Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 33

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 33
5) 1,6 milljarðar dala 8) 840 milljónir dala 3) 3,52 milljarðar dala Johanna Quandt „Frau BMW“ er 67 ára gömul og ekur daglega frá fimmtíu herbergja glæsivillu sinni í heilsulindabænum Bad Homburg til skrifstofu sinnar í Wiesbaden. Að sjálfsögðu ferðast frúin í BMW en hún ræður yfir 66 prósent hlutafjár fyrirtækisins. Fjöl- skyldan á hlut í rúmlega hundrað öðrum fyrirtækjum. Hún giftist Her- bert Quandt sem hafði erft svo að segja verðlausar eignir í formi hluta- bréfa, þar á meðal stóran hlut í Da- imler Benz, framleiðanda Mercedes bflanna og lítinn hluta BMW sem átti mjög erfitt fjárhagslega en Her- bert átti hugmyndina að bifreið af millistærð og þurfti aldrei að horfa um öxl eftir það. Þegar hann dó tók þriðja eiginkona hans, Johanna, við stjórn BMW. 4) 2,01 milljarðar dala Grete Schickedanz Hún er eigandi Quelle, sem er stærsta verðlistafyrirtæki Evrópu. Grete var aðeins sextán ára gömul þegar hún hóf störf sem lærlingur í vefnaðarvörufyrirtæki og giftist eig- anda þess árið 1942. Þegar eigin- manni hennar Gustav var meinað að halda áfram í viðskiptum í stríðslok þar sem hann hafði verið í flokki nasista, opnaði Grete litla verslun í Hersbruck nálægt Nuremberg þar sem hún seldi vörur í póstkröfu úr litlu bakherbergi. Undir leiðsögn Gustavs blómstraði Quelle sem bauð upp á margvíslegan varning, allt frá fatnaði til garðáhalda. Eftir dauða Gustavs 1977 jók Grete enn umsvif fyrirtækisins og í eigu Quelle nú eru þrjátíu stórverslanir, 150 raf- tækjabúðir og keðja ferðaskrifstofa. Hluti fyrirtækisins er bankastarfsemi og kaupleiga. Grete er nú komin á sjötugsaldur og tíður gestur á sýn- ingum hátískuhúsanna í París. Liliane Bettencourt Hún er ríkasta kona Frakklands. Faðir hennar, Eugene Schuller, var efnafræðingur og bjó til efnafræði- lega formúlu fyrir hárlit í eldhús- vaskinum hjá sér árið 1907. Hann kynnti afurðina á helstu hárgreiðslu- stofum Parísarborgar og fór á milli á þríhjóli. Fyrirtæki Schullers, L'Or- eal, óx og dafnaði og er nú stærsta snyrtivörufyrirtæki heims. Liliane skipti á 22 prósentum í L’Oreal fyrir 3 prósent í Nestlé árið 1974. Liliane er nú hálfsjötug og heldur eftir um 28 prósentum í L’Oreal. Hún býr með eiginmanni sínum André Bett- encourt í Neuilly í París. „Það er pirrandi að vera rík,“ sagði hún eitt sinn. „Af hverju þarf ég að afsaka það að eiga nóg af peningum?" Athina Onassis-Roussel Þessi fimm ára hnáta er ríkasta barn í heimi. Móðir hennar Christ- ina Onassis varð ófrísk eftir fjórða eiginmann sinn, erfingja lyfjafyrir- tækja í Frakklandi, Thierry Roussel, þegar hún var 34 ára gömul en hjónabandið flosnaði upp áður en Athina litla fæddist. Athina, sem nú býr ásamt föður sínum og sænskri eiginkonu hans og tveimur hálf- systkinum, tekur við stjórn auðæf- anna þegar hún nær átján ára aldri. Þá bíða hennar eignir í skipaflota, listasafn og eignir í formi verðbréfa. í ljósi þessa er Athina í hættu fyrir mannræningjum og býr því við aðrar aðstæður en flest börn. 6) 1,26 milljarðar dala Alicia og Esther Koplowitz Þessar spönsku systur, Alicia 37 ára og Esther 39 ára, erfðu 168 milljóna dala fasteignafyrirtæki, Contratas Y Construcciones (ConyCon), þegar faðir þeirra dó í slysi 1966. Þær létu eiginmenn sína um stjórnun fyrirtækisins til að geta sinnt barnauppeldi en ráku þá báða jafnharðan úr stjórn og tóku þar sæti sjálfar þegar þær uppgötvuðu að þeir héldu framhjá þeim. 7) 1,05 milljarðar dala Madeleine Dassault Franski þingmaðurinn og kaup- sýslumaðurinn Marcel Dassault var ekki aðeins örlátur á ást til eigin- konu sinnar heldur einnig auðæfi í 67 ára hjónabandi þeirra. Faðir Ma- delaine, sem nú er 89 ára, var hús- gagnasmiður. Henni var einu sinni rænt og sleppt gegn lausnargjaldi. Marcel var flugvélaverkfræðingur og fyrirtæki hans, Avions Marcel Das- sault-Breguet Aviation, var leiðandi í framleiðslu herflugvéla í heiminum þegar hann lést árið 1986. Janni Spies-Kjaer Hún var sextán ára lyftuvörður þegar Simon Spies fékk augastað á henni. Hann var þá 57 ára gamall, eigandi Tjæreborg ferðaskrifstof- anna og flugfélags þeirra ConAir. Janni varð fjórða eiginkona hans þegar hún var tvítug og tæpu ári síð- ar dó hann og skildi hana eftir með fyrirtæki sem velti 162 milljónum dala. Árið 1988 giftist Janni Christi- an Kjaer, erfingja danska fjölþjóða- fyrirtækisins, F L Smith, sem fram- leiðir steypu. - HEIMSMYND 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.