Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 74

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 74
9Í bÉimi í Einu sinni dugði ekki slappara orð en ótryggð yfir það sem nú er kall- að framhjáhald. Sumir álykta af því að nútímamenn séu lauslátari en okkar gömlu forfeður og for- mæður. Rétt er að fordæminguna sem felst í orðinu ótryggð vantar í máttlausu orðalufsuna framhjá- hald. Það sýnir ef til vill meira umburðarlyndi nú en að öðru leyti er rangt að ímynda sér að mannlegt eðli hafi breyst frá fyrri tíð. Það er óhræran- leg staðreynd, konstant faktor, eins og stóð í dönsku reikningsbókinni. Á öllum öldum Islandssögu tóku konur karla undir eiginmenn sína og eiginmenn höfðu í seli allt frá landnámsöld. Fram á daga núlifandi fólks varð að láta það við- gangast, án þess að prestar og húsfreyjur fengju neitt við ráðið, að bændur börn- uðu vinnukonur sínar, jafnvel hverja á fætur annarri. I öllu þessu fjölmiðlafjasi um hjúskap, framhjáhald og kynlíf kemur sú skoðun 74 HEIMSMYND eftir MAGNUS ÞORÐARSON oft fram, meira að segja hjá sprenglærðum sérfræðingum, að kynlíf hafi verið eitthvað öðruvísi, daufara, tilbreyt- ingarlausara og leiðinlegra í gamla daga en á okkar kyn- lífsmenntuðu frjálslyndis- dögum. Þetta er mesti mis- skilningur. Meðan manns- skrokkurinn hefur verið svona í laginu á körlum og konum og hin svo- nefnda fjölgunarþörf, æslunarfýsn, kynhvöt eða hreinlega gredda, hvernig sem menn kjósa nú að nefna þetta fyrirbæri, svona stór partur af sálarlíf- inu, hefur aldrei skort neitt á fjöl- breytni og alls konar tilbrigði í hinu margumrædda kyn- lífi. Vanti menn sönnun þarf ekki annað en að benda peim á fjölskrúðugar klámmyndir sem finnast á öllum gömlum menningar- svæðum. Hjá hinum fornu Babýloníu- mönnum, Assýringum, Egyptum, Grikkjum, Rómverjum, Inkum og Ast- ekum og ekki má gleyma hellaveggja- kroti steinaldarmanna. Miðað við margt í hinni fornu myndlist voru myndirnar á erótísku listsýningunni í Gallerí Borg um mánaðamótin mars-apríl skelfing mátt- lausar. Hér á Islandi var þetta vitaskuld ekkert öðruvísi nema hvað menn ortu meira en þeir krotuðu. íslenskar klám- vísur skipta þúsundum, ef ekki tugum þúsunda, ég man ég ekki eftir neinu af- brigði kynlífs sem ekki er lýst nákvæm- lega í einhverri þeirra. Af skiljanlegum ástæðum þori ég ekki að tilfæra dæmi hér á prenti. Lesendur verða bara að trúa mér þegar ég segist standa við þetta og veit ég að aldnir fræðaþulir eru mér sammála. Mig langar til að drepa á þrjú umhugs- unarefni í sambandi við framhjáhald sem stundum verða út undan í öllum umræð- unum. Andlegt framhjáhald Þegar talað er um framhjáhald er oft- ast átt við líkamlegt samneyti. Hitt gleymist að oft er andlega hliðin enn sár- ari og lítt bærilegri en hin líkamlega. Þeim eða þeirri, sem haldið er framhjá, svíður oft enn meira að makinn skuli eiga andlegt samneyti við þriðja aðila. Stundum veit makinn að hinn aðilinn hefur ekki enn sængað hjá þriðja aðila, en hann hefur orðið þess áskynja að hann sækist eftir félagsskap hans. Þau eru farin að tala saman tvö ein. Þetta verður stundum afar þungbært. Það er ekki aðeins fullvissan um að slík vinátta með löngum og nánum einkasamtölum leiðir oftast á endanum til samrekkingar, heldur ekki síður sú aðkenning af minni- máttarkennd og afbrýðisemi sem stafar af hugleiðingum um það af hverju mak- inn þurfi að eiga sér trúnaðarvin af gagn- stæðu kyni „úti í bæ“. Um hvað skyldu þau vera að tala? Er hún sjálf svona heimsk og leiðinleg? Af hverju nægir honum ekki andlegt samneyti við maka sinn á heimili? Jafnvel eru þess dæmi að kona fyrirgefi manni sínum eitt og eitt fylliríshopp utan heimilis viti hún að ekkert meira búi á bak við en geti ekki umborið andlegt samneyti hans við aðra konu. Henni finnst það enn hættulegra, hjónabandinu er ógnað. Betri mörg en stutt árshátíðarframhjáhöld en eitt langt, andlegt vinnustaðarframhjáhald. Fjarlægðarframhjáhald Þarna er komið nýyrði, að ég held. Með því á ég við þann hugsunarhátt sumra karlmanna (og kannski kvenna líka; þótt ég noti stundum „hann“ eða „hún“ mætti að sjálfsögðu oftast snúa þessu við) að það tilreiknist þeim ekki sem framhjáhald þótt þeir „fái sér eitt og eitt skrens“ þegar þeir dvelja fjarri eig- inkonu. Þeim finnst sjálfsagt og allt í lagi að kaupa sér gleðikonu á ferðalögum eða jafnvel stofna til skyndikynna við ráðstefnukonur eða ferðakonur á hótel- börum. Þeir telja það ekki framhjáhald, engu líkara en þeir álíti það líkamlega þörf sem eðlilegt er að fái útrás og svöl- un, en það komi þeirra ágæta hjóna- bandi ekkert við. Hlustað hef ég á deilur nýgifts manns og ástfangins við ferðafé- laga sinn sem hneykslaðist á framferði hans. Hinn nýkvænti harðneitaði því að þetta flokkaðist undir framhjáhald. Hann elskaði konu sína jafnheitt þrátt fyrir þetta. Eg veit hins vegar að komist heimasitj- andi maki að slíku athæfi telur hann það hreinræktað framhjáhald. Áður hefði heimamakinn sagt það vera gement og simpilt, nú skítakarakterlegt og lásí. Framhjáhaldsnálgun Atarna er skrítið orð, líklega annað nýyrði. Það sýnir hve lítið hefur verið skrifað um þessi umhugsunarefni, þótt margt hljóti að hafa verið skrafað um þau, að ég skuli neyðast til þess að búa til ný orð. Hvenær er daður ogflört (áð- ur kókettering) og jafnvel rúmlega það (necking og petting plús?) orðið að framhjáhaldi? Um þetta eru menn ekki á eitt sáttir. Ég hef heyrt menn neita fram- hjáhaldi af því að um fullkomnar samfar- ir var ekki að ræða. En hvar í ósköpun- um á að draga línuna? Hinn vanrækti maki dregur hana væntanlega mjög snemma en hvar skyldi hinn draga hana? Ég kann ekki við að ræða það nánar og lái mér hver sem vill. Jæja, þarna hef ég varpað þremur um- hugsunarefnum fram í hina svokölluðu „þjóðmálaumræðu“ nú á dögum, handa þeim sem alltaf þurfa að eiga sér ný vandamál að umhugsunarefni. Skyldu kannski fleiri hugsa um þessi efni en stjórnmál og fiskveiðikvóta?D eftir MAGNÚS ÞÓRÐARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.