að koma tillögum áfram og upp í kerfinu. Venjulega týnast þær á leiðinni og eru læstar í einhverri skúffu, þegar ný fimm ára áætlun tekur gildi. Vélar úreldast. Framleiðslan er óhag- kvæm. Verðlagning er handahófskennd, því að enginn veit hvað framleiðslan kostar. Hagvöxtur minnkar. Hann hefur undanfarin ár verið örfá prósent og stefnir á núllið. (í Kína fór hann niður í mínus 33 prósent á tímum menningar- byltingarinnar.) Það sem er algjör áætlun og algjört al- ræði eins flokks, er algjör óreiða, sem ekkert ræðst við. Framtak einstaklinga er bannað. Öllum er skítsama um allt þetta drasl, sem tilheyrir ríkinu. Ríkið gerir allt sem það getur til að fá menn til að vinna. Það beitir ákvæðisvinnu, skipuleggur samkeppni milli fyrirækja, rekur áróður fyrir því að menn vinni. Núverandi leiðtogi komst svo að orði í flokksþingsræðu, að höfuðvandamálið væri sálrænt eða sálfræðilegt: að fá menn til að breyta afstöðu sinni. En hvernig á að fara að þvf? Með áróðri, sem enginn tekur mark á? Daglegt llf Hvað er hægt að gera, þegar vinnu- degi lýkur? Skrölta með strætisvagnl að næsta bíói til að sjá einhverja hundleiðin- lega áróðursmynd? Fá lánaðar á bóka- safni bækur, sem fjalla um það sama? Það er lítið spennandi. Ef maður kemst ekki í vinnutímanum til að standa í bið- röðum verður að stefna á næstu biðröð, þegar vinnu lýkur. Þegar búið er að skrapa saman eitthvað til að éta er ekki annar kostur betri en hypja sig heim, skrúfa frá sjónvarpinu og naga brauð með. Giftar konur þurfa að sækja börnin á dagheimili, elda, þvo og skúra. (Eigin- mennirnir hafa svör á reiðum höndum, séu þeir beðnir að leggja hönd á plóg.) Færri börn fæðast (nema hjá múhameðs- mönnum í Asíu). Ungar konur geta ekki til þess hugsað að gifta sig, því að þá er heilsan á þrotum eftir fá ár. Hvað er betra til að lífga upp á helg- arnar en að opna eins og eina hálsmjóa? Bjóða menn þá ekki nágrannanum með? Nei. Menn hafa verið dæmdir fyrir það að láta hjá líða að tilkynna vissum aðil- um, hvað nágrannin aðhefst. Bezt væri að vita ekki hvað hann heitir. Og hvern- ig á að sjá til þess að menn hætti að skrönglast timbraðir í vinnuna á mánu- dagsmorgni. Það dugir lítið að fækka út- sölustöðum og hækka verðið (það er nú komið upp í 10 rúblur fyrir hálflítra af vodku). Þeir sem kunna að kombinera vita hvar á að leita. Og þegar brennivín- ið þrýtur er ætíð hægt að grafa upp smá- lögg af landa. Rætur Það væri gaman að sjá skrá yfir fæð- ingarstaði þess fólks, sem býr í helztu borgum Sovétríkjanna. Væntanlega myndi þá oftar en ekki koma í ljós, að fólk er ekki fætt á þeim stað sem það býr. Milljónum manna er stefnt til vinnu og búsetu fjarri átthögum. Þegar stór höfn var gerð í Tallin fylgdi stórinnrás Rússa. Þeir eru þarna í framandi um- hverfi. Og umhverfi Eistlendinga verður þeim smám saman framandi. Hin þjóð- lega menning þeirra lætur smám saman undan síga. Tunga þeirra, hefðir og trú eru að hverfa. Ríga er næstum alrússn- esk borg. Á lettnesku er lítið birt annað en andvana áróðurspésar. Þetta er ekki aðeins stórrússneskur þjóðernishroki. Flokknum er það mjög mikilvægt, að engin samfélög myndist, sem geta lifað út af fyrir sig, óháð Flokknum, og rækt- að annan hugsunarhátt en þann sem Flokknum þóknast. Það er eitt höfuðvið- fangsefni Flokksins að skilyrða menn svo, að viðbrögð þeirra samræmist hugs- un leiðtogans á hverjum tíma. Þessvegna HEIMSMYND 135
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.