Heimsmynd - 01.11.1987, Page 138

Heimsmynd - 01.11.1987, Page 138
að vera í námi með tvö börn, en að það sé erfiðara með þrjú. Anna kveðst betur sett en margar aðrar konur þar sem hún sé í forréttindahópi sem námsmaður hvað varðar dagvistarrými. Hún segist einnig hafa mætt miklum skilningi og hjálp frá eiginmanni sínum sem er lög- fræðingur, annars gengi þetta ekki. Fleiri konur samsinna þessu. Hildur Baldursdóttir segir þau hjónin skipta með sér verkum eftir því hvernig aðstæð- ur eru hjá þeim í starfi eða námi á hverj- um tíma. Kristín Steinarsdóttir segist ekki sætta sig við karlmann sem sé í vinnunni frá átta til fimm og komi svo heim í afslöppun! Heimilishaldið gangi einfaldlega ekki án samvinnu. Elín Hirst segir samvinnu ríkja á sínu heimili. En hvað gerist ef börnin veikjast, hver á að fara með þau til læknis? í flestum tilfellum virðist það falla í hlut konunn- ar. Elín Hirst kveður þessa ábyrgð yfir- leitt hvíla á sínum herðum frekar en eig- inmannsins. Fleiri taka í sama streng. Hildur Baldursdóttir segir hins vegar að ef eiginmaðurinn tekur að sér að fara með börnin til læknis sé það oft litið hornauga, og talin vísbending um að móðir viðkomandi barna standi sig ekki í stykkinu, og að sú gagnrýni komi oft á tíðum frá konum. Pað virðist vera mótsögn í þessu — konur vilja að karlmenn axli þá ábyrgð sem foreldrahlutverkinu fylgir til jafns við konur, og dást gjarnan að þeim feðr- um sem gangast undir ábyrgðina. Samt sem áður örlar stundum á fyrirlitningu í garð þeirra mæðra sem láta feðrum eftir jafna ábyrgð og áhyggjur vegna barn- anna, svo ekki sé minnst á hlutverka- skiptingu í þeim efnum, þar sem faðirinn er heima og móðirin vinnur úti. Hildur Baldursdóttir segist hafa orðið vör við þetta þegar hún var útivinnandi en eigin- maður sem er rithöfundur var heima og gætti barnanna. Gamla sektarkenndin er enn á ferð- inni. Um leið og konan er orðin móðir er hún komin í hlutverk sem hún losnar ekki aftur úr. Það að konur geri hlé á starfsframa sínum er algengt. Oft er það hlé þó ekki lengra en þrír mánuðir eftir barnsburð og þá er konan komin út á vinnumarkaðinn aftur, ef til vill þjökuð af sektarkennd yfir því að þurfa að láta ungabarn í hendur dagmömmu, barn sem hún er jafnvel ennþá með á brjósti. Fáar konur sem eru í ábyrgðarstörfum geta leyft sér að taka sér hlé um árabil og leggja starfsframann á hilluna. Petta er togstreita sem karlmenn þurfa sjaldn- ast að kljást við. Enginn ásakar þá fyrir að halda ótrauðir áfram á sinni frama- braut. Peim er jafnvel hrósað fyrir að taka þátt í uppeldi barnanna á kvöldin og um helgar. Þær konur sem hins vegar eru í þeirri aðstöðu að vera heima hjá börnum sínum fyrstu æviárin og oft leng- ur eru svo á hinn bóginn oft álitnar nota börn og heimili sem skálkaskjól til að flýja þann frumskóg sem harður heimur atvinnulífsins getur verið. Eins og hinn frægi bandaríski rithöf- undur Erica Jong hefur bent á verða um- skipti í lífi kvenna þegar fyrsta barn þeirra fæðist: „Karlar og konur geta keppt á jafnréttisgrundvelli, í það minnsta í sumum störfum. Hjón geta skipt með sér heimilisverkunum og verið jafningjar í svefnherberginu en þegar barn kemur til sögunnar breytist allt. Þá kemur hinn óviðráðanlegi líffræðilegi þáttur til sögunnar. Kona getur gert sér alls konar hugmyndir um jafnrétti, jafn- vel að það sé raunhæfur möguleiki — þangað til hún verður móðir. Þá lekur mjólk úr brjóstum hennar þegar barnið grætur — líffræðileg staðreynd sem eng- inn karlmaður upplifir. Þetta breytir öllu. A milli móður og barns eru næstum órjúfanleg líkamleg og tilfinningaleg tengsl. Þessi tengsl segja móðurinni að hún beri meiri ábyrgð á afkvæminu en faðirinn — og það eru þessi tengsl sem samfélagið brýnir fyrir mæðrunum. Því miður eru þau einnig oft misnotuð í því skyni