Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 15

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 15
einhverjum fyrirtækjum þegar tækifæri byðust. Nú rak eitt slíkt tækifæri á fjör- ur, þar sem var SÝN hf., sem í septem- ber 1989 hafði fengið úthlutað sjónvarps- leyfi og rásum til sjónvarpsútsendinga. Sjónvarpsstöðin Sýn var á sinn hátt óskilgetið afkvæmi Jóns Óttars og Stöðv- ar 2. Fyrirtækið var upphaflega myndað af nokkrum auglýsingastofum til gerðar auglýsingamynda fyrir sjónvarp. Pegar Jón Óttar ákvað að Stöðin skyldi sjálf fara út í gerð auglýsinga með stórfelldum undirboðum bæði að verði og gæðum, að mati Sýnarmanna, sátu þeir uppi með dýran tækjakost vannýttan og fóru að velta fyrir sér möguleikum til að hasla sér völl á öðrum vettvangi, þar á meðal að fara út í sjónvarpsútsendingar. Sýn og auglýsingastofurnar sem að henni stæðu ættu fyrir flest sem þyrfti til slíks rekst- urs, stúdíó, tökuvélar, klippivélar, sér- hæfðan mannskap og þyrftu ekki að bæta við nema tiltölulega einföldum og ódýrum útsendingarækjum til að fara í loftið. Flestir töldu að þeir væru með þessu fyrst og fremst að ógna Stöðinni til að Iáta af eigin auglýsingagerð og viðskipta- háttum í sambandi við hana enda mun Jóni Óttari hvað eftir annað hafa verið boðið upp á samninga, en Jón Óttar tók þá ógnun lengi vel ekki alvarlega. Flon- um láðist að taka með í reikninginn að einn forystumanna Sýnar var Gísli B. Björnsson, kenndur við samnefnda aug- lýsingastofu, um- svifamaður um stofn- un Reiðhallar og rekstur Gallerí Borg- ar og gamalgróinn flokksjaxl í Alþýðu- bandalaginu. Og nú höfðu pólitískar til- viljanir hagað því svo að Steingrímur Sig- fússon var orðinn samgönguráðherra með vald til að út- hluta hinum eftir- sóknarverðu rásum ljósvakans. í septem- ber fengu Sýnar- menn sína rás og nú voru það þeir sem reyndust tregir til samninga við Jón Óttar. Sýnarmenn létu mikið að sér kveða um haustið og kváðust stefna að ódýru afþreyingar- sjónvarpi, sem senda mundi út um helgar og byggja að mestu á erlendu efni en hafa takmarkaða inn- lenda dagskrárgerð. Skoðanakönnun, sem þeir létu gera. gaf til kynna að áhugi gæti orðið mikill á slíku helgarsjónvarpi og það höggvið skarð í áskrif- endahóp Stöðv- ar 2. I janúar var svo komið að Sýn var að komast í þrot með að greiða af tækjum sem það hafði aflað sér erlendis frá á kaupleigusamn- ingum. Hér var því kjörið tækifæri fyrir djarfa fjármálamenn að hasla sér völl í samkeppninni um skjái landsmanna. Ingimundur í Heklu kaus þó að standa utan við þennan leik og Sigurður Gísli Pálmason var þegar tengdur Stöð 2, sem stjórnarformaður Islenska útvarpsfélags- ins (Bylgjan/Stjarnan) og samstarfsmað- ur Jóns Ólafssonar, sem er stjórnarmað- ur í báðum þessum loftmiðlum. Hinir þrír, Árni Samúelsson, Lýður Friðjóns- son í Kók og Þorgeir Baldursson í Odda, tóku höndum saman við þá Jónas Kristj- ánsson ritstjóra og Svein R. Eyjólfsson í Frjálsri fjölmiðlun (DV) og gengu inn í fyrirtækið með aukningu hlutafjár upp í 180 milljónir króna. Engin ástæða er til að ætla að hefndarhugur einn hafi ráðið þessari ákvörðun þremenninganna. Þeir höfðu sannfærst um við skoðun fjárhags Stöðvarinnar í samningaviðræðum að BJARGVÆTTIRNIR" Meðan allt lék í lyndi Garðar Haraldur • Jóhann J. Ólafsson, formaður Verslunarráðs, Jóhann Ólafsson & Co • Haraldur Haraldsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, (Andri hf., Kort hf., Islenska íshafsútgerðarfélagið hf.) • Guðjón Oddsson, formaður Kaupmannasamtakanna, Liturinn • Jón Ólafsson, Skífunni • Bolli Kristinsson, Sautján • Víðir Finnbogason, Teppaland/Dúkaland • Oddur Pétursson, Kókó, Kjallarinn • Ólafur Njáll Sigurðsson, Alþjóða líftryggingarfélagið • Skúli Jóhannsson, Tékk-kristall • Garðar Siggeirsson, Herragarðurinn • íslenska útvarpsfélagið hf., stjórnarformaður Sigurður Gísli Pálmason; stærsti hluthafi Jón Olafsson Þessi hópur er stundum líka kallaður „Kringluhópurinn" og saman stendur annars vegar af hópi kaupmanna með sérverslanir í Kringlunni undir forystu Jóns Ólafssonar og hins vegar af forystumönnum félaga kaupsýslumanna, sem Haraldur Haraldsson hafði forystu fyrir. Formennirnir þrír gera tillögur um skipan manna í stjórn Eignarhaldsfélags Verslunarbankans. „Bjargvættirnir" keyptu 250 milljón króna hlut í Stöðinni í janúar. á Stöðinni og kampavínið flæddi: Fréttamennirnir Ólafur Friðriksson, Ómar Valdimarsson, Adda Steina Björnsdóttir, Þórir Guðmundsson. hún var risi sem stóð á brauðfótum og því gat samkeppni með stöð, sem var nægilega fjárhagslega sterk í upphafi, orðið auðveldur leikur gegn þrælskuld- settri Stöð 2. Þeir höfðu því allar ástæð- ur til að ætla að þeir bæru sigur af hólmi í þessari viðureign og þá mundi hinn stóri ávinningur, sem skynsamlega rekin einkasjónvarpsstöð á að geta gefið af sér, fallið þeim í skaut óskiptur. Hins vegar má gera því skóna, að þeir hefðu grátið þurrum tárum, þótt þeir aðilar, sem gripu hnossið fyrir framan nefið á þeim á gamlársdag, hefðu komið til með að iðrast þeirrar glámskyggni sinnar og forráðamenn Versl- unarbankans að sjá eftir framkomu sinni. Hitt getur líka verið að fyrir þeim hafi vakað strax í upphafi að skapa sér svo sterka stöðu að Stöð 2 væri neydd til að ganga til samninga við þá fyrr en síðar. Stjórn Sýnar lýsti því strax yfir að hún stefndi hærra en að helgarsjónvarpi ein- göngu, sem þangað til hafði verið yfirlýst markmið fyrirtækis- ins, og mundi búa sig undir að sjónvarpa dagskrá á hverjum degi. Sýnarmenn létu skammt stórra högga á milli. Þeir notfærðu sér það rækilega að nýju hluthafarnir í Stöð 2 gáfu sér lítinn tíma frá karpinu um fjármálin við stjórn Eignarhaldsfélagsins til að treysta innviði Stöðvarinnar með því að skapa þar HEIMSMYND 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.