Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 11

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 11
flutningi margra verka áður en fólk hætti að tala um hana sem frekju og tók að viðurkenna hana sem einn af okkar bestu leikstjórum. Og þegar hún tók svo sæti á Alþingi þótti ýmsum það svo sem eftir öllu öðru. Það skal tekið fram að ég er ekki persónulega kunnugur þessari konu. Því má vel vera að hún fari með frekju og yfirgangi úti í fiskbúð án þess að mér sé sérstaklega kunnugt um það. En mér kemur það heldur ekkert við. Hins vegar er það mitt mál hvernig hún stjórnar þeim leikritum sem ég sé flutt undir hennar stjórn og eins hitt, hvaða málum hún beitir sér fyrir á Alþingi og hverjum hún leggst gegn. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra er annað dæmi um orðlagða frekju í fámennum hópi kvenna innan forystu- sveitar þjóðarinnar. Hversu oft hefur henni ekki verið hallmælt fyrir að knýja fram umbætur í húsnæðismálum, hvað sem hver segði? Hún er iðulega sökuð um stífni og ósveigjanleika gagnvart pólitískum samherjum og bandamönnum jafnt sem andstæðingum. Vissulega má deila um aðgerðir henn- ar, enda er það óspart gert. Um hitt verður ekki deilt að þessar aðgerðir eru í fullu samræmi, bæði við yfirlýsta stefnu flokks hennar og ríkisstjórnarinnar. Með öðrum orðum, ef við göngum út frá því sem gefnu að Jóhanna beiti samherja sína frekju í áðurnefndu máli erum við um leið að segja að ekki dugi að taka þá neinum vettlingatökum til að þeir standi við orð sín. Erum við ekki þar með kom- in út á hálan ís karlfyrirlitningar? Síðasta í þessari upptalningu nefni ég Helgu Kress. Ég vil taka það fram að því fer fjarri að ég fylli flokk aðdáenda hennar. Raunar hundleiðist mér framsetningarmáti henn- ar og það án fráviks. Ég geng meira að segja svo langt að draga í efa mörg af þeim rök- um sem hún notar gegn al- ræði karla í heimi bók- mennta. En það breytir ekki því að þetta alræði er staðreynd. Því þlöskrar mér þegar jafnvel hámenntaðir bókmenntafræðingar reyna að afgreiða skoðanir Helgu sem frekju. Ég er ein- faldlega að falast eftir fræðilegri umfjöll- Vitanlega er það svo að frekja telst til ávirðinga. En þetta hugtak hefur, eins og öll önnur hugtök, misjafna merkingu í munni fólks. Ekki nóg með að það sem einn kallar frekju kalli annar ákveðni og telji til mannkosta, heldur hefur þetta orð ólíka merkingu í munni hvers og eins eftir því um hvern er rætt. Þarna er komið að kjarna málsins. Við karlar erum flestir aldir upp við róman- tískar hugmyndir um konur, þessar allt vefjandi elskur í blíðu og stríðu. Og þótt sumir okkar hafi haft aðra mynd fyrir augunum í bernsku þá málum við hana sterkum litum í draumheimum. Ég er meira að segja á því að þegar hjón skilja að frumkvæði karla sé oft um að ræða flótta frá veruleikanum og inn í drauma- heima. Og hver veit nema konur eigi það líka til að gefa okkur körlum reisu- passann vegna þess að þær átti sig á þessu draumadútli okkar, þótt okkur sé það hulið? Það gefur auga leið að körlum sem helst vilja sjá konur í hlutverki Florence Nightingale er það með öllu óbærilegt þegar þær leggja frá sér lampann, yfir- gefa sjúkraskýlið og ganga út á þann víg- völl sem þeir telja sinn vettvang án frá- viks. Og jafnvel við, sem höfum tamið okkur nútímalegri hugmyndir um stöðu kynjanna, þurfum oft að taka á honum stóra okkar þegar konur kveða sér hljóðs, enda býr lengi að fyrstu gerð. Höfum því hugfast að okkur hættir flest- um til að kalla það frekju í fari kvenna sem heitir ákveðni eða viljafesta í okkar hópi.D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.