að þjóna öðrum hagsmunum en kvennanna sjálfra." ÞEGAR LÆKNIRINN DREPUR framhald af bls. 19 Með ört vaxandi útbreiðslu Aids hefur myndast nýr og stór hópur fólks sem leitað hefur til lækna með ráð til að binda enda á vonlítið dauðastríð. I Hollandi sögðu nokkrir Aids sjúklingar sem búa saman frá því nýlega, að þeir og flestir vina þeirra, sem líkt var ástatt um, hefðu þegar gert samninga við lækna um að binda enda á líf þeirra þegar ákveðnu stigi sjúkdómsins væri náð og von um bata úti. Aids sjúklingar frá öðrum lönd- um, sérstaklega frá Þýskalandi, munu einnig hafa leitað eftir slíkum samning- um við hollenska lækna. Kaþólska kirkjan í Hollandi er að líkindum einhver frjálslyndasta kirkjudeild í heimi. Margir íhaldssamir Hollendingar eru raunar á þeirri skoðun, að kaþólska kirkjan sé orðin að samsafni marxista, umhverfisverndarsinna, friðar- sinna og annars hættulegs fólks. Þegar kemur að spurningum um líf og dauða eins og líknardráp og fóstureyðingar hverfur kaþólskum mönnum hins vegar stundum það sem lauslega er nefnt frjáls- lyndi. Innan kirkjunnar hefur mikið ver- ið deilt um þessi efni en nokkur fjöldi presta hefur aðstoðað við líknardráp með þeim hætti, að blessa viðkomandi áður en hann fær sína síðustu sprautu og heldur til fundar við skapara sinn. Innan mótmælendakirkju Hollands, sem er yf- irleitt íhaldssamari en kaþólska kirkjan í þjóðfélagsmálum, hefur hins vegar meira frjálslyndi ríkt gagnvart fóstureyðingum og líknardrápi og prestar þeirrar kirkjan hafa tekið þátt í undirbúningi líknar- drápa án þess að fá bágt fyrir frá yfir- boðurum sínum. Aendanum er spurt hvort einn geti skipað öðrum að lifa. Fæstir mundu viðurkenna, að þeir væru að skipa öðru fólki að lifa með því að vilja meina læknum og öðrum að rétta þeim hjálparhönd, sem af frjálsu'm huga vilja kveðja þennan heim nokkru fyrr en ónýtur líkami þeirra gefst upp. Menn skýla sér þá á bak við trúarsetningar og segja þetta bannað í helgum bókum. Það er svo sem rétt, að sjálfsvíg eru bönnuð af menningu flestra þjóða, en fyrir því eru líka ástæður sem sumar hafa lítið með nútíðina á Vesturlöndum að gera. Auðvelt er að færa rök fyrir því, að bæði kristin trú og islömsk banni mönn- um að stytta sér aldur og öðrum að hjálpa fólki við slíka iðju. I þeim trúar- brögðum, sem ættuð eru af Indlands- skaga; hindúisma og búddisma, er hins vegar ekkert bannað, því einstaklingur- inn er ábyrgur fyrir lífi sínu sjálfur og refsing gegn illvirki er falin í verknaðin- um en ekki skikkuð af guði eða einhverri helgri bók. Flestir á Vesturlöndum aðhyllast kristna trú með einum eða öðrum hætti og því eru það kenningar hennar sem mynda siðferðilegan ramma utan um hugmyndir flestra um líf og dauða. Skoðanir margra á líknardrápum eru því fyrst og fremst trúarlegar og teknar í arf, frekar en siðferðilegar og mótaðar af eigin huga. Umræður um málið eru því stífar, kreddukenndar og blandaðar ótta. Þarna er líka rætt um síðasta bannorðið í vestrænni menningu, sjálfan dauðann, þetta sem allir óttast og efnahagslífið byggist á að menn gleymi. Það má hins vegar færa meira en lítil rök fyrir því, að eitthvað myndi slakna á spennunni í fólki og eitthvað draga úr tómleikanum og óhamingjunni ef hægt væri að sætta sig við dauðann. Það hefur lengi verið vitað, að óttinn við dauðann er helsta rót óhamingju og hamagangs í heiminum. Það kæmi sjálfsagt illa út fyr- ir efnahagslífið í landinu ef fólk færi að sætta sig við dauðann svona almennt, og færi að vera ánægt með tilveruna. Hluti af því að sætta sig við þetta gæti, fyrir marga, verið sú vissa, að ástvinir gætu hjálpað þeim frá kvalafullu dauðastríði án þess að eiga refsingu ríkisins yfir höfði sér, eða fordæmingu þeirra sem sýsla með siðferði í landinu. 138 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.