Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 92

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 92
FERÐALÖG Eitt vinsælasta áhugamál okkar íslendinga eru ferða- lög. Hér áður fyrr ferðuðust menn vart nema af nauðsyn. Halldór Laxnes lætur ömmuna í Brekkukotsannál til dæmis lýsa glötun manns nokkurs með því að segja að hann hafi lagst í ferðalög. Nú er öldin önnur og íslendingar flykkjast út og suður. Hvert landið af öðru er heimsótt, hver heims- álfan af annarri uns aðeins Antarktíka er eftir. Mikið er einnig ferðast innanlands, sýslum, hreppum og kotum safn- að uns ferðalangar telja sig hafa nær „fullkannað" ísland. En hve mikið sem við teljum okkur hafa kannað eigið land koma seint öll kurl til grafar. Hver hefur til dæmis staðið á tindi Hvannadalshnjúks, kann- að bæjarrústirnar á Þönglabakka í Fjörðum, komið út í Hrappsey á Breiðafirði og sigið niður í holuna í austasta Þríhnúkinn í Bláfjöllum? Mjög er ólíklegt að nokkur hafi komið á alla þessa staði og eru þó aðeins fáir nefnd- ir og valdir af handahófi. Hraunhellar á íslandi eru eitt af þeim náttúrufyrirbærum sem margir eiga eftir. Raunar má segja því betur miðað við slæma umgengni þeirra sem þangað hafa komið. Nú eru þekktir um 150 hraunhellar á landinu en holrúm undir 20 metrum að lengd flokkast sem skútar. Þeir eru ekki margir íslendingarnir sem komið hafa í fleiri en tíu hraunhella. Þeir hellar sem flestir hafa heimsótt eru Raufarhólshellir, Surtshellir, Stefánshellir, Gjábakkahellir og Gullborgarhell- arnir. Þá eru taldir fimm hraunheliar af um hundrað og fimmtíu og þeir fegurstu og merkilegustu ótaldir. Flóki er einn Dauðadalahellanna í Dauðadölum á Reykjanesi. Hann er um 900 metra langur og sjötti lengsti hraunhellir á íslandi. Hér er um mikið náttúruundur að ræða, aðeins örskammt frá höfuðborgarsvæðinu. Um hálf- tíma ferðalag er „úr bænum“ að hellinum. Fer um helming- ur þess tíma í akstur en hinn helmingurinn í labb. Þannig leynast miklar gersemar náttúrunnar rétt við túnfótinn hjá okkur - en flestir leita þó langt yfir skammt og leggja ekki í ferðalag innanlands nema ákvörðunarstaðurinn sé Þingvell- ir, Snæfellsnes, Ásbyrgi eða Mývatnssveit. Um svipað leyti og fyrstu norrænu mennirnir voru að setj- ast að hér á landi til frambúðar hófst eldgos nálægt Grinda- FLOKI eftir BJÖRN HRÓARSSON skörðum, austan Lönguhlíðar á Reykjanesi. Kvika kom upp úr iðrum jarðar í tveim gígum og hraunið rann til vesturs og norðurs allt að Helgafelli fyrir ofan Hafnarfjörð. Hellar mynduðust í hrauninu og lifa nokkrir þeirra enn í dag, rúm- um 1100 árum eftir að eldarnir loguðu. í Dauðadölum, ná- lægt melnum Markhraka, eru nokkir hellar og hafa löngum verið nefndir saman Dauðadalahellar. Flóki er þeirra stærstur og fyrir utan hann og Hjartartröð eru einungis þekktir þar smáhellar - sumir þó með fögrum hraunmynd- unum. Flóki er því jafnaldri Ingólfs Arnarssonar. Flóki er einn sérkennilegasti og margflóknasti hraunhellir _hér á landi. Hann teygir ganga sína víða og í honum eru fjölmörg gatnamót, meira að segja ein þrjú hringtorg. Hellismunnarnir eru margir en flestir þröngir, opnast sumir þeirra inn í meginrásina en aðrir inn í afkimana. Þegar á heildina er litið er Flóki mikið völundarhús þar sem vill- ast má auðveldlega - og jafnvel illa. Mikið er um hraunmyndanir í Flóka, dropasteinar eru þar margir en fæstir stórir. Mikið er hins vegar um hraunstrá, spena og aðrar myndanir. Sumar hraunmyndananna eiga sér vart hliðstæðu í formi og litum hér á landi og á gólfinu mynda þær víða sérkennileg form og má þar ímynda sér steingerða krókódfla og risaeðlur. Ferðafélag íslands og ferðafélagið Útivist hafa staðið fyrir ferðum í Dauðadalahellana og þá einkum Flóka. Er það til- valinn vettvangur fyrir þá sem skoða vilja hellinn. Þar er fararstjórn og menn fá tilsögn í umgengni. Rusl er því miður enn á stöku stað í hellinum þó að töluvert hafi verið hreins- að þaðan út á síðustu árum. Farir þú í Flóka er þó aðalat- riðið að ekki aukist ruslið og ekki fækki hraunmyndununum né láti á sjá. Einnig er best að fara varlega til að villast ekki. Til að fá nánari upplýsingar um hvernig eigi að umgang- ast hella, hvar þeir eru og svo framvegis er handhægast að ganga í félagsskap hellamanna. Hellarannsóknafélag Islands var stofnað á síðasta ári og fylla félagsmenn nú sex tugi. Á vegum félagsins eru haldnir fræðslufundir, farið í hellaferðir og skipst á skoðunum og fróðleik um hella. Þar er kjörinn vettvangur fyrir þá sem mikið hafa skoðað af landinu okkar en eiga hellana eftir.D 92 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.