Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 82

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 82
Gunnar G. Schram lagaprófessor og fyrrum þingmaður. Ellert Schram dóttir Karls Schram. ásamt syni sínum Karli, forstjóra Veggfóðrarans, og sonarsyninum Agústi. veiða með botnvörpu, en lengst var hann skipstjóri á Tryggva gamla sem Alliance gerði út. Eftir að hann fór í land var hann um tólf ára skeið útiverkstjóri hjá Hamri en síðast tjónaskoð- unarmaður hjá Almennum tryggingum. Kona hans var Lára Jónsdóttir, systir hinna frægu togaraskipstjóra, Guðmundar Jónssonar á Skallagrími og Jóns Otta Jónssonar. Þau eignuð- ust tvær dætur. Þær eru: a. Jónína Vigdís Schram (f.1923) læknaritari, kona Ragnars Tómasar Árnasