Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 12

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 12
Jón Ólafsson, Bolli Kristinsson í Sautján, Páll Magnússon fréttastjóri og Arni Samúelsson ræða málin á fundi með starfsfólki eftir sameininguna 4. maí. Stríðinu er lokið - en hver vinnur friðinn? „bjargvætti bankans“ og rætt um tilraun- ir skammsýnna hagsmunagæslumanna bankans til að gleypa eggið í miðri út- ungun. Endirinn á þessu drama má segja að hafi verið sá að eggið gleypti hænuna: Stöðin yfirtók Eignarhaldsfélagið og teygði anga sína inn í hinn nýstofnaða ís- landsbanka. Þcgar Haraldi Haraldssyni og Jóni Ól- afssyni í Skífunni hafði tekist að fá Jó- hann J. Ólafsson, formann Verslunar- ráðs, og Guðjón Oddsson í Kaupmanna- samtökunum í lið með sér um kaup á hlutafé í Stöð 2 voru það því engan veg- inn ókunnugir menn sem sátu sitt hvor- um megin við borðið, heldur voru það með vissum hætti „húsbændur og hjú“: Bankaráðið hafði verið kosið að tillögu þessara forvígismanna kaupmanna. Enda var tortryggninni ekki fyrir að fara í upphafi: allt rann í gegn á fáum dögum. Þann 9. janúar var undirritaður samn- ingur um kaup þess- ara þriggja á 150 milljón króna hlut, sem þeir síðan seldu öðrum að hluta og þann 17. janúar keyptu sömu aðilar 100 milljón króna hlut til viðbótar. Jafnframt gerðu aðil- ar með sér hluthafa- samning, sem gilda skyldi til 1. maí 1992 um að staðið yrði sameiginlega að til- nefningu í stjórn fé- lagsins á hluthafa- fundi og um gagn- kvæman fjórtán daga forkaupsrétt á hluta- bréfum. Þessi ákvæði töldu þeir Jón Óttar Ragnarsson og Hans Kristján Árnason hins vegar brigð við það samkomulag sem við þá hafði verið gert á gamlárs- dag. Þar hafi ekki verið gert ráð fyrir föstum meirihluta og væru forsendur fyr- ir 150 milljón króna hlutafjárloforði þeirra þar með brostnar. A hverju hafði strandað í samningum Hekluhópsins og bankaráðs Verslunar- bankans? í fyrsta lagi hafði bankaráðið haldið því fram að skuldir Stöðvarinnar væru um 1310 milljónir, en Hekluhópur að þær væru að minnsta kosti 200 millj- ónum króna hærri. í öðru lagi að hagn- aður yrði af rekstri Stöðvarinnar árið 1989. Hekluhópurinn taldi fyrirsjáanlegt tap og niðurstaðan varð tap upp á 160 milljónir. í þriðja lagi hafði hagdeild bankans gert rekstraráætlun fyrir 1990, sem gerði ráð fyrir 228 milljón króna hagnaði og Hekluhópur taldi alveg út í hött. Á gamlársdag bætti svo bankinn of- an á skuldir Stöðvarinnar 86,5 milljón króna greiðslu til Páls Jónssonar í Pólaris og ráðningarsamningum við fyrri eigend- ur, sem kostuðu nálægt 40 milljónum, og voru það kornin, sem fylltu mælinn og urðu til þess að Heklumenn gengu út með þjósti, sármóðgaðir. Eins og sagði í febrúarblaði HEIMSMYNDAR taldi Hekluhópurinn „það ábyrgðar- hlut af virðulegri bankastofnun að setja mál upp á þennan hátt.“ Hins vegar kokgleyptu hinir nýju eigend- ur þessa uppsetningu málsins, eða létu það að minnsta kosti ekki aftra sér að taka heljarstökkið út í óviss- una. Auðvitað má hugsa sér að þeir hafi ákveðið að láta kyrrt liggja að sinni, en minna bankann á ábyrgð sína síðar, ef og þegar þörf risi, svo sem þeir og gerðu í deilum við Eignarhaldsfélagið í febrúar og mars. Ekki fer á milli mála að ábyrgð fyrirtækis sem er að selja annað fyrirtæki er mikil að lögum, ef sannanlegt er að það hafi gefið væntanlegum kaup- endum ófullnægjandi, ónákvæmar eða villandi upplýsingar gegn betri vitund. Allt sem síðan hefur komið í ljós sýnir að í öllum atriðum, sem máli skiptu hafði Hekluhópurinn rétt fyrir sér í deilum við bankann, og þar sem skeikaði munaði því að þeir voru í varfærnari kantinum. Eftir á að hyggja er svo að sjá, sem það sem brotnaði á í samningum Heklu- hóps og Verslunarbanka, hafi verið það að þar réð kalt viðskiptamat ferðinni. Hekluhópurinn lagði mikið kapp á að sýna fram á að hagur Stöðvarinnar væri mun verri en bankinn vildi vera láta og að sú staðreynd yrði að endurspeglast í því verði sem fyrir hana væri goldið. Verslunarbankinn yrði hreinlega að af- skrifa þann hluta skulda Stöðvarinnar sem lánaður hefði verið umfram veð, af- skrifa yrði hlut Páls Jónssonar í Pólaris, hvernig svo sem bankinn gengi frá þeim málum við Pál, og öllum málum yrði komið á hreint við eigendaskipti, þannig að dæmið væri leyst í heild, allir vissu að hverju þeir gengju og ljóst væri hverjar ráðstafanir yrði að gera til að Stöðin stæði undir sér. VAR ALLT f LAUSU LOFTI? Hinir nýju meiri- hlutaeigendur stilltu málum hins vegar ekki eins skarpt upp, heldur virðast hafa hugsað sér að mál Stöðvarinnar og vandamál Verslunar- bankans, 225 milljón króna lánveitingar til hennar umfram veð, mætti leysa í sátt og samlyndi með stjórn Eignarhaldsfélagsins eftir því sem þau kæmu upp, þannig að endurskipulagn- ing fjármála þar hefði forgang, en að lokum hefði bankinn sitt upp úr krafsinu. HEKLUHÓPURINN Arni Lýöur Þorgeir Sigurður Gísli • Ingimundur Sigfússon, Hekla hf. • Árni Samúelsson, Bíóhöll, Bíóborg, o.s.frv. • Lýður Friðjónsson, Vífilfell, Kók o.fl. • Þorgeir Baldursson, Prentsmiðjan Oddi • Sigurður Gísli Pálmason, Hagkaup Þessir menn áttu í nær þriggja mánaða viðræðum við bankaráð Verslunar- bankans fram að áramótum. Upp úr slitnaði vegna þess að þeir vildu ekki kaupa Stöðina á því verði, sem þurfti til að bjarga bankanum í leiðinni. Öll eru þessi fyrirtæki fjársterk, en hefði það dugað til að bjarga 1500 milljón króna skuldum Stöðvarinnar? 12 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.