Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 78

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 78
Helsta goðsögn kvikmyndanna fyrr og síðar er öll eða loks- ins alein, hlutskipti sem hún hafði kosið sér í lifanda lífi fyrir hálfri öld. Greta Garbo lést fyrir nokkrum vikum í New York 84 ára gömul. Hún dró sig í hlé á hátindi frægðar sinnar, aðeins 36 ára og til dauðadags var hún um- heiminum hulin ráðgáta, hin dularfulla og guðdómlega Garbo. Sú staðreynd að þessi dularfulla kona hélt einkalífi sínu leyndu allt frá því að hún dró sig í hlé gerir það að verkum að goðsögnin verður ódauðleg. Hún tók leyndarmálin með sér í gröfina og því verður ekki breytt. Vinur hennar í París, Cecile de Rothschild sagði við þetta tækifæri, „samtöl mín við hana voru allt- af og verða alltaf leyndarmál." Tímaritið Newsweek sagði eftir dauða hennar að við ættum að vera henni þakklát fyrir að skilja eftir þessa dulúð í stað hinna sí- gildu játninga dalandi kvikmyndastjarna. Hún var leyndardómsfyllsta og rómant- ískasta ímynd kvikmyndanna, gyðja svart-hvítu myndanna og engin önnur stjarna hefur komist með tærnar þar sem hún hafði hælana í að vekja aðdáun fólks um allan heim. Nafn Garbo og hvíta tjaldið eru órjúfanlega tengd. Þótt blaða- menn hafi elt Garbo á röndum féll hún aldrei í þá freistingu að koma fram í blöðum eða sjónvarpi og segja hug sinn. Því varð hún heiminum sú ráðgáta sem nú stendur eftir. Hún vildi fá að vera í friði allt fram á páskadag 1990 þegar hún var flutt á sjúkrahús í New York þar sem hún dó úr nýrnasjúkdómi. Með því að gefa ekkert af sjálfri sér til hungraðrar pressu gaf hún aðdáendum sínum það sem þeir þráðu meira - goðsögn. Goðsögnin Garbo og hið heimsþekkta andlit hennar er allt önnur kona en stúlkan Greta Lovisa Gustafsson sem fæddist í Stokkhólmi þann 18. september 1905. Faðir hennar var heilsulaus verka- maður og fjölskyldan fátæk enda fram- tíðarsýnin fjarri þeim raunveruleika sem síðar varð. Sú Garbo sem var skrefi á undan öllum blaðaljósmyndurum í hálfa öld, dularfull kona með svört sólgler- augu og með barðastóran hatt, er fjarska ólík feitlögnu stúlkunni sem fór að vinna á rakarastofu í Stokkhólmi skömmu eftir fermingu. Um skeið vann hún sem af- greiðslustúlka í verslun auk þess sem hún sat fyrir á ljósmyndum. Fyrsta hlut- verkið sem hún fékk var í myndinni Luffar-Petter 1922 en þar kom hún fram í baðfötum og var uppnefnd beljan. Hún lét það ekkert á sig fá og hóf nám við Konunglega leiklistarskólann í Stokk- hólmi. Þar kynntist hún fremsta leik- stjóra Svía, Mauritz Stiller, sem var gyð- ingur af rússnesku og finnsku bergi brot- inn. Stiller sá hvað bjó í þessari feitlögnu og feimnu sautján ára stúlku og fékk hana til að fara í stífan megrunarkúr. Þegar hún hafði misst tíu kíló, kenndi hann henni rétta framkomu og klæða- burð, gaf henni nafnið Garbo og fól henni hlutverk greifynjunnar Elísabetar í kvikmyndinni Gösta Berlings Saga 1924. Undir handleiðslu þessa hæfi- leikaríka leikstjóra öðlaðist hún þekkingu og reynslu í kvik- myndaleik. í júlí árið 1925 fóru Stiller og Garbo saman til Bandaríkj- anna. Kvikmyndaframleiða- ndinn Louis B. Mayer hafði mikinn áhuga á að fá Stiller til liðs við sig og féllst á að Garbo fylgdi með í samningunum. Mauritz Stiller var sjálfur sann- færður um að Garbo ætti stór- kostlega framtíð á hvíta tjald- inu. Svo feimin var Garbo fyrst eftir komuna til háborgar kvikmyndanna að hún hélt sig að mestu inni á hótelherbergi. Hún var aðeins 21 árs gömul. Mayer sagði Stiller að Banda- ríkjamenn væru lítt hrifnir af feitlögnum stúlkum, þegar hann kynnti Garbo fyrir þessum for- kólfi Metro Goldwyn Mayer. En Mayer misreiknaði sig. í fyrsta hlutverkinu sínu í Holly- wood, sem spönsk prímadonna í myndinni The Torrent, heillaði Garbo áhorfendur. Þremur ár- um síðar lést Mauritz Stiller í Svíþjóð. Hann hafði ekki náð þeim árangri sem vænst var í Hollywood og dó með mynd af Garbo í hendinni. Hún var orð- in skærasta stjarna kvikmynd- anna og dáð fyrir leik sinn á móti John Gilbert í eldheitum ástarsenum í myndunum Flesh and the Devil og Love. Fram til ársins 1941 lék Greta Garbo í tuttugu og fimm kvik- myndum og var oftast í hlut- verkum varasamra kvenna. í blaðaviðtali árið 1928 sagði hún að hvert sem hún hefði farið hefði fólk tekið eftir því að hún var of feit, „allt of feit“, en hún var líka hávaxinn, 176 sentimetrar á hæð, og þegar hún fór í fyrsta sinn inn á skrifstofu Mauritz Stiller var hún í flatbotna skóm og með- vituð um skakkar tennur sínar. Þegar hún kom til Bandaríkjanna var hún bæði tíu kflóum léttari og lét lagfæra tennur sínar. Þokkagyðja kvikmyndanna var ekki fullkomin frá náttúrunnar hendi en þessar breytingar skiptu sköpum fyrir andlit allra tíma. Kvikmyndaverið gerði í því að ýta undir sögusagnir um fátækt hennar í bernsku en sjálf var hún þögul sem gröfin og jók um leið forvitni almennings. Ólíkt öðrum kvik- myndastjörnum var hún ekki íburðarmiklum Greta sem ung stúlka með skakkar tennur. Hún hatði áhuga á leiklist, satnaði ieikaramvndum og reyndi að komast í leikhús. Greta sextan ára eða árí áður en hún hittl örlagavald sinn Mauritz Stiller. Jm Stórst'iarnan Garbo komin ^tir órítugt í heimsókn í Siokkhólmi þar sem móðit hennat tagnar henni innilega árið 1937. 78 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.