Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 96

Heimsmynd - 01.06.1990, Blaðsíða 96
að með skólanámi var hann farinn að reka iðnfyrirtæki. Hann var aðalfrum- kvöðull að stofnun Niðursuðuverksmið- junnar ORA og forstjóri hennar með öðru. Kona hans var Sigríður Haralds- dóttir. Börn þeirra: a. Haraldur Arnljótsson (f. 1951) tæknifræðingur. b. Margrét Arnljótsdóttir (f. 1954) sál- fræðingur. SIGURÐUR FRÁ BRÚN Anna Hannesdóttir (1880, lést á þrí- tugsaldri) var yngst systkinanna frá Eiðs- stöðum sem upp komust. Hún var gift Jóni Sigurðssyni og bjuggu þau á Brún. Eina barn þeirra, sem upp komst, var kunnur maður: 1. Sigurður Jónsson frá Brún (1898- 1968). Hann var kennari víða um land og síðast næturvörður í Reykjavík. Kunn- astur var hann sem ferðamaður, hesta- maður og skáld og liggja eftir hann nokkrar bækur, meðal annars ljóðabókin Sandfok. Fyrri kona hans var Guðrún Kristjánsdóttir en sú síðari Porgerður Stefánsdóttir. Af fyrra hjónabandi átti hann einn son: a. Indriði Sigurðsson (f. 1924) af- greiðslumaður í Reykjavík, giftur Svövu Jenny Þorsteinsdóttur. Börn þeirra eru Guðrún Indriðadóttir (f. 1957) lyfjafræð- ingur, gift Stefáni Haraldssyni véltæknif- ræðingi og Sigurður Indriðason (f. 1959) húsgagnasmiður, giftur Sólveigu Krist- insdóttur fóstru.D Sjálfsvíg. . . Framhald af bls. 39. Þetta getur verið óbærilegt ef viðkom- andi hefur svipt sig lífi á óhugnanlegan hátt og það er alltaf sú mynd sem kemur upp í hugann.“ Ölöf Helga segir mikilvægt að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og öðr- um við ástvinamissi. „Sjálf gat ég ekki hugsað mér að segja að ég væri 23 ára ekkja eftir missi fyrri manns míns og sagðist því heldur vera einstæð móðir. Eg sá ekki fyrr en síðar hvað það var rangt. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem missa við sjálfsmorð að falla ekki í þá gryfju að dylja hvað hefur gerst og ætla að sannfæra sig og umhverfið um að þetta hafi verið slys. Við íslendingar erum svo fáir og vitum svo margt hver um annan. Það er senni- lega fátt sem særir aðstandendur þeirra sem falla fyrir eigin hendi meira en að vita til þess að um hann og látinn ástvin hans sé rætt úti í bæ. Að fólk sé að velta fyrir sér skýringum á því hvers vegna viðkomandi kaus að stytta sér aldur og fullyrði jafnvel hver skýringin sé. Þeir sem syrgja hafa nóg með sig þótt ekki sé verið að fella dóm yfir þeim af utanað- komandi fólki. Ég sjálf tel ástæðuna fyrir öllum „kjaftaganginum" þá að fólk hræðist þá staðreynd að sjálfsvíg getur komið fyrir hjá venjulegum fjölskyldum. Sú tilhugs- un gerir fólk óöruggt og það fer að leita að skýringum eins og geðveiki, óæski- legu umhverfi eða slæmum aðstandend- um. Þannig firrir það sig ábyrgð og finn- ur skýringu sem alls ekki getur átt við það. Þannig losar það sig við óttann.“n Fyrirheit. . . Framhald af bls. 59. sjálft um efni og fyrirkomulag, leggur til mannafla, tækjabúnað og framleiðslu- vörur eftir því sem heppilegast þykir og svo framvegis. Með þessu móti er, jafn- framt því að veita þurfandi þjóðum þró- unaraðstoð, hægt að hlynna að eigin at- vinnulífi, sérfræði- og ráðgjafarþjónustu og margs konar framleiðslustarfsemi, enda sé gætt þeirra sjónarmiða sem gilda þurfa um um þróunarsamvinnu og fullt samráð haft við þá aðila er henni stjórna. Þetta auðveldar löndum oft að láta aðstoð í té og leiðir til þess að að- stoðin geti orðið meiri en ella. Það er er að auki einn höfuðkostur tvíhl- iða aðstoðar