Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 58

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 58
starfi annarra stofnana og gæta þess að endurtaka ekki verk eða verkþætti, sem þær hafa þegar innt af hendi, og að verk- efni okkar skarist ekki við verkefni ann- arra. Auðvitað er gífurleg fátækt þarna á okkar mælikvarða og sá árangur sem næst liggur ekki alltaf í augum uppi jafn- vel fyrir heimamenn, fremur en gerist sem metnaðarfullir stjórnmálaforingjar hafa fengið erlendar hjálparstofnanir til að svala metnaði sínum og stórmennsku- brjálæði með nákvæmum eftirlíkingum af glæsilegum mannvirkjum, sem þeir hafa kynnst í iðnríkjunum: Flugvelli með flugstöðvarbyggingum, sem engir vegir liggja að eða frá í ríkjum, sem hafa ekk- ert flugfélag sem risið geti undir því Árið 1988 var framlag Norðurlanda til þróunarmála sem hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu sem hér segir: Danmörk .................................................. 0,89% Finnland.................................................... 0,59% Noregur .................................................... 1,12% Svíþjóð....................................................... 0,87% Danir hyggjast hækka þetta í 1% 1992 og halda því síðan stöðugu. Finnar hyggjast hækka um 0,04% á ári og ná 1% um aldamót. Norðmenn ætla að ná 2% um aldamót. ísland setti sér að ná 0,7% 1992, en hefur ekkert gert til að nálgast það. Heimild: ÞSSÍ. hér hjá okkur sjálfum. En þeir sem hafa komið þarna á fimm til tíu ára fresti und- anfarna áratugi segjast merkja gífurlegar framfarir. Meðallífaldur hefur hækkað stórlega og er nú 65 ár. Ólæsi meðal ungs fólks hefur nálega verið útrýmt. Þjóðartekjur á hvern íbúa hafa stórlega hækkað og hagvöxtur verið jafn og vax- andi undanfarin fimm ár. Unnið hefur verið að uppgræðslu landsins og vatn- söflun, meðal annars með afsöltun sjáv- ar. Og nú er að takast að ryðja nýrri grein í fiskveiðum og fiskvinnslu braut, sem í framtíðinni getur orðið mikilsverð- ur atvinnuvegur. íbúarnir eru af mjög blönduðum upp- runa, afkomendur portúgalskra land- nema, þræla frá Afríku (frá þeim tíma sem eyjarnar voru notaðar sem lager fyr- ir þrælaverslunina og ekki var lögð af fyrr en 1876) og farandverkamanna frá ýmsum kimum portúgalska heimsveldisins. í stofnerfðafræðinni er talað um blendingskraft og það er ein- mitt einhver slíkur þróttur sem er höfuð- einkenni þessa fólks. Það er glaðvært, frískt, sterklegt og stælt, hreyfir sig mik- ið og hefur dálæti á íþróttum. Það er duglegt og vinnusamt og hefur átt vel- gengni að fagna í störfum utan heima- landsins. Þarna ægir saman öllum litaaf- brigðum frá svörtu að hvítu og svipmótið er ekki síður fjölbreytilegt og sitt úr hverri áttinni. Fólkið er þægilegt í við- móti og umgengni og á ákjósanlegri sam- starfsfélaga verður vart kosið. Þótt það hafi ekki fjárhagslegan ávinning í för með sér þá eru það viss forréttindi að fá að vinna að þróunarstarfi, kynnast fjar- lægum slóðum og fjarrænni menningu, vinna með fólki fullu af lífsgleði þrátt fyrir kröpp kjör, vita að starf manns á eftir að létta því lífsbaráttuna þótt síðar verði. Það er hægt að gera stór og alvarleg mistök í þróunarstarfi ekki síður en í pólitískum ákvörðunum heima fyrir. „Hvftir fflar“ eru þau verkefni kölluð, sem úir og grúir af um alla Afríku, þar nafni, glæsihótel, spítala með öllum nú- tímabúnaði, sem enginn kann að með- höndla, háskóla eða aðrar menntastofn- anir sem svipað er ástatt um og svo framvegis. Flestar þróunarstofnanir vita núna að ekki er nóg að