Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 32

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 32
EUROPEAN ■r* RIKASTA FOLK EVROPU Nýja vikublaðið EUROPEAN, sem hóf göngu sína í vor- byrjun, birti nýlega lista yfir ríkasta fólk Evrópu og er þá not- aður annar mælikvarði en sá sem HEIMSMYND studdist við í úttektinni hér á undan. Mælikvarðinn á ríkidæmi í Evrópu er hinn veraldlegi auður sem þarf til að geta komist í hóp 20 mestu milljarðamæringa álfunnar. í þeim hópi eru engar kon- ur sem hafa hafist upp á eigin verðleikum heldur eingöngu konur sem hafa gifst auðugum mönnum eða erft mikinn auð en ávaxtað pund sitt vel. A hinn bóginn hafa nokkrir ríkustu manna Evrópu brotist áfram af eigin rammleik. Hin nýja kyn- slóð kvenna sem er að hasla sér völl sem frumkvöðlar í fjöl- miðlaheiminum á langt í land til að ná karlmanni eins og ítal- anum Silvio Berlusconi, sem er einn af fjölmiðlaforkólfum álf- unnar. EUROPEAN bendir á að viðhorf séu að breytast. Dæmin sýni að karlmönnum farist fjármálastjórn síst betur úr hendi eins og dæmið um hinar auðugu Koplowitz systur á Spáni sýni en þær erfðu mikinn auð við fráfall föður síns og afhentu eig- inmönnum sínum fjármálastjórnina. Christina Onassis, millj- ónaerfinginn sem lést fyrir tveimur árum, hafði hins vegar tröllatrú á því að dóttir hennar Athina væri þess umkomin að stjórna sínum fjármálum frá átján ára aldri og verður hún þá í hópi ríkustu kvenna heims. Listinn yfir ríkasta fólkið bendir einnig til þess að flest stöndugustu fyrirtæki Evrópu séu fjölskyldufyrirtæki eða í höndum erfingja en á árinu 1992 kann sú sýn að breytast þegar fílefldir frumkvöðlar fá að breiða út vængina. Berlusconi, sem ræður stærsta fjölmiðlaveldi Ítalíu, en ítölsk stjórnvöld hafa reynt að stemma stigu við útþenslu þess með löggjöf, segist munu nota árið 1992 til að færa út kvíarnar til Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Af þeim 157 milljarðamæringum sem birtust á lista bandaríska tímaritsins FORTUNE eru 54 búsettir í Evrópu, 58 í Bandaríkjunum og afgangurinn í Asíu. Þýskaland státar af flestum milljarðamæringum á þessum skala. Flest af þessu forríka fólki á í erfiðleikum með að meta eignir sínar til fjár en eins og olíuauðjöfurinn Nelson Bunker Hunt í Texas segir, „er fólk sem veit hve mikils virði það er sjaldnast mikils virði.“ 1) 10,9 milljarðar dala Breska drottningin Elísabet Englandsdrottning sem er 64 ára gömul er ríkasta kona heims en hún hefur trónað yfir breska heimsveldinu í nær fjóra ára- tugi. Auður hennar skiptist niður á eignir krúnunnar, þjóðararfinn sem hún gætir, einkaeign, fjárfestingar og eignir konungsfjölskyldunnar. Auðurinn sem drottningin notar en gæti aldrei selt er fólginn í skartgrip- um krúnunnar, Windsorkastala, hinni konunglegu snekkju og því ekki lagður til grundvallar hér en einkaauður hennar er meiri, skart- gripir í einkaeign Elísabetar (25 kór- ónur), veðhlaupahestar, listasafn, landeignir, námuréttindi og eignir í Frakklandi, Vestur-Þýskalandi, Bandaríkjunum og London. Aðal- heimili Elísabetar drottningar er Buckinghamhöll í London en þar heimsækja hana árlega um 30 þús- und gestir. i --- 2) 4,7 milljarðar dala Beatrix Hollandsdrottning Auður hollensku konungsfjölskyldunnar hefur margfaldast frá því að Vil- hjálmur hinn þögli var myrtur 1584 en erfingjarnir hans tólf fengu aðeins tíu gyll- ini til skiptanna. Hagkvæmur ráðahagur með hjónabandi milli konungsætta 1816 tryggði hollensku konungsfjölskyldunni heimanmund Romanovanna, skartgripi, þrjú sett af borðbúnaði úr gulli og einn milljarð gyllina. Beatrix drottning sem er 52 ára þykir einn óformlegasti þjóðhöfðingi Evrópu. Hún er frammynt með ep- lakinnar og klæddist rúllukragapeysu þegar formleg ljósmynd var tekin af henni í tilefni krýningarinnar. Þá er drottning dugleg að ferðast á reiðhjóli um heima- slóðir sínar. Hún á ótrúlegt listasafn, skartgripi og hlutabréf og flestar tekjur hennar eru skattfrjálsar. Hún er „hin konunglega" í hinu konunglega hollenska Shell fyrirtæki og KLM, konunglega hollenska flugfélaginu. Önnur fyrirtæki sem drottningin á í eru ABM bankinn, Anaconda og Exxon auk fleiri fyrirtækja. Kjörorð Óraníuættarinnarunnar er: „Je maintiendrai“ og sjálf skilgreindi hún starf sitt eitt sinn og sagði: „Konungdæmið er eitthvað fyrir mér sem á að mark- aðssetja rétt eins og appelsínur.“ Þegar hún var 43 ára gömul gekk hún að eiga hrokafullan, lágtsettan þýskan sendifulltrúa, Claus von Asmberg en hann var í Hitlersæskunni og í þýska hernum á dögum Þriðja ríkisins en við brúðkaupið kom til mótmæla og köstuðu menn reykbombum þegar hjónavígslan stóð yfir. 32 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.