Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 68

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 68
TÍMAMÓT J Ú L í 19 9 0 EF - Ef Sigurður Sigurjónsson leikari hefði ekki fæðst í Hafnarfirði þann 6. júlí 1955 hvar og hvenær hefði hann þá viljað fæðast? „Eg hefði bara viljað end- urtaka þetta. Ég er tiltölu- lega ánægður með mitt hlut- skipti og mitt líf.“ - Hvaða persóna í sögunni hefðirðu helst viljað vera? „Adolf Hitler, en ég hefði látið hann hugsa af skynsemi og manngæsku. Það hefði breytt mannkynssögunni pínulítið.“ - Hvaða tímabil í sögunni heillar Jrig helst? „Tímabil sem ég rétt missti af. Ég hefði viljað vera upp á mitt besta árið 1955, í rokki og róli og tvisti.“ - Hverjum vildirðu helst líkjast í útliti? „Ég vildi helst líkjast mér. Ég gæti ekki hugsað mér að líkj- ast neinum öðrum.“ - Hvernig húsgögn viltu helst hafa í kringum þig? „Gamaldags, þægileg leðurhúsgögn." - Hvaða matur finnst þér bestur? „Hangikjöt er besti matur sem ég fæ og svo indverskur mat- ur. - Hvaða kvenmaður í sögunni heillar þig mest? „Marilyn Monroe. Mér finnst hún ósköp geðsleg að sjá og sjarmerandi." - Hvernig slappar þú best af? „Liggjandi uppi í sófa heima hjá mér eftir góða máltíð. En ef ég vil svo slappa extra vel af þá fer ég í veiði.“ - Hvert er eftirminnilegasta leikhlutverkið þitt? „Amadeus. Ég á ljúfar minningar tengdar því hlutverki frá upphafi til enda.“ - Hver er besta kvikmynd sem þú hefur séð? „Das Boot. Þýsk kvikmynd um kafbátahernað í stríðinu. Atakanleg og vel gerð mynd.“ - Hverju sérðu mest eftir? „Að hafa ekki komið meiru í verk - jafnt heima sem í vinn- unni. Ég stefni að því að bæta úr þessu í framtíðinni.“ Monroe var geðsleg Svokallað Júlísamsæri átti sér stað þann 20. júlí 1944 en þar er átt við Rastenburgar-morðtil- raunina, þegar háttsettir aðil- ar í þýska hernum reyndu að koma Adolf Hitler fyrir katt- arnef og ná völdum í Þriðja ríkinu í því skyni að ná sam- komulagi við bandamenn. Andstaðan við Adolf Hit- ler meðal háttsettra manna í hernum óx í öfugu hlutfalli við dvínandi styrk hersins. Samsærið sem átti að leiða til valdatöku og aftöku Hitlers gekk undir dulnefninu Val- kyrja og var byrjað að leggja á ráðin seint á árinu 1943. En tortryggni foringjans óx að sama skapi og var hann mjög var um sig. Oft brá hann á það ráð að breyta áætlunum sínum á síðustu stundu og slapp við mörg morðtilræði fyrir vikið. Þeir sem stóðu að baki samsærinu voru háttsettir foringjar í hernum og sá ákafasti var undirofurstinn Klaus Philipp Schenk von Stauffenberg greifi og hann reyndi sjálfur að myrða for- ingjann. Þann 20. júlí kom Stauf- fenberg skjalatösku með sprengju í fyrir í ráðstefnusal í Wolfsschanze sem voru höf- uðstöðvar í Rastenburg í 68 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.