Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 74

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 74
HEIMSMYND JÚLÍ 1990 þjóðarráðinu var bannað að starfa ákvað Nelson Mandela að víkja frá friðsamlegri mót- mælastefnu sinni. Hann hvatti til hermdarverka gegn afrískum stjórnvöldum og var fyrir vikið dæmdur til fimm ára fangavistar árið 1962. Árið 1963 voru Mandela og fleiri dæmdir fyrir hermd- arverk, föðurlandssvik og of- beldissamsæri í hinum frægu Rivonia réttarhöldum sem draga nafn sitt af ríku út- hverfi í Jóhannesarborg en þar hafði lögreglan lagt hald á vopn í höfuðstöðvum Um- konto We Sizwe neðanjarð- arhreyfingarinnar sem var hluti af afríska þjóðarráðinu. Mandela var stofnandi neð- anjarðarhreyfingarinnar og gekkst við sumum ákærunum við réttarhöldin. Þann 11. júní 1964 hlaut hann lífstíðar- dóm og var í fangelsi á Robben eyju fyrir utan Cape Town til 1982 en þá var hann fluttur í Pollsmoor fangelsið á meginlandinu. Hann varð tákn baráttunnar gegn apar- theid um heim allan og þegar honum var sleppt eftir öll þessi ár var það stærsta frétt fjölmiðla heimsbyggðarinnar. Sú ákvörðun de Klerks for- seta Suður-Afríku að leysa Mandela er stærsta skrefið sem stigið hefur verið í kyn- þáttastríðinu í landinu en áð- ur hafði hann leyft afríska þjóðarráðinu að starfa á ný og gefið loforð um að leysa aðra 120 pólitíska fanga úr haldi. Brando 26 ára Þann 21. júlí árið 1950 birist Marlon Brando í fyrsta hlutverki sínu á hvíta tjaldinu. Hann var þá 26 ára gamall og lék uppgjafa Var hann sovéskur njósnari? ann 17. júlí árið 1950 handtók bandaríska alríkislögreglan, FBI, hinn 32 ára gamla Julius Ros- enberg. Hann var ákærður fyrir að hafa selt Rússum kjarnorkuleyndarmál. Það var mágur hans, David Greenglass, sem hafði verið handtekinn nokkru áður, sem flækti Rosenberg í mál- ið. Greenglass hafði starfað við rannsóknarstöðina í Los Alamos þegar atómsprengjan var í mótun og sagði Green- glass FBI að systir hans Ethel og mágur Julius Rosenberg væru sovéskir njósnarar. Rosenberg var vinstri sinnað- ur en harðneitaði öllum sök- um um að vera sovéskur njósnari. Eiginkona hans, Et- hel, 35 ára var handtekin skömmu síðar og borin sömu sökum. Árið 1951 voru hjón- in dæmd til dauða ásökuð um njósnir. Þrátt fyrir alþjóðlega áköllun um að þyrma lífi þeirra voru þau tekin af lífi í rafmagnsstól þann 19. júní 1953. Allt til hinstu stundar héldu þau fram sakleysi sínu. Á undan sinni samtíð Þann 25. júlí 1965 var Bob Dylan púaður niður á hljómleikum í Newport þar sem hljómsveit með rafmagnsgítara lék undir þjóðlagasöng hans. Þetta fannst aðdáendum Dylans svik við málstaðinn, það hæfði ekki friðarsinna að styðjast við tækni af þessu tagi. Með þessu móti væri hann að draga úr hrein- leika ljúfra laga eins og Blowin’ in the Wind. Dyl- an blés á þessar mótmæl- araddir og sagði tónlist sína ekkert hafa með hug- myndafræði að gera. Skömmu eftir tónleik- ana í Newport varð notk- un rafmagnsgræja vinsæl og Dylan seldi milljónir eintaka af plötum sínum með þjóðlagasöng og raf- magnstónlist. 1982 var Dylan aftur púaður niður á tónleikum í San Frans- isco fyrir að syngja trúar- lega tónlist en snillingur- inn er ætíð á undan sam- tímanum og síðasta plata Dylans, Oh Mercy, er hans vinsælasta um árabil. hermann úr síðari heimsstyrj- öldinni sem var í hjólastól. Myndin bar nafnið Mennirnir og vakti Brando strax athygli fyrir túlkun sína á manni sem á erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt. Stórblöðin lof- uðu leik hans, þrótt, innsæi og tilfinninganæmi. Á sama tíma fór það orðspor af Mar- lon Brando í Hollywood að hann væri ruddalegur sóði en gæddur miklum hæfileikum. Marlon Brando, sem hefur verið í fréttum upp á síðkast- ið þar sem sonur hans er ákærður fyrir morð, er nú 66 ára gamall. Hann hefur margsinnis lýst yfir fyrirlitn- ingu sinni á kvikmyndaiðnaði nútímans og hefur dregið sig í hlé þótt hann hafi upp á síð- kastið sést í fylgd með leik- stjóranum David Lean sem sagður er hafa boðið honum hlutverk í kvikmynd eftir sögu Josephs Conrad, Nostr- omo. Hár og grannur Þann 15. júlí árið 1940 dó Robert Wadler, hæsti maður heims. Hann var 2 metrar og 69 sentímetrar á hæð. Robert var aðeins tuttugu og tveggja ára gamall þegar hann lést úr fótameini. 74 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.