Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 19

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 19
ARNARFLUG Arnarflug var því komið í veruleg van- skil við erlenda viðskiptaaðila sína eins og írska flugfélagið Aer Lingus og KLM og að sjálfsögðu í margvíslegum vanskil- um við íslenska ríkið bæði með ýmis op- inber gjöld og með áfallnar afborganir og vaxtagreiðslur af ríkistryggða láninu. Samt kom það félaginu í opna skjöldu þegar fjármálaráðherra ákvað í febrúar 1989 að vegna þessara vanskila neytti ríkið kaupréttar Arnarflugs að vélinni, leysti hana til sín og setti hana á sölu- lista. Þotunni var þá lagt og ítrekuðum beiðnum Arnarflugs um leigu á henni meðan reynt væri að kippa fjármálum þess í lag synjað, utan hvað um tíma var hún leigð til sólarlandaflugs, að nafninu til á vegum Samvinnuferða, en í raun í rekstri Amarflugs. Ástæðan fyrir furðu Amarflugsmanna var í fyrsta lagi sú að með því að taka atvinnutækin undan fé- laginu væri eingöngu verið að rýra getu þess til að koma sínum málum í lag og minnka möguleika á því að ríkið endur- heimti sitt að lokum. En önnur ástæða og veigameiri var sú að þessi aðgerð fjár- málaráðherra bryti í bága við stefnu rík- isstjórnarinnar um að hér yrðu áfram tvö flugfélög og að viðræður höfðu verið í gangi um að rekstursgrundvöllur félags- ins yrði tryggður með breyttu fyrirkomu- lagi á sambúð flugfélaganna, annaðhvort með því að heimila Arnarflugi beina samkeppni við Flugleiðir á arðbærustu leiðum þess, eins og Kaupmannahöfn og London, eða þá með því að leiðum yrði skipt að nýju þannig að Arnarflug hefði meginland Evrópu, en Flugleiðir héldu þá sínum hefðbundnu leiðum á Norður- löndin, Bretland og Evrópu. Núverandi skipting væri óviðunandi sem reksturs- grundvöllur fyrir-verðugt samkeppnisfé- lag við Flugleiðir, þar sem skipting far- þega væri 20:80 pró- sent þeim síðar- nefndu í vil. Enginn botn hefur enn feng- ist í þessar viðræður né hver sé yfirleitt flugmálastefna ís- lenskra yfirvalda. Er hún um samkeppni eins og Arnarflugs- menn telja að verið hafi mestallan þenn- an áratug? Eða er hún um að hér skuli standa eitt öflugt flugfélag, eins og stefnan var eftir samruna Loftleiða og Flugfélagsins 1973? Flins vegar kom það út úr við- ræðum Arnarflugs við ríkisstjómina að þann 17. mars gaf ríkisstjórnin fyrirheit um niðurfellingu skulda að upphæð 150 milljónir króna og aðstoð við útvegun frekari lána sem lið í fjárhagslegri endurskipulagningu, enda kæmu með því til fullnægjandi tryggingar fyrir þeim. Við þessa dagsetningu vilja Amarflugsmenn miða uppgjör sitt við ríkið - vanskilavexti af skuldunum beri ekki að færa á þeirra reikning eftir það. Árið leið tíðindalítið. Arnarflug var lítið í fréttum, rak sína starfsemi með einni vél, leiguvél frá ameríska fyrirtæk- inu Aviation Sales, og leiguvélum fyrir fragt eftir því sem tilefni gafst til, og rak „þjóðarþotuna“ á vegum Samvinnu- ferða. Um sumarið komst á samband við Ólafur Ragnar Grímsson. Gengur fjármálaráðherrann þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar og einstakra meðráðherra sinna í viðskiptum við Arnarflug? írskan fjármálamiðlara, sem sýndi áhuga á að kaupa meirihluta í vélinni og leggja 150 milljónir í Amarflug. Fegar leið að jólum gerðist margt í senn. Loftferðaeft- irlitið stöðvar leiguþotuna þegar komið er að skoðun hennar milli jóla og nýárs. Amarflug óskar þá að losna undan leigu- samningnum þótt tæp tvö ár séu eftir af honum, þar sem vélin henti ekki lengur eftir að það sé stefna félagsins að sinna áætlunarfluginu með einni vél í stað tveggja áður. í staðinn tekur Amarflug á Þúsund Tölur sýna að eftir að Arnarflug hóf áætlunarflug byrjaði erlendum ferðamönn- um að fjölga verulega eftir að hafa staðið í stað í heilan áratug meðan aðeins eitt flugfélag var starfandi. Auðvitað flutti Arnarflug ekki alla þessa viðbót. En félagið átti talsverðan hluta af henni og samkeppnin örvaði keppinautinn til dáða. Nýleg skoðanakönnun Gallup sýndi að 80 prósent þjóðarinnar vill að Arnarflug starfi áfram. En til þess að svo megi verða verður félagið að fá að starfa á jafnréttisgrundvelli. leigu Boeing 737-200 frá sænska félaginu Transwede til þriggja mánaða en tjaldar þó raunverulega til einnar nætur, þar sem samningurinn er með gagnkvæmum uppsagnarfresti bjóðist betra tilboð. Rétt fyrir jólin koma tveir fulltrúar frá KLM og ræða við Steingrímana forsætis- og samgönguráðherra. Fcir spyrja sérstak- lega um hvort ekki sé öruggt að Amar- flug fái að kaupa þotuna til baka, og KLM óhætt að vinna að því að útvega henni verkefni. Þeir eru fullvissaðir um að svo verði. (Hins vegar láðist þeim að tala við Ólaf Ragnar). írinn kemur hér með fjölskyldu sinni milli jóla og nýárs og fer út annan janúar í þeirri trú að hann hafi hálfan mánuð til að ganga frá kaupunum. Auðsætt er að Arnarflug stendur í þeirri meiningu að það sé aftur að eignast „ríkisþotuna“ með kauptil- boði sínu og írans, og mögulega með KLM að bakhjarli, um 8 milljón dollara verð, á kaupleigu um tveggja ára skeið. Fregnir eru um staðgreiðslutilboð frá frönsku félagi miklu lægra, en það er þó hald sumra manna að sá orðrómur sé bara til að halda mönnum volgum. Þann 3. janúar er tilkynnt að Kristinn Sigtryggsson hafi verið leystur frá dag- legum störfum um þriggja mánaða skeið „til að hugsa um framtíðina", og muni einbeita sér að sérstökum verkefnum í tengslum við fjárhagsvanda félagsins, endurfjármögnun þess og framtíðar- skipulag. Á meðan fara þrír menn með hina daglegu stjóm. „ÞJÓÐARÞOTAN"SELD En nú taka málin óvænta vendingu. Þann 4. janúar eru blaðamenn og Ijós- myndarar kvaddir upp í fjármálaráðu- neyti þar sem skrifað er undir sölusamn- ing á „þjóðarþot- unni“. Kaupandi er Atlanta hf., öðru nafni Amgrímur Jó- hannsson, stofnandi og fyrrum yfirflug- stjóri Amarflugs, sem um tveggja ára skeið hefur rekið leiguflug erlendis undir þessu nafni. Þotan á að leysa af leiguflugvél sem Atlanta er með í leiguverkefnum fyrir Finnair. Fj ármálaráðherra útskýrir fyrir frétta- mönnum að 8 millj- ón króna tilboð Arnarflugs hafi í raun verið kaup- leigusamningur og því sé þetta stað- greiðslutilboð Atl- anta upp á 7,1 millj- ón dollara eða 440 milljónir króna í HEIMSMYND 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.