Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 40

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 40
Mímakona úr lortíúiniii? 1400. Það þætti eflaust nærtækara að hverfa að upphafi okkar aldar í leit að nútímakonunni. Þá sleit Isadora Duncan af sér fjötra klassískrar danshefðar, henti táskóm og tjulli og sveif berfætt og frjáls um leiksvið heimsins. Coco Chanel skapaði frjálslegan, þægilegan fatnað og kom sólböðum í tísku, Em- meline Pankhurst og enskusúffragetturnar börðust fyrir kosn- ingarétti handa konum. En þá var búið að stíga mörg skref á löngum tíma í átt til nútímakonunnar, í stjórnmálum, vísind- um, listum og bókmenntum. Ein þessara nútímalegu kvenna úr fortíðinni var Christine de Pisan. Hún getur tæplega talist kvenréttindakona á nú- tímavísu en henni tókst að hasla sér völl sem rithöfundur sem menn tóku mark á. Hún er vissulegu barn síns tíma, samt virðist henni hafa verið jafnumhugað um ímynd kvenna í bókmenntum og kvennabókmenntafræðingum nútímans. Hver var Christine frá Pisan? Til þess að fá svar við þeirri spurningu þurfum við að taka undir okkur stórt stökk í tíma og rúmi - til Feneyja árið 1365. Þar fæddist Christine, dóttir Tomasso Mondini frá Pisan, sem var kunnur vísindamaður, læknir og stjörnuspekingur. Fréttir af færni hans bárust víða um álfuna og það varð til þess að fjölskyldan flutti til Parísar. SEXTÁN ÁRA í SAMBÚÐ . . . Kona stendur skyndilega ein uppi með þrjú börn - hvað er til ráða? Þessari spurningu hafa margar konur á öllum tímum þurft að standa frammi fyrir og finna svar. En það eru líklega ekki margar konur nú á dögum í okkar heimshluta sem verða ekkjur með þrjú börn 25 ára gamlar eftir tíu ára hjónaband og þurfa auk þess að sjá móður sinni og frænku farborða. Fæst- um einstæðum mæðrum dytti í hug að vinna fyrir sér með því að gerast rithöfundar - þó að við höfum að vísu ekki gleymt hvunndagshetjunni Auði Haralds, - en á dögum Christine frá Pisan var það enn fráleitari hugmynd, - hún var nefnilega fyrsta konan í Evrópu sem gerðist atvinnurithöfundur og það var í lok 14. aldar. NÚTÍMAKONUR ÚR FORTÍÐINNI Nútímakona úr fortíðinni er mótsagnakennt hugtak. Enn fjar- stæðukenndara virðist vera að leita að nútímalegri konu um DÓTTIR OG EIGINKONA Faðir Christine var í miklu áliti við frönsku hirðina. Hann var líflæknir og stjörnuspekingur konungs og var síðar gerður að sérstökum ráðgjafa hans. Tekjurnar voru góðar og fjölskyldan lifði í vellystingum. Við getum reynt að sjá Christine fyrir okkur, klædda í silki og flauel, með perluskreytt hár, dans- andi virðulega hirðdansa, var einhver að tala um nútíma- konu? Þegar dóttir svo háttsetts manns varð gjafvaxta skorti hana að sjálfsögðu ekki biðlana. Christine fékk ekki að velja sér eiginmann sjálf frekar en aðrar ungar stúlkur í þá daga. Faðir hennar sá um að velja þann álitlegasta úr biðlahópnum og árið 1380, þegar Christine var fimmtán ára, var hún gefin efnileg- um ungum aðalsmanni sem átti eftir að verða skrifari kon- ungs. Faðirinn virðist hafa valið vel, því allt bendir til þess að hjónabandið hafi verið farsælt. Tíu árum síðar, þegar eigin- maðurinn fellur frá, yrkir Christine einlæg saknaðarljóð. Coco Chanel í sólbaði. FÖÐURLAUS EKKJA En þegar allt virtist leika í lyndi var ógæfan skammt undan. Sama ár og Christine gekk í hjónaband dó konungurinn, verndari og velgjörðamaður fjölskyldunnar. Fjölskyldan, sem áður hafði verið auðug og áhyggjulaus, varð nú að fátæku lág- launafólki. Christine grípur gjarnan til líkingarinnar um ham- ingjuhjólið í skrifum sínum og vissulega kynntist hún fallvalt- leik gæfunnar af eigin raun. Hún missti föður sinn og eigin- mann með stuttu millibili og árið 1390 sat hún í neðsta sæti hamingjuhjólsins, orðin ekkja. Skuldug ekkja með fimm manns auk sjálfrar sín á framfæri, hvað var til bragðs að taka? Hvaða möguleika áttu ekkjur svo sem á fjórtándu öld? Ein- faldasta lausnin hefði verið annað hjóna- band, en Christine giftist aldrei aftur. Klaustrin voru ör- uggt athvarf fyrir einstæðingskonur, félagsmálastofnun þeirra tíma, en sú lausn hefur væntan- lega ekki hentað Christine því hún OnistineM 40 HEIMSMYND eftir ÁSDÍSI EGILSDÓTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.