Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 52

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 52
BÆKUR Gamli naglinn Richard Nixon, eini Bandaríkjaforsetinn sem hefur verið settur frá embætti, er enn ekki af baki dottinn og sýnist hafa níu líf eins og kötturinn. Nýlega kom út í Banda- ríkjunum framhald endurminninga hans Á sviðinu, minningar um sigra, ósigra og end- urnýjun (IN THE ARENA, A Memoir of Victory, Defeat and Renewal). Áður höfðu komið út Six Crises (Sex kreppuskeið) 1962, og doðranturinn RN 1978. Stórblaðið Wash- ington Post fékk Bob Woodward til að skrifa stuttan ritdóm um bókina, rannsókn- arblaðamanninn sem ásamt Carl Bernstein átti drýgstan þátt í því að Watergate-málið var ekki þaggað niður heldur rakið til enda fyrir þingi og dómstólum. Að dómi Woodwards heldur Nixon sig við sama heygarðs- hornið, hefur ekkert lært og engu gleymt af gömlum vífilengjum og undanbrögðum. Alvarlegast sé hversu gersamlega ófær hann sé um að skilja undir- stöður þess samfélags, sem honum var falið að veita forystu, og sérstaklega þann hyrn- ingarstein stjórnar- skrárbundins lýðræðis, sem er réttarríkið og stjórn að lögum. Þetta sé undirrót þeirra vandræða, sem hann steypti sér í með Watergate og skuggi þessa misskiinings hvíli yfir bókinni. þar sem hann Iýsi hneykslinu fyrst og fremst sem sögu- sögnum fjölmiðla, komið á framfæri af pólitískum andstæöingum. Fall sitt hafi ein- göngu verið sök andstæðinganna, demó- krata, frjálslyndra og fjölmiðlanna. Woodward minnir á að afsögn Nixons var ekki knúin fram af þessum hópum. Honum var sökkt af eigin liðsmönnum, íhaldsmönn- um í Hæstarétti sem einróma fyrirskipuðu að hann afhenti dómstólum segulbandsupp- tökur af fundum í Hvíta húsinu. repúblikön- um í rannsóknarnefnd fulltrúadeildarþings- ins um embættisafglöp, sem einróma lögðu til að hann yrði saksóttur fyrir öldunga- deildinni, starfsliði Hvíta hússins og eigin lögfræðingahópi sem að lokum hvöttu til af- sagnar og leiðtogum repúblikana sem gerðu honum heimsókn síðustu viku hans í emb- ætti til að segja honum að leiknum væri lok- ið. Allt pólitíska-, laga- og réttarfarskerfið snerist gegn honum að síðustu. Náðun Geralds Ford var í rauninni harð- ari sakfelling en allt sem á undan var geng- ið. Ford gerði sér ljóst að náðun var óhjá- kvæmileg ef forða ætti Nixon frá ákærum um glæpsamlegt athæfi og jafnvel fangelsis- vist. Fall hans var afleiðing eigin gerða og þeirri ályktun eigin liðsmanna af fyrirliggj- andi málsgögnum að hann væri búinn að vera. I bókinni leggur Nixon sig í líma við að afsanna að hann hafi logið: „Ég fullyrti ekk- ert sem ég ekki var viss um að væri satt á þeim tíma sem orðin voru töluð.“ Woodward ber þetta saman við niðurstöðu Barrys Goldwater um Nixon í endurminn- ingabók sinni Goldwater, sem út kom 1988. „Aldrei á minni lífsfæddri ævi kynntist ég óheiðarlegri einstaklingi. Nixon forseti laug að konunni sinni, fjölskyldu, vinum, starfs- bræðrum á þjóðþinginu, ævilöngum sam- ferðamönnum í eigin pólitíska flokki, amer- ísku þjóðinni og öllum heiminum." Woodward telur bókina sýna að Nixon sé ekki aðeins lyga- laupur á heimsmæli- kvarða heldur og gæddur ríkari