Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 76

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 76
ÍSLENSK ÆTTARSAGA Sumarið 1873 gekk hálffertugur maður á skipsfjöl í Reykjavík. Hann var að brjóta brýr að baki sér, skilja eftir börn sín ung, sem hann átti aldrei eftir að sjá aftur, og hasla sér völl í nýjum heimi. Ferð hans var heitið til Ameríku eins og fjölmargra annarra íslendinga. Pessi maður hét Kristján Gynther Schram og var snikkari að starfi. Kona hans var látin, þegar hér var komið sögu, hann giftur á nýjan leik og börnunum komið fyrir hjá ættingjum og vandalausum. Þau hétu Katrín, El- lert og Vilhjálmur. Hér verður sagt dálítið frá Schram-ættinni, upphafi hennar á íslandi, en einkum þó frá einu þessara barna, Ellert Schram, sem gerðist frægur skútuskipstjóri, og afkomendum hans sem margir eru þekktir borgarar í þjóðfélaginu. Þar má nefna El- lert Schram, ritstjóra DV, Gunnar Schram prófessor, báða fyrrverandi alþingismenn, og Kristján Tómas Ragnarsson prófessor í Bandaríkjunum, ennfremur systurnar Bryndísi Schram og Magdalenu Schram, sem báðar hafa látið til sín taka á opinberum vettvangi, og Hrafnhildi Schram listfræðing. En Schram-ættin er miklu stærri og verður því aðeins brot hennar talið upp hér. AÐALSÆTT EÐA GYÐINGAR? Einhvern tíma fyrir aldamótin 1800 flæktist til íslands versl- unarmaður með nafn sem benti til þess að hann væri annað- hvort Frísi eða gyðingur. Hvorugt mun þó vera rétt. Hann hét Christian Gynther Schram (1770-1839), ættaður frá dönsku hertogadæmunum, nánar tiltekið Holtsetalandi, og skyldur danskri aðalsætt með sama ættarnafni. Kona hans var einnig dönsk og hét Anna Christina Ohlmann. Þau hjón virðast hafa sest að á Djúpavogi þar sem Schram gerðist starfsmaður við verslun Busch nokkurs, miður þokkaðs selstöðukaupmanns, sem rak umfangsmikil viðskipti hér á landi. íslendingar voru um þessar mundir að reyna að færa verslun í betra horf og innlendar hendur eftir að einokun var aflétt en mættu fullri hörku ýmissa danskra kaupmanna sem keypt höfðu verslunar- staðina. Kaupmenn gáfu meðal annars út bæklinginn Syenaa- len og Eneskillingen í Kaupmannahöfn árið 1799 sem stefnt var gegn bænaskrám íslendinga og þar harðlega veist að helstu leiðtogum þeirra, einkum Magnúsi Stephensen dóm- stjóra og Stefáni Þórarinssyni amtmanni. Höfundur þessa Ingvar Guðbrandsson, bóndi í Grímsnesi. Katrín Kristjánsdóttir Schram (1862-1928) elst barna Kristjáns Gynther Schram og hálfsystir Björns bankastjóra í Detroit. Hailbjörg Ingvarsdóttir (1893-1985), amma Höllu Margrétar söngkonu og dótturdóttir Kristjáns Gynther Schram. Einhvern tíma fyrir aldamótm 1800 flæktist til íslands verslunarmaður með nafn sem benti til þess að hann væri annaðhvort Frísi eða 76 HEIMSMYND eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.