Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 61

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 61
vað er saga? Mörgum verður eflaust hugsað til misvinsælla kennslubóka um liðna tíma, þar sem frásagnir af styrjöldum og valdatafli stórhöfðingja eru í fyrirrúmi. En sagan er ekki bara fjarlæg fortíð, örar breytingar nútímans gera nýliðinn tíma fljótt að sögu. Saga er ekki heldur bara námsgrein í skóla eða einkamál sagnfræðinga, sagan snertir okkur öll, sem einstaklinga, hópa og samtök. Áhugi ungra sagnfræðinga nú hefur í auknum mæli beinst að nútímasögu og sögu þeirra þjóðfélagshópa sem í eina tíð þóttu ekki áhugaverð viðfangsefni, sögu kvenna og barna, sögu verkalýðs. En hvað er þá verkalýðssaga? Er hún eingöngu fræðileg úttekt á pólítískum deilum og valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar? Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur er ein þeirra sem vilja fara aðra leið. Hún setur sér það markmið að leita manneskjunnar á bak við töflur, línurit og meðaltöl, kynnast daglegu lífi og hugsunum. Viðfangsefni Margrétar er útgáfa og rannsókn á dagbókum Elku Björnsdóttur, verkakonu í Reykjavík á árunum 1915 til 1923. Ætlunin er að gefa út texta Elku með ít- arlegum skýringum. Þetta starf Margrétar er ekki síður merkilegt framlag til íslenskrar kvennasögu en verkalýðssögunnar, þar sem Elka má heita fulltrúi fyrir allan þann fjölda íslenskra verka- kvenna sem unnu hörðum höndum í saltfiski og síld. Margrét er heppin, því hún hefur í höndunum ein- hverjar þær bestu heimildir sem nokkur sagnfræðingur getur hugsað sér, dagbækur. Dagbókin er bein og milliliðalaus frásögn, eigandinn skrifar í hana jafnóðum og segir frá hversdagslegum hlutum. Þannig verð- ur dagbókin enn mikilvægari fyrir sagnfræðinginn en sjálfsævisögur og minningabækur sem oftast eru skrif- aðar þegar söguhetjurnar eru komnar á efri ár og atburðum lýst úr fjarlægð. Sjálfsævisögur kvenna frá fyrri tíð eru líka mun færri en sjálfsævisögur karla og tiltölulega lítið er varðveitt eftir konur úr alþýðustétt. Því má ekki gleyma í þessu sambandi að það eru ekki nema um 110 ár síðan skriftarkennsla var lögboðin á íslandi. Dagbækur Elku hljóta því að vera ómetanleg gullnáma fyrir sagnfræðing sem rannsakar sögu verkakvenna. En það er auðvitað ekki bara sagn- fræðingurinn sem getur hrósað happi yfir að hafa komist yfir dagbækur Elku Björnsdóttur. Það er happ fyrir alla íslensku þjóðina að þessi ómetan- legi vitnisburður verka- konu um daglegt líf henn- ar, vinnu, félagsstörf og áhugamál skuli hafa orðið til og varðveist. Margrét segist hvergi í rannsókn- um sínum hafa rekist á neitt sambærilegt við dag- bækur Elku sem heimild um verkalýðs- og kvenna- sögu. Hún komst á snoðir um þessar dagbækur þeg- ar hún var að vinna að BA ritgerð í sagnfræði um sögu verkakvennafélags- ins Framsóknar. Saltfiskverkun á Kirkjusandi árið 1912. HEIMSMYND 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.