að ríkið, sem er veitandinn, getur frá upphafi til enda fylgst náið með því að skynsamlega sé staðið að málum, hagsýni gætt og sífellt reynt að tryggja að aðstoðin komi að tilætluðum notum. Þá skapar þetta form aðstoðar margs konar grundvöll fyrir gagnkvæm kynni og víðtækara samstarf við þau þróunar- ríki sem aðstoðar njóta. Er nefndin þeirrar skoðunar að nánari samvinna sé æskileg og geti orðið til góðs á margan hátt“. Þarna er vísað skynsamlega til vegar um fyrirkomulag á þróunarsamhjálp af íslands hálfu. „Fengur“ fór til Græn- höfðaeyja á miðju ári 1984 og kom heim úr þeim leiðangri 1986. Um jólaleytið 1987 fór hann í annan leiðangur og kom heim í ágúst 1989. Síðan hefur hann legið bundinn við bryggju hér og fé af þróun- araðstoð verið varið til greiðslu hafnar- gjalda og viðhalds, án þess að nokkur not hafi verið af skipinu. Engar áaétlanir eru uppi um frekari nýtingu skipsins, enda ekki hægt þar sem fjárframlög eru óvissu undirorpin frá ári til árs og ekkert vitað um framlög til starfseminnar fram í tímann. Sú spurning er því orðin býsna nærgöngul og áleitin hvort Islendingar ætla að halda uppi montstofnun, sem þjónar varla öðrum tilgangi en að gera þá að athlægi í samfélagi þjóðanna, eða hvort þeir ætla að sinna þessum málum af alvöru og samhæfa og samþætta þró- unaraðstoð sína íslenskum stofnunum og atvinnulífi og þekkingu einkaframtaksins til hagsbóta fyrir sjálfa sig um leið og þjónað er brýnni þörf fátækra þjóða á framfarabraut. □ Er kostur að. . . Framhald af bls. 91. mörgum hjónaböndum að fólk veit svo lítið um lífið, svo lítið um gagnkvæma virðingu. Hjónabandið er eins og blóm. Það þarf sífellt að vera að hlúa að því. Þetta er samt allt, að sjálfsögðu, ein- staklingsbundið. Þegar ég gifti mig þá hætti ég öllu brölti. Þá er ég búin að vinna að öllu því sem ég ætlaði mér. En hvenær það verð- ur veit drottinn allsherjar. í frönsku orðtæki segir: Óánægð kona krefst munaðar en kona sem elskar er fús til að hvfla á berum fjölum.“ Er hægt að sjá á því hvernig konur bera sig að í lífsgæðakapphlaupinu hvort þær séu hamingjusamar eða ekki? Um þetta segir Rósa: „Það er þessi tvískinnungur í giftum konum. Þær vilja drepa karlana sína. En þær vilja helst að þeir drepist án þess að skilja við þá. Að þær geti setið í búinu þannig að þær þurfi ekki að hafa fyrir neinu. Hverslags konur eru þetta eiginlega? Eru þetta mellur? Mér dettur í hug eldhúsmellur að hugsa svona. Er ekki miklu heiðar- legra að skilja við þá, hafa hreint borð? Hann má hafa sitt líf og hún hefur sitt líf. Hverslags eiginlega leti er þetta? Nenna þær ekki að vinna fyrir nauðþurftunum, nenna þær ekki að vinna fyrir sófasettinu og hafa fínt í kringum sig? Finnst þeim meira virði að hirða um dauða hluti og drepa mennina sína og jafnvel óska þess að þeir dræpust í stað þess að varðveita það sem mestu máli skiptir og það er hugarfarið! Það er það sem allt byggist á, öll afkoma, öll lífsgleði LEIÐRÉTTIN G „í grein minni í maíhefti HEIMS- MYNDAR hefur mér orðið það á að skrifa að árleg útgjöld vísitölufjölskyld- unnar væru orðin 2,3 milljónir króna og óbeinir skattar væru þó ótaldir. Þetta stenst ekki eins og glöggir lesendur hafa strax áttað sig á. Það eru beinu skattarn- ir sem eru ekki taldir með. Þeir óbeinu leggjast að sjálfsögðu á vöruverðið, eru hluti útgjalda vísitölufjölskyldunnar og okkar allra vegna vöru og þjónustu.“ - Hörður Bergmann. 96 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.