moka inn pen- ingum. Það þarf að byggja á því sem fyr- ir er, aðhæfa og aðlaga að kringumstæð- um á hverjum stað, ekki að vinna fyrir fólk heldur með fólki, sem síðan getur tekið stjórnina í sínar hendur og unnið áfram og prjónað við. Þannig höfum við íslendingar unnið á Grænhöfðaeyjum og gert verulegt gagn. En auðvitað skiptir líka höfuðmáli að fjárveitingar til þessa starfs séu nokkurn veginn öruggar og hægt að gera áætlanir talsvert fram í tím- ann og standa við þær. Þróunarstarfið er ákaflega vandasamt og skiptir sköpum að hægt sé að halda þeirri reynslu og þekkingu, sem menn afla sér, innan stofnunarinnar, byggja á föstum og stöð- ugum grunni og auka síðan ofan á hann hægt og sígandi. Við eigum ekki að líta á þróunarað- stoð sem ölmusur sem við útdeilum af ríkidæmi okkar án þess að fá nokkuð í staðinn. Þróunarsamvinnan á að vera snar þáttur í utanríkispólitík okkar. Hún getur, ef vel er á haldið, skapað okkur velvild og virðingu á alþjóðavettvangi. En við getum líka haft af henni beinan fjárhagslegan ávinning. I þróunarlönd- unum er að finna neytendur framtíðar- innar og framleiðendur hráefna. Þar get- um við fundið kaupendur að fram- leiðsluvörum okkar, útgerðarvörum og skipum, tækni- og vísindaþekkingu, stjórnunar- og viðskiptaþekkingu. Við erum ekki grunaðir um græsku og stór- veldadrauma og þessar þjóðir eru óhræddar að eiga við okkur samskipti. Þróunarsamvinna getur því auðveldlega orðið beggja hagur. En þessar þjóðir fylgjast vel með og ef bilið milli mark- miða okkar og efnda á þeim, milli orða og gerða, er ekki fljótlega brúað, miss- um við ekki aðeins traust heldur verðum að algeru athlægi.D íslensk þróunaraðstoð: FYRIRHEIT ÁN EFNDA nm tveggja áratuga skeið hafa íslendingar verið að monta sig með veitingu þróunarað- stoðar til landa í Þriðja heim- inum. Árið 1961 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna einróma að stefna að því að velmegunarlöndin verðu einu prósenti þjóðar- framleiðslu til þróunarstarf- semi í fátækari ríkjum heims. íslendingar lyftu auðvitað þar upp hendi, glaðir og reif- ir. Við erum hins vegar seinþreyttir til vandræða og því liðu tíu ár þar til sett var löggjöf um Aðstoð íslands við þró- unarlöndin. Á grundvelli þeirrar löggjaf- ar var tekið upp samstarf við hin Norð- urlöndin og fram til 1980 var mestu af því fé, sem veitt var af Alþingi til þess- ara mála, varið til að greiða framlag Is- lands til norrænna samstarfsverkefna. Árið 1981 var Þróunarsamvinnustofnun íslands sett á laggirnar með lögum frá Alþingi og enn áréttað hið yfirlýsta markmið að verja einu prósenti af þjóð- artekjunum til þess arna, það er 0,7 frá hinu opinbera og 0,3 prósentum á vegum samtaka og einkaaðila. Þróunarsamv- innustofnun heyrir undir utanríkisráðu- neytið og starfar í tengslum við það, en hefur þó sjálfstæða stjórn sem kjörin er af Alþingi og því er stofnunin í reynd undir stjórn stjórnmálaflokkanna í land- inu. Allir stjórnmálaflokkarnir hafa lýst fylgi við ofangreint markmið. Því ættu að vera hæg heimatökin að sjá stofnun- inni fyrir því fjármagni sem þarf til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Staðreyndin er sú að þótt allt sé tínt til: framlög til stofnana Sameinuðu þjóð- anna, Alþjóðabankans, Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og fleiri alþjóðastofnana, sem við komumst ekki undan að greiða samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum höfum við ekki náð nema tíunda hluta af því markmiði, sem við undirgengumst á 58 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.