Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 23

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 23
í skattskyldan söluhagnað. Á þessum tíma voru 108 milljónir króna innborgað- ar af hlutafé Sýnar og metnar á 165 millj- ónir. Samningurinn gerði ráð fyrir að hlutabréf Sýnarhópsins gæti orðið allt að 250 milljónir. Sýnarmenn áttu þá for- kaupsrétt að þeim 85 milljónum, sem eftir voru á pari, 1:1. Flestum fannst það vel af sér vikið að fá 50 prósent hækkun á innborgað hlutafé á tíu vikum. En DV-mönnum var ekki hlátur í hug. Peir skrifuðu stjórn Sýnar bréf þar sem þeir færðu rök að því að verðið væri of lágt og undir pari miðað við vaxta- og verðbótalausan sautján mánaða greiðslufrest og skattskyldan hagn- að, en óskuðu síðan að nýta sér forkaupsrétt sinn og kaupa þau bréf sem eftir voru. Viðræður fóru fram milli aðila föstudaginn 18. maí og mun þar hafa orðið að samkomulagi að Frjáls fjölmiðlun yki hlutabréfakaup sín um aðrar 10 milljónir, sem þá mundu seljast á 30 milljónir, ef þeir DV-menn kjósa að verða leystir út úr sameiginlega félaginu. Einnig að Frjáls fjölmiðlun yrði leyst undan mögulegum skuldbinding- um, sem til hefði verið stofnað með pöntunum á myndlyklum. Minnugir menn segja að þetta séu betri málalok en oft áður hjá DV og Frjálsu framtaki og rifja upp kaup þeirra á hlut í hlutafélögum. Þeir tóku þátt í ís- film á sínum tíma ásamt mörgum máttar- stólpum þjóðfélagsins og var því ætlað stórt hlutverk í fjölmiðlun og listum. Hag þess er nú svo komið að Almenna bókafélagið ákvað á síðasta aðalfundi sínum að afskrifa sinn hlut sem tapað fé. Næst keyptu þeir hlut í Hafskip skömmu áður en það fór á hausinn. Og nú er það á kafi í Arnarflugi og skuldbindingum þess. Verst er þegar þessi þátttaka blaðs- ins í atvinnulífinu hefur áhrif á frétta- flutning þess af starfsemi þessara fé- laga og samkeppnis- aðila þeirra, eins og sannanlega hefur gerst í þessum bar- daga sjónvarps- stöðvanna. TVÍSÝN I samkomulaginu frá 4. maí er gert ráð fyrir að sameina báðar þessar sjón- varpsstöðvar undir einn hatt, sem þó sendi út á tveimur rásum og báðir sjónvarpsstjórarnir starfi áfram, að minnsta kosti fyrst um sinn. Ennfremur kemur inn í fyrirtækið Is- lenska útvarpsfélagið sem rekur Stjörnuna/Bylgjuna. Meðal hluthafa í því félagi eru Eimskip, Sjóvá og Flugleiðir SÝNARHÓPURINN • Árni Samúelsson, Bíóhöllin • Lýður Friðjónsson, Vífilfell • Þorgeir Baldursson, Oddi • Jónas Kristjánsson, • Sveinn R. Eyjólfsson, Frjáls fjölmiðlun/DV • Halldór Guðmundsson, Hvíta húsið, auglýsingastofa SÝN var upphaflega stofnuð af nokkrum auglýsingastofum og fékk úthlutað sjónvarpsrás í september síðastliðnum. Þrír þeir fyrstnefndu úr Hekluhópnum gengu ásamt DV til liðs við Sýn í febrúar og ógnuðu með því Stöð 2. DV-mennirnir voru gengnir úr stjórn áður en til sameiningarsamn- inga var gengið og óvíst hvort þeir eigi áfram hlut að Sýn. Við sameiningu Sýnar og Stöðvarinnar fengu Sýnarmenn 108 milljón króna innborgað hluta- fé Sýnar metið á 165 milljónir og eiga forkaupsrétt á 85 milljón króna hlut og ættu þá til jafns við „Bjargvættina", eða 250 milljónir. Dreifingaraðilar Vöruborg hf. Smiðjuvegi lla Kópavogi sími 641866 Valgarður Stefánsson hf. Hjalteyrargötu 12 Akureyri sími 91-21866 Drífholt heildsaia Lyngási 6-8 Egilsstöðum sími 97-11010 Vinsœlu íslensku grillkolin komin aftur á markaðinn iiarte®0 GnB ivðrv'f SiÍSiýF ramleiðándi MYVATNSSVEIT SÍMI 96-44250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.