Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 70

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 70
Ásta Hannesdóttir, formaður Félags framsóknarkvenna í, Kópavogi og eiginmaður hennar, Gissur Jörundur Kristinsson trésmiður, sem hefur verið flokksbundinn Alþýðubandalagsmaður. Pau eru foreldrar helsta forkólfs frjálshyggjunnar í íslenskri stjórnmálaumræðu, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Hannes Pálsson. Jónsdóttir, Páll Hannesson byggingarverkfræðingur, einn af stofnendum Dagblaðsins 1978. fyrsta eiginkona Hannesar Pálssonar. skjöldum. Björn var ekki eins sterkur í framsóknartrúnni og Hannes bróðir hans á Undirfelli og þó að hann kæmist síðar á þing fyrir Framsóknarflokkinn í frægum kosningum fór hann alla tíð sína eigin leið og þótti ótryggur flokksmaður. Hannes sagði Björn bróður sinn vera meinstríðinn og hrekkjóttan og kænan með afbrigðum. Hann var gerður kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1955 og reyndist þá slunginn fjármálamaður og hamhleypa til verka. Lét hann sig ekki muna um að sinna kaupfélaginu á daginn á sumrin og slá á næturnar heima á Löngumýri. Pannig rak Björn bæði bú og kaupfélag á þriðja ár og keypti meira að segja tvö fiskiskip sem hann átti sjálfur í félagi við kaupfélagið og gerði út. Vinnulag hans svipaði óneitanlega til Hannesar, afa hans, á Eiðsstöðum. Fékk hann um tíma viðurnefnið Skagastrandarjarl. Framsóknarmenn klæjaði mjög í fingurna að fella þingskör- unginn og sjálfstæðismanninn Jón Pálmason á Akri úr þing- sæti og hafði Hannesi á Undirfelli margsinnis mistekist það. En nú kom Björn á Löngumýri til sögu og fór fram árið 1959. Háði hann kosningabaráttuna með sínu lagi, hrekkjum, orð- heppni og gamanefnum svo að vakti athygli um allt land. I stað þess að skammast út í Jón Pálmason á kosningafundum hyllti Björn hann sem stórmenni sem aðeins væri búinn að renna sitt skeið á enda og orðinn gamall. Sagðist Björn hafa virðulega stöðu handa honum, þegar hann væri kominn á þing og til æðstu metorða, en það væri að vera hirðskáld sitt. Þetta kom flatt upp á Jón á Akri og vissi hann ekki gjörla hvernig ætti að bregðast við slíkri ósvífni. Beitti hann töluverðum hnífilyrðum gegn Birni en Björn sló því öllu í gaman og hældi Jóni því meira. Björn hafði þann háttinn á að leita fremur fylgis hjá þeim sem minna máttu sín og dró ekki af sér við að hæðast að höfðingjum héraðsins og ekki síður að þeim sem voru flokksmenn hans í Framsóknarflokknum. Fór svo að Björn felldi Jón með 28 atkvæðum og heyrðist þá héraðsbrest- ur hár. Björn Pálsson var síðan þingmaður til 1974 og fór jafn- an eigin leiðir og þótti með skemmtilegustu og sérstæðustu þingmönnum á sínum ferli. Hann var til dæmis mjög andvígur sífelldum barlómi bænda og sagðist sjálfur hafa orðið stórauð- ugur af búskap. Eitt var það mál sem vakti þjóðarathygli en það voru mála- ferli Björns sem stóðu yfir á árunum 1967 til 1973 um eignar- hald á skjóttri hryssu sem kölluð var Löngumýrar-Skjóna. Hryssan hafði gengið árum saman í högum Björns en var dregin öðrum bónda í stóðrétt 1967. Fór Björn í mál með þeirri seiglu sem honum er gefin. Flestir snjöllustu marka- skoðunarmenn í Húnaþingi margþukluðu eyru Skjónu en úr- skurður þeirra stangaðist mjög á eftir því hvar þeir stóðu f pólitík og spunnust um þetta hatrammar blaðadeilur. í undir- rétti á Blönduósi var dæmt í óhag Birni en í hæstaréttardómi árið 1973 var hryssan dæmd eign Björns á Löngumýri „sakir hefðar“. Björn Pálsson á Löngumýri var orðinn fertugur þegar hann festi ráð sitt og kvæntist Ólöfu Guðmundsdóttur. Eignuðust þau tíu börn. Þau eru: a. Áslaug Björnsdóttir (f. 1945) hjúkrunardeildarstjóri í Reykjavík, gift Páli Þorkelssyni vélfræðingi. b. Guðrún Björnsdóttir (f.1947) kennari í Reykjavík, gift Einari Guðmundssyni prentara. c. Páll Björnsson (f.1948) sýslumaður á Höfn í Hornafirði, kvæntur Ólafíu Hansdóttur. d. Guðmundur Björnsson (f. 1950) lögfræðingur, sýslufull- trúi á Patreksfirði. e. Halldór Björnsson (f. 1953) í Reykjavík. f. Hafliði Sigurður Björnsson (f.1954) vélstjóri. g. Björn Björnsson (f.1955) húsasmiður, bóndi á Löngum- ýri. h. Þorfinnur Jóhannes Björnsson (f. 1956) deildarstjóri hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins, kvæntur Aðalheiði Bragadótt- ur. i. Brynhildur Björnsdóttir (f. 1959) nemi. j. Böðvar Björnsson (f.1961) sjómaður. ARFTAKARNIR Á GUÐLAUGSSTÖÐUM 4. Guðmundur Pálsson (f.1907) bóndi og smiður á ættar- óðalinu á Guðlaugsstöðum. Hann giftist seint eins og Björn, bróðir hans, og var sagður hafa tekið það í sig að vilja alls ekki koma með konu heim í Guðlaugsstaði meðan móðir hans, Guðrún Björnsdóttir, var þar í fullu fjöri. Hann sagði að hún mundi ráða öllu sem fyrr, eða þá draga sig í hlé, og hvort tveggja mundi valda leiðindum. Þegar gömlu konunni varð þetta ljóst, tók hún sig til og flutti út á Blönduós og þar eyddi hún efri árum sínum en Páll, bóndi hennar, sat áfram á Guð- laugsstöðum. Kona Guðmundar er Ásgerður Stefánsdóttir. Börn þeirra eru: a. Guðný Guðmundsdóttir (f.1948). b. Guðrún Guðmundsdóttir (f.1952) húsfreyja á Guðlaugs- stöðum, gift Sigurði Ingva Björnssyni bónda þar. HÖLLUSTAÐAFÓLKIÐ 5. Hulda Pálsdóttir (f. 1908) húsfreyja á Höllustöðum. Mað- ur hennar er Pétur Pétursson, móðurbróðir Jónasar Kristj- ánssonar ritstjóra DV. Pétur var búfræðingur frá Hólum og stundaði síðan framhaldsnám í Noregi. Þau hjón keyptu Höll- 70 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.