Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 45

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 45
sem numið höfðu áhrif end- urreisnarinnar í Róm, Otto van Veen. Um aldamótin sextán hundruð lagði Rubens sjálfur land undir fót ásamt Deodatus del Monte nem- anda sínum og héldu þeir til Rómar. Þar fékk hann starf hjá Vincenzo I. Gonzaga greifa af Mantua sem fól honum að mála efirmyndir í Róm undir verndarvæng Montalto kardínála. Fyrir hans tilstuðlan fékk Rubens tækifæri til að mála sjálfur altarismyndir. Hann varð fyr- ir miklum áhrifum af list- málaranum Annibale Carraci í notkun ljóss og lausrar áferðar málningarinnar. _Árið 1603 fól greifinn Ru- bens að fara í opinberum er- indum til færa Filippusi III og hirð hans á Spáni rándýr- ar gjafir. Þessi ferð hans til Madrid varð til þess að hann fékk tækifæri til að skoða hin miklu málverkasöfn kon- ungsins. Svo vel tókst Ru- bens upp í þessari sendiför að honum voru falin fleiri slík störf. Hann lauk þremur mál- verkum fyrir greifann sem komið var upp í jesúítakirkj- Hélena Fourment á málverki eftir Rubens. unni í Trinita og öðru fyrir jesúítakirkjuna í Genóva. Þá pantaði Mantua einnig and- litsmyndir af fegurðardísum við hirðina fyrir Gonzaga listasafnið. Rubens fékk leyfi til að halda áfram listnámi sínu með hléum í Rómaborg þar sem hann deildi húsnæði með bróður sínum Filipusi. Sum- FÓLK arið 1607 fór hann með Gonzaga hirðinni til sumar- dvalar við ströndina í San Pier d’Arena og málaði þar myndir af aðalsfólki. Hann var orðinn þreyttur á því að vinna eingöngu fyrir greifann og hafði áhuga á að koma undir sig fótunum með öðr- um hætti. Hann þáði stuðn- ing frá bankastjóra í Genóva sem kom honum í sambönd við páfadæmið þar sem hon- um var úthlutað verkefnum við kirkjuskreytingar. Rubens sneri til Antwerp- en þegar móðir hans lést árið 1608 og réðst í þjónustu spænsku Habsborgar land- stjóranna í Flæmingjalandi. Hann reisti sér stórkostlegt hús í Antwerpen og skreytti það með listaverkum og fögr- um munum frá ítalska endur- reisnartímanum. Hann hafði geysilegan áhuga á arkitektúr og var aðalhönnuður hinnar fögru jesúítakirkju í Ant- werpen ásamt Pieter Huys- sens. Rubens sá jafnframt um loftskreytingar í kirkj- unni. Stefanía prinsessa af Mónakó er nýtrúlofuð og heitir sá lukkulegi Jean-Yves Le Fur. Fréttir herma að þau muni ganga í hjónaband í lok júní í Monte- Carlo. Parið hélt mikla veislu á veitingastaðnum Télégrap- he í París nýverið og buðu til sínum vinum og vandamönn- um. Faðir prinsessunnar, Rainier fursti, var þó hvergi sjá- anlegur en systirin Karólína og bróðirinn Albert samfögn- uðu henni. Síðastliðin ár hefur Stefanía vakið athygli fyrir villt líf- erni sitt og ótal ástarsambönd. Hún lenti í bílslysinu með móður sinni. Grace Kelly, þegar hún lést í september 1982 og er sagt að Stefanía hafi vart borið sitt barr síðan eða þar til Jean-Yves kom til sögunnar. í viðtali við franska tímaritið París Match eftir trúlofun sína, sagði Stefanía að hún væri þess viss að hún hefði loks fundið hamingjuna. Aðspurð um þessa miklu trúlofunar- veislu sem haldin var, svaraði prinsessan því til að þetta væri í fyrsta sinn sem einhver hefði beðið sín og því verið full ástæða til að halda upp á það. Hún vildi ekki segja blaðinu hvenær Jean-Yves hefði fallið á kné en að sjálf- sögðu hefði hann að góðum sið beðið föður hennar um hönd prinsessunnar. Faðirinn var samþykkur ráðahagnum og glaður fyrir hönd yngri dóttur sinnar. Hún sagðist hafa boðið pabba gamla til veislunnar en hann hefði viljað að krakkarnir væru ein með vinum sínum, síðar stæði til að foreldrar Jean-Yves borðuðu með furstanum og parinu nýtrúlofaða. Ánægðust var prinsessan þegar bróðir hennar Albert reis úr sæti í veislunni og skálaði fyrir hamingju hennar og kærastans. Albert segir hún að sé mun meira en bara bróðir því hann er einnig trúnaðarvinur hennar. Á döfinni er útkoma nýrrar hljómplötu frá Stefaníu en hún hefur samið meirihluta laganna sjálf að sögn. Platan hefur verið í undirbúningi í tvö og hálft ár og segir hún að- dáendur sína eiga von á alveg nýrri hlið á sér. Hún segir að rödd sín hafi breyst og ekki spilli fyrir að Jean-Yves sé kominn til sögunnar. Fyrir vikið sé hún agaðri og öruggari eins og komi fram í söng hennar og túlkun. Hamingjusamt fólk vinnur betur, segir prinsessan. Rubens kvæntist árið 1609 Isabellu Brandt og var þá orðinn helsti málari í land- inu. Kirkjumyndir hans í bar- okkstíl gerðu hann víðfrægan og eftirsóttan fyrir nema í myndlist. Á árunum 1621 til 1630 var Rubens fenginn til að gegna störfum diplómats fyrir spænsku landstjórana þar sem hann var í góðum tengslum við leiðandi stjórn- málamenn og menningarvita Evrópu. Hann hafði siðfág- aða íramkomu og gat notað sambönd sín sem listmálari til að skýla raunverulegum erindagjörðum sínum. Árið 1622 kallaði Marie de Médicis Rubens á sinn fund í París en hún var ekkja Hin- riks IV og móðir Loðvíks XI- II konungs Frakka. Rubens hafði málað fjölda málverka sem héngu í höll hennar, Luxembúrgarhöllinni, auk tuttugu og einnar myndar úr lífi hennar sem héngu í Louvre. Hún fól honum fleiri verkefni sem hann vann að í tvö ár eftir heimkomuna til Antwerpen. Þegar Rubens hafði lokið því verki og sneri aftur til Parísar var allt breytt. Richelieu kardínáli, helsti ráðgjafi hins unga kon- ungs, grunaði Rubens um að vera njósnara en Frakkar HEIMSMYND 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.