sjálfs- blekkingarhæfileikum en gengur og gerist, jafnvel meðal stjóm- málamanna. En þrátt fyrir takmarkanir bókarinnar um þau efni sem snerta Watergate komi glögglega fram hve skarpskyggn Nixon sé um framvindu al- þjóðamála og eigi auðvelt með að einangra og koma til skila skapgerðareinkennum mikilla persónuleika eins og Eisenhowers, De Gaulles, Sjú Enlæs og annarra risa sem hann kynntist á lífsleiðinni. Ráðleggingar hans og prédikanir um sjálfsuppbyggingu eftir ósigur og niðurlægingu hafi sannferð- ugan hljóm og geti orðið þeim til huggunar og eftirbreytni sem orðið hafa fyrir áföllum og hnjaski í lífinu. Bókin sé því á köflum fróðleg og skemmtileg aflestrar. En sú von- lausa barátta sem Nixon heyi þar frammi fyrir kviðdómi sögunnar, með hagræðingu á staðreyndum um Watergate og ótal ábend- ingum til lesandans að hann verði þrátt fyrir allt að teljast í hópi stórmenna sögu tuttug- ustu aldarinnar, spilli bókinni og rýri veru- lega heimildagildi hennar um það umróts- tímabil sem hún fjallar um. Hins vegar verði því ekki neitað að hún sé ágæt heimild um Nixon hinn þrautseiga, sem ævinlega rís upp aftur tvíefldur, þótt honum bregði um stund við sár eða bana. „Hinn nýi Nixon“. Teikning Oiiphants. Þann 18. júní 1942 fæddist í Liverpool Bítillinn James Paul McCartney, einn frægasti hljómlistarmaður aldarinnar. Eins og John Lennon, Geor- ge Harrison og Ringo Starr var Paul fæddur inn í lág- stéttarfjölskyldu og bjó við fremur bág kjör í æsku. Faðir hans, Jim, vann sem sölu- maður en móðir hans, Maria Patricia Mohin, hafði starfað sem ljósmóðir og varð síðar heimahjúkrunarkona. Bæði voru þau af írsku bergi brot- in. Paul og yngri bróðir hans Michael gengu í ágætan bamaskóla að ósk móður þeirra. Tónlistaráhugi Pauls kom snemma í Ijós og hann hafði sérstaka ánægju af söngvum úr gömlum kvik- myndum, sérstaklega Fred Astaire. Jim McCartney var sjálfur söngelskur og hafði verið í hljómsveit um skeið. Þegar Paul var fjórtán ára missti hann móður sína úr brjóstakrabbameini. Þaðan í frá þurfti faðirinn einn að sjá um uppeldi drengjanna en hann hafði innan við átta pund í vikulaun. Þegar Paul fékk gítar mið- aði honum hratt áfram enda æfði hann sig í tíma og ótíma, á salerninu, í baðinu og í strætisvagninum, eins og hann sagði síðar. Þann 15. júní 1956 fór Paul með kunn- ingja sínum Ivan í garðveislu þar sem hljómsveitin The Quarrymen lék fyrir dansi. Söngvarinn var sextán ára piltur að nafni John Lennon. Paul minnist þess að John kunni ekki textann utan að en skáldaði ófeiminn í eyð- urnar. Paul hitti John á eftir og kunni ágætlega við hann, „þótt það væri bjórþefur af honum.“ Nokkru síðar var hann farinn að spila með The Quarrymen. Paul spilaði nokkur lög fyrir John sem hann hafði sjálfur samið og upp frá því fór John að spila sín eigin lög fyrir Paul. Hvor- ugur vildi vera eftirbátur hins. Tveimur árum síðar kynnti Paul kunningja sinn George Harrison fyrir John Lennon. Þeir John, Paul og George stofnuðu hljómsveitina The Beatles árið 1960 ásamt Stu- art Sutcliffe sem dó árið 1962 og trommuleikara sem Ringo Starr tók síðar við af. Til að byija með léku Bítlarnir í 52 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.