Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 29

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 29
The WorldPaper NÝSKIPTING KÖKUNNAR . . . Og gömul saga um nauð Minnkandi aðstoð og skuldir íþyngja þróunarlöndunum enn Eftir abul Maal A. Muhith ________í Jakarta, Indónesíu__ Ef kraftaverk gerast á 20. öld verða við- burðimir í Austur-Evrópu, skoðaðir í heild sinni, að teljast til shkra fyrirbæra. Enginn síðan á dögum Napóleóns Bóna- partes hefur hrundið af stað svo furðu- vekjandi atburðarás um allan heim með . . .helstu veitendur Örlátustu veitendur opinberrar þróun- araðstoðar (milljónir í Bandaríkjadöl- um) Land 1988 1985 Bandaríkin 9.777 9.403 Japan 9.134 3.797 Frakkland 4.777 3.150 Vestur- Þýskaland 4.700 2.942 Sovétríkin 4.485* 3.064 Ítalía 3.012 1.098 Bretland 2.615 1.530 Kanada 2.340 1.631 Holland 2.231 1.136 Saudi-Arabía 2.097 2.630 Svíþjóð 1.534 840 Kína 185 167 Indland 126 144 Kúwait 108 771 ild: OECD, París *1987 slíkum hraða eins og Mikhail Sergeiev- itsj Gorbatsjef. Lýðræði og fjölhyggja eru á sigurgöngu. Hin óvænta og átaka- mikla umbylting hefur gert einkafram- tak og markaðsöfl - þótt erfitt sé að Sem fjármála- og áætlanaráðherra í Bangla- desh til 1984 gat Abul Maal A. Muhith sér orð fyrir að öðlast traust vestrænna aðstoðar- veitenda. Hann starfar nú sem ráðgjafi hjá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna. njörva þau niður við raunveruleikann - hin viðurkenndu trúarbrögð í allri Aust- ur-Evrópu. Umbyltingin vekur hinum fátæku kvíða; áhyggjurnar breiðast út meðal leiðtoga Þriðja heimsins. Þótt aðstoð gegn aðgangi að auðlindum sýnist nokk- uð örugg, kvíða þau því að tapa beinum erlendum fjárfestingum og viðskiptalán- veitingum vegna hinnar nýju kröfugerð- ar frá Austur-Evrópu. Til skamms tíma litið er þessi kvíði þeirra á rökum reistur. Viðskiptabankar eru þegar famir að kippa að sér hend- inni í þróunarlöndunum. Samkvæmt heimildum OECD hafa alþjóðleg bankalán þegar hrapað úr 49 milljörðum dala 1980 í 4,76 milljarða 1988. Kröfurn- ar frá Austur-Evrópu munu hraða al- geru fráhvarfi. Fjárhagsáætlanir þróun- araðstoðar eru hættar að vaxa samtímis vaxandi horfum á því að framlög til Austur-Evrópu verði þá á kostnað hlut- deildar Þriðja heimsins. Sé til lengri tíma htið gæti vaxandi heimsverslun vegna möguleika Austur- Evrópu á hröðum hagvexti komið Þriðja heiminum til góða, og aðstoð Austur- Evrópuríkja við þróunarlöndin vaxið á ný. Að sumra mati munu Austur-Evrópu- ríkin, að Austur-Þýskalandi frátöldu, þarfnast um 75 milljarða dala á næstu fimm árum. Margir, og þar á meðal leiðtogar Þriðja heimsins, eru farnir að hafa áhyggjur af hvaðan þeir peningar verða teknir og hver áhrifin muni verða á fjármagnsþörf þróunarlandanna. Það er breytingaskeiðið sjálft sem verður höfuðvandamálið. Það getur var- að tvö til þrjú ár og aukið þrýstinginn á þróunarríkin á meðan. Mjög líklegt er að efnahagsuppsveiflan sem kom í lok Marshalláætlunartímabilsins í Vestur- Evrópu endurtaki sig í Austur-Evrópu fyrr en síðar. Eyða verður kvíða Þriðja heimsins. Þessi skref ættu að nægja til þess: • Aðstoðarveitendur ættu ekki að beina aðstoð gegn aðgangi að auðlindum til Austur-Evrópu. Þeir ættu að huga að fordæmi hollenska ráðherrans fyrir þró- unarsamhjálp, Jans Pronks, sem hefur opinberlega lýst yfir að öll opinber að- stoð Hollands við Austur-Evrópu verði viðbót við aðstoð til þróunarríkjanna, en muni ekki dragast frá henni. Hag- kerfi Austur-Evrópu eru þróaðri en svo að aðstoð fyrir aðgang að auðlindum ætti að koma til greina. • Austur-Evrópa ætti að halda áfram sínu litla framlagi til aðstoðar, sem nem- ur um 500 milljónum dollara, og opna dyr sínar fyrir viðskiptum við Þriðja heiminn. • Fyrirhugaður Evrópubanki uppbygg- ingar og þróunar (EBRD), sem ætlað er að hjálpa Austur-Evrópu að ná saman 12 milljarða dala fjármagni til fjárfest- inga, ætti frá byrjun að fastsetja afmark- að tímabil fyrir virka starfsemi. • Þýðingarmest af öllu er þó að nýjar ráðstafanir séu gerðar til að létta skuldabyrði Þriðja heimsins. Skulda- byrði upp á 410 milljarða dala ógnar vaxtarmöguleikum Þriðja heimsins, sér- staklega Afríku og Suður-Ameríku. Augljóst er að Brady- áætlunin er ófull- nægjandi. I sérhverri skuldakreppu fyrir Bretton Woods samkomulagið, allt aft- ur til fjárhagsvanda Brasilíu á níunda tug fyrri aldar, var komið upp viðeig- andi stofnunum til lausnar vandanum. Þetta á sér þegar stað óformlega með því að viðskiptabankar selja Ián sín sín með afslætti undir borðið á hliðarmark- aði. Nú er tími til kominn að formgera þetta kerfi með því að Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn (IMF) og Alþjóðabankinn komi sameiginlega á fót skuldaskila- stofnun, sem kaupi þriðja heims skuldir með afslætti og endurgreiði alþjóðlegum lánurum með afföllum. Nú er til staðar uppspretta peninga fyrir slíka stofnun - hinn svokallaði „friðararður“sem næst með sparnaði við afvopnun jafnt í Bandaríkjunum og Sov- étríkjunum sem í þróunarríkjunum sjálf- um.* The WorldPaper features fresh persþectives from around the world on matters ofglobal concern, appearing monthly in English, Spanish, Chinese orRussian editions in the follouiingþublications: ASIA China & the World Beijing Economic Information Beijing Mainichi Daily News Tokyo The Business Star Manila Executive Hong Kong Korea BusinessWorld Seoul Business Review Bangkok The Nation Lahore Daily Observer Colombo Business India Bombay LATIN AMERICA The News Mexico City Actualidad Económica San José Gerencia Guaiemala City Estrategia Bogotá E1 Diario de Caracas Caracas Daily Journal Caracas ElCronistaComercial BuenosAires La Epoca Santiago Debate Lima Hoy Quito MIDDLE EAST Cairo Today Egyþt The Star Amman USSR New Times Moscow NORTH ATLANTIC Heimsmynd Reykjavik AFRICA Business Lagos x Woiu_nTiMF-S y, TTRIBUNtMONDIAuT / TlEMI'OMuNDIAl - * President & Editor in Chief Crocker Snow, Jr. The WorldPaper t World Times Inc. 210 World Trade Center, Boston MA 02210, USA Tel: 617-439-5400 Telex: 6817273 Fax: 617-439-5415 Volume XII, Number 5 Co»right Wbrld Times HEIMSMYND 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.