Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 16

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 16
ARNARFLUG Arnarflugi á þessum árum, eru sagðir kjarninn í liði Flugleiða í dag, fljúga hjá Cargólúx, í Pýskalandi og víða um heim. Það var mikið fjör og mikil spenna á þessum árum, stundum voru menn ríkir, stundum fátækir, en alltaf eitthvað að gerast. Framkvæmdastjórinn, Magnús Gunnarsson, var á stöðugum þeytingi um veröldina. Maður kunnugur rekstri félagsins á þessum árum, segir hann hafa komist upp í að vera 270 til 280 daga er- lendis eitt árið og telur hann hafa staðið jafnfætis þeim bestu í þessum bransa. Það sem gilti var að hafa víðtæk við- skiptasambönd, vita á undan öðrum hvað var að gerast, finna verkefni þar og vita hvar vél var að finna við hæfi, vera á staðnum þegar eitthvað gerðist og geta tekið ákvarðanir á stundinni. Þá var að vísu telex, en faxið ekki komið og símasamband oft stopult við þá kima veraldarinnar þar sem Arnarflug leitaði verkefna, enda ekki komið símasam- band um gervihnetti eins og nú. Félagið hefur starfað í öllum heimsálfum og komist upp í að að reka samtímis átta DC-áttur í Saudi Arabíu, Boeing 707 í Líbíu og Boeing 737 í leiguflugi frá Is- landi. Arnarflugsævintýrið var sambæri- legt við uppgangsár Loftleiða og byggði á svipuðum forsendum: Hópi ungra manna, sem vildi fyrst og fremst skapa sér atvinnumöguleika við starfsgrein sína hér á landi, hafði auga á hverjum fingri með tækifærum um heimsbyggðina og kjark og áræði til að grípa þau þegar þau gáfust. Þetta er andi víkingsins. Auðvit- að var þetta ekki dans á rósum. Stund- um gafst mikið í aðra hönd. Stundum voru gerð mistök. Afdrifaríkustu mistök- in voru gerð 1985, þegar félagið hreppti pílagrímaflugið til Alsír í harðri sam- keppni við önnur félög, þar á meðal Flugleiðir. Að sögn kunnugra færðust menn of mikið í fang. A þrem vikum varð Amarflug stærsta flugfélag á Norð- urlöndum, með stærri flota en sjálft SAS. Arnarflug hafði hvorki yfirbygg- ingu, skipulag né þjálfað starfslið til að ráða við verkefni af þessari stærð. Það fór úr böndunum og félagið komst í þrot. NÝIR MENN KOMA INN A árinu 1986 var því enn hafist handa um fjárhagslega endurskipulagningu. Hópur manna í kaupsýslu var reiðu- búinn til að taka við flugleiðum félagsins og stofna nýtt fyrirtæki á rústum þess. Sumir þeirra höfðu verið viðriðnir Haf- skip og máttu ekki til þess hugsa að allir flutningar að og frá landinu kæmust á hendur einnar fyrirtækjasamsteypu, Eimskips-Flugleiða. þarna voru mest áberandi í forystu Hörður Einarsson, stjórnarformaður Frjálsrar fjölmiðlunar (DV), sem varð stjómarformaður Arn- arflugs, Guðlaugur Bergmann í Karna- bæ, Jóhann Bergþórsson í Hagvirki, Ax- el Gíslason frá SIS, Lýður Friðjónsson í Kók og Ottar Yngvason í Islensku út- flutningsmiðstöðinni. Þeir töldu þó væn- legra að byrja á nýjum grunni, þar sem mjög dýrt yrði að reisa Arnarflug við eins og hag þess var þá komið. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem þeir þá fengu, átti Arnarflug þó ekki að þurfa að verða gjaldþrota. Viðræður hófust við þáverandi ríkisstjórn undir forystu Stein- gríms Hermannssonar, enda á valdi rík- isstjórnar að útdeila flugleiðum og veita flugrekstrarleyfi. Strax kom í ljós að rík- isstjórnin mátti ekki til þess hugsa að enn eitt gjaldþrotið riði yfir í alþjóðleg- um samgöngum svona strax í kjölfar Hafskipsmálsins og töldu að það mundi stórlega skaða heiður landsins og rýra álit þess og lánstraust út á við. Það varð því að ráði að hinir nýju aðilar gengju inn í Arnarflug með 95 milljón króna nýtt hlutafé, en ríkisstjórnin beitti sér fyrir ríkisábyrgð fyrir láni að upphæð 2,5 milljónir Bandaríkjadala með tryggingu í kaupleigusamningi félagsins vegna Boeing-vélar sem það var með í rekstri. Með þessu töldu hinir nýju hluthafar að * I í söludeildum Pósts og síma býðst þér gott úrval af vönduðum símtœkjum auk alhliða símaþjónustu Söludeildir Pósts og síma um land allt bjóða eingöngu viðurkenndan úrvalsbúnað og örugga viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Hjá okkur færðu gott úrval af allskyns símtækjum og aukabúnaði á góðum greiðslukjörum. PÓSTUR OG SÍMI Póst- og símstöðvar um land allt og söludeildir Kringlunni, Kirkjustræti og Ármúla 27.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.