Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 69

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 69
eiginkona hans, Sigrún Huld Jónsdóttir, ásamt börnunum Guðmundi Hannessyni og Guðbjörgu Snorradóttur. Hulda Pálsdóttir á Höllustöðum. Árdís Pálsdóttir. frægur maður. Þegar vinstri stjórnin tók við árið 1956 var hann skipaður í nefnd til að kanna húsnæðismál og álit hennar varð aðalkosningamál í bæjarstjórnarkosningum 1958 er sjálfstæðis- menn unnu stórsigur í Reykjavík. Hannes taldi sig órétti beitt- an og eftir kosningar kom frá honum Gula bókin til að skýra málin og hrekja ósannindi Sjálfstæðisflokksins eins og Hannes kallaði. Andrés Kristjánsson skráði æviminningar Hannesar og komu þær úti ári eftir dauða Hannesar undir nafninu Vopnaskipti og vinakynni. Hannes Pálsson frá Undirfelli var þrígiftur. Fyrsta kona hans var Hólmfríður Steinunn Jónsdóttir og eignuðust þau fimm börn. Önnur kona hans var Kristín Dagmar Þorstcinsdóttir en þau voru barnlaus. Þriðja kona hans var Sigrún Huld Jónsdóttir og eignuðust þau einn son. Börn Hannesar eru þessi: SYSTKININ FRÁ UNDIRFELLI - HANNES HÓLMSTEINN a. Páll Hannesson (f. 1925) byggingaverk- fræðingur í Kópavogi. Hann vann framan af á Keflavíkurflugvelli, meðal annars hjá Regin hf. og íslenskum aðalverktökum. Hann var um hríð bæjarverkfræðingur í Kópavogi en hefur að öðru leyti starfað sjálfstætt. Þá hefur hann verið í forystu fyrir ýmis verktakafyr- irtæki svo sem Þórisós sem hann var framkvæmdastjóri fyrir og síðan stjórnarformaður. Hann var einn af stofnendum Dagblaðsins 1978 og sat þar í stjórn og var formaður Samtaka íslenskra verktaka um skeið. Kona hans er Hjördís Péturs- dóttir og eru börn þeirra Póranna Pálsdóttir (f. 1951) veður- fræðingur sem nú upp á síðkastið sést oft í veðurfréttum sjón- varpsins, gift Þorsteini Ólafssyni dýralækni, og Hólmfríður Guðrún Pálsdóttir (f. 1955) tölvufræðingur, gift Guðmundi Skúla Stefánssyni kennara. b. Ásta Hannesdóttir (f. 1926) kennari og formaður Félags framsóknarkvenna í Kópavogi. Hún er gift Gissuri Jörundi Kristinssyni trésmið, framkvæmdastjóra Verkamannabústaða í Kópavogi. Þau hjón eru ekki í sama flokki því að hann hefur verið flokksbundinn alþýðubandalagsmaður. Börn þeirra eru: Hannes Hólmsteinn Gissurarson (f. 1953) lektor í stjórnmála- fræðum við Háskóla íslands. Hann er þekktasti talsmaður frjálshyggjumanna hér á landi um þessar mundir og hefur þar farið aðrar brautir en ættmenn hans flestir en sver sig í ættina fyrir glaðbeitta bardagagleði og hvatvísi. Hann varð doktor frá Oxford og hefur verið framkvæmdastjóri Stofnunar Jóns Þorlákssonar frá 1983, gefið út fjölmörg rit og var ritstjóri Frelsisins 1980 til 1986. Salvör Gissurardóttir (f. 1954) við- skiptafræðingur, gift Magnúsi Gíslasyni raforkufræðingi. Kristinn Dagur Gissurarson (f. 1957) verslunarmaður og Guð- rún Stella Gissurardóttir (f. 1962) laganemi. c. Jón Hannesson (f. 1927) framkvæmdastjóri Steypustöðv- ar Blönduóss. Dóttir hans fyrir hjónaband er Jósefína Þorbjörnsdótt- ir (f.1952) sem er viður- kennd dóttir hans þó að hún beri ekki nafn hans. Kona Jóns er Ása S. Magnúsdóttir og eru börn þeirra Steinar Jónsson (f. 1956) verkamaður á Blönduósi, Rúnar Jóns- son (f. 1957) stýrimað- ur í Reykjavík, Hannes Jónsson (f. 1961) múra- ranemi á Blönduósi og Jónína Guðbjörg Jóns- dóttir (f. 1963) verkakona á Höfn í Hornafirði. d. Guðrún Hannesdóttir (1931-1945) e. Bjarni Guðlaugur Hannesson (f. 1942) skrifstofumaður í Húnaþingi. Hann sver sig í ættina fyrir sérvisku nokkra og að láta ljós sitt ekki undir mæliker. Hann hefur skrifað mikið í blöð og meðal annars gefið út ritin Hagþróun og byggðaþróun á íslandi og Verðmœtasköpun og byggðaþróun. Hann hefur aðsetur á Laugabakka í Húnavatnssýslu og rekur þar upp á eigin spýtur Rannsóknarstofnunina Gefjuni. f. Guðmundur Hannesson (f. 1960) húsgagnasmiður í Vest- mannaeyjum. 2. Elínbergur Pálsson (f. 1903, lést um þrítugt) ókvæntur. ÞJÓÐSAGNAPERSÓNAN BJÖRN Á LÖNGUMÝRI 3. Björn Pálsson (f. 1905) bóndi og alþingismaður á Ytri- Löngumýri. Hann er búfræðingur frá Hólum og var síðan í Samvinnuskólanum um hríð en gerðist síðan bóndi á Ytri- Löngumýri, skammt frá Guðlaugsstöðum. Hann var pólitísk- ur eins og þeir frændur flestir en þótti leika mjög lausum HEIMSMYND 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.