Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 20

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 20
ARNARFLUG raun hagstæðasta tilboðið. Hann fagnar því að hægt hafi verið að selja hana ís- lenskum aðila og þotan þjóni þannig áfram íslenskum viðskipta- og atvinnu- hagsmunum. Arngrímur segir kaupin fjármögnuð af erlendu fjármögnunarfyr- irtæki og því hafi verið unnt að stað- greiða hana. Kristinn Sigtryggsson er ekki á sama máli í viðtölum við fjölmiðla daginn eftir. Hann telur að 492 milljón króna tilboð Arnarflugs hefði leyst heildardæmið mun betur, til dæmis allar skuldir Arnarflugs við ríkissjóð, og samningar hafi verið langt komnir við KLM, sem tryggt hefðu góða nýtingu á vélinni. Engar athugasemdir hefðu kom- ið frá fjármálaráðuneytinu vegna kaup- leiguformsins á tilboðinu, en félaginu hefði verið hægt um vik að bæta úr því, ef eftir hefði verið leitað. Eftirleikur þessa máls hefur orðið all- ur hinn furðulegasti. Meðan Arnarflug barðist í allan vetur við að leysa flugvéla- mál sín nánast frá degi til dags með hin- um skringilegustu uppákomum, berast þær fréttir af „þjóðarþotunni“ að eftir að 9000 klukkustunda aðalskoðun lauk í Bandaríkjunum hafi komið fram tæring í stjórnklefa hennar hér heima. Mun hafa tekið um tuttugu daga að vinna að við- gerð vegna þessa. Fór hún að svo búnu til leiguverkefnis Atlanta í Finnlandi. Þann 9. maí birtust fréttir af því að sá aðili er fjármagna átti kaupin krefðist skoðunarvottorða og viðhaldsgagna fyrir vélina frá upphafi og nú fyndust ekki gögn fyrir tímabilið 1971 til 1978 þegar vélin var í eigu norska Braathen-flugfé- lagsins, en Arnarflug eignaðist vélina 1984. „Fyrirsláttur," sagði Grétar Ósk- arsson, forstöðumaður loftferðaeftirlits- ins. Hann benti á að þotan væri löglega skráð hér og öll gögn fyrir hendi sem til þess þurfti. Eðlilegt væri að biðja um gögn tvö til þrjú ár aftur í tímann. í Bandaríkjunum væri ekki skylt að geyma þessi gögn lengur en tvö ár. Menn sem komið hefðu á vegum bandarísks fjár- mögnunarfyrirtækis gagngert til að kynna sér þotuna hefðu ekki beðið um gögn lengur en tvö ár aftur. „Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefur verið beðið um gögn með þessum hætti,“ sagði Grét- ar. Hann lét í ljós þær grunsemdir í við- tali við Morgunblaðið að fjármögnunar- aðilinn notaði þessa leið til að komast undan loforðum sínum. Aðrir vilja meina að samningar Atlanta við Finnair, sem vélin var gagngert keypt til að upp- fylla, hafi klikkað og gripið hafi verið til þessarar ástæðu til að afla viðbótarfresta til að standa við samninginn. Þeim get- sökum vísar Arngrímur Jóhannsson ger- samlega á bug. Fjármögnunaraðilarnir standi grjótharðir á því að sannreyna verði „líftíma“ allra parta vélarinnar og sé það skilyrði til að hún sé skráningar- hæf og gjaldgeng í Bandaríkjunum, sem miklu ráði um verðmæti vélarinnar nú og í framtíðinni. HEIMSMYND hefur hins vegar þær upplýsingar að vélar eins og þessi muni hvort eð er ekki fást nýskráð- ar í Bandaríkjunum eftir 1. nóvemer í haust, sökum reglna um hávaðamengun. Nú kom og í ljós að staðgreiðslan var með þeim hætti að 9 milljónir króna höfðu verið borgaðar við undirskrift, og tveggja mánaða frestur veittur meðan Svavar Egilsson, fésýslumaðurinn dularfulli. Framkvæmdastjóri í dag, farinn á morgun. Margir hafa efasemdir um að hann geti staðið við 200 milljóna króna framlag hlutafjár. Atlanta útvegaði sér lán og greiddi At- lanta 120 þúsund dollara í leigu þá mán- uði vegna dráttarins. Síðan hafði frestur- inn verið framlengdur um tvo til þrjá mánuði vegna þessa dularfulla gagna- skorts. Þann 19. júní voru sérfræðingar enn að eltast við þessi gögn og þá í ír- landi, að sögn Marðar Ámasonar, blaðafulltrúa fjármálaráðherra, en þar mun viðhald vélarinnar hafa farið fram á þessum árum. Þegar þetta^ er skrifað eru þessi mál óleyst og flugvélin enn á jörðu niðri. Hver eftirmál verða milli aðila málsins vegna allra þessara tafa á eftir að koma í Ijós. Eftir á verður varla annað séð en að Kristinn Sigtryggsson hafi haft rétt fyrir sér í upphafi ársins, að heillavænlegra hefði verið að ganga að þeirra tilboði, eða knýja á að því yrði breytt til stað- greiðslutilboðs. Ekki verður séð að þessi leikur hafi komið ríkissjóði né nokkrum öðrum að gagni. Hins vegar hefur hann valdið Amarflugi ómældu tjóni. Flest af því sem eftir fór þennan vetur virðist, þegar að er gáð, mega rekja til þess að „þjóðarþotan" er seld fyrir framan nefið á þeim og þeir sitja eftir með leiguflug- vél, sem þeir af ráðnum hug virðast hafa tekið á dagleigu, til þriggja mánaða að vísu, svo losa mætti sig við hana þegar - og ef - kaupin gengju í gegn. ARNARFLUG BÍTUR FRÁ SER Eftir söluna á þotunni kölluðu Amar- flugsmenn saman hluthafafund þar sem ráðist var harkalega á stjórnvöld fyrir að hafa mismunað íslensku flugfélögunum og Flugleiðir í skjóli þeirrar mismununar fengið einokunaraðstöðu í millilanda- fluginu og sýnt Arnarflugi yfirgang. Á fundinum kom fram að rekstrartap Arn- arflugs hefði verið yfir 100 milljónir króna og 70 til 80 milljónir þar af tapast sem bein afleiðing af kyrrsetningu flug- vélarinnar, sem ríkið leysti til sín. Harð- lega var átalið að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við gefin fyrirheit frá 17. mars í fyrra um niðurfellingu 150 milljón króna skuldar eða breytingu í víkjandi lán. Mál málanna fyrir félagið væri þó að fá að starfa á eðlilegum samkeppnisgrundvelli. Úrelt kvótaskipting gefi Flugleiðum 70 prósent af Evrópufluginu. Flugleiðir njóti sérstakra fríðinda um kaup á elds- neyti, þar sem eldsneyti sem notað sé á leið til Bandaríkjanna sé undanþegið sérstökum skatti. Einkaleyfi þeirra til af- greiðslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar leiði til okurverðs fyrir samkeppnisaðil- ana. Allt jafngildi þetta ríkisstyrk sem skipti hundruðum milljóna króna á ári. Auk þess sé stórhættuleg einokunarþró- un í gangi með vaxandi eign Eimskips í Flugleiðum, sem í sameiningu séu svo að kaupa upp allar ferðaskrifstofur, um- svifamikil í hótelrekstri með Loftleiða- hótelinu og Esju og áformum Eimskips um byggingu risahótels á næstu árum. Þörf sé á löggjöf sem hindri hringamynd- anir auk þess sem sjálfsagt sé að opna ís- lenskum fyrirtækjum leiðir til að fjár-_ festa erlendis. Raunar tók stjórn- arformaður Flugleiða, Sigurður Helgason, undir þetta sjónar- mið á aðalfundi í mars. þar sem hann sagði „Eimskip ráða Flug- leiðum algerlega“. SVAVAR EGILSSON - INN OG ÚT Um mánaðamót febrúar og mars er tilkynnt að hinn dularfulli Svavar Egils- son, sem gengið hefur inn og út úr fyrir- tækjum síðustu árin, meðal annars ís- lenska Myndverinu (Stöð 2) og keypt ferðaskrifstofumar Veröld og Pólaris, hafi gengið til liðs við félagið með hópi manna, sem komi inn með 200 milljón króna hlutafé. Samkomulagið er háð því skilyrði að á næstu sex mánuðum takist samningar við lánardrottna um greiðslu, niðurfellingu eða afslátt á skuldum þess. Nýir hluthafar eiga að fá meirihluta í fé- laginu með því að þessar 200 milljónir fái meira atkvæðavægi en þær 360 milljónir, sem þegar eru komnar inn sem hlutafé. Kristinn Sigtryggsson er að vonum kampakátur yfir þessum tíðindum, segist nú sjá fram á jákvæða eiginfjárstöðu í fyrsta sinn síðan hann kom að félaginu og að greiðslustaðan verði komin í lag að þessum aðgerðum loknum. Eftir 9 mán- aða uppgjör síðasta árs var eiginfjárstað- an neikvæð um 580 milljónir og skuldir félagsins nálguðust milljarð. Við söluna á „þjóðarþotunni“ ætti að koma inn 150 milljóna söluhagnaður, auk þess sem bara vantaði formlega afgreiðslu á niður- 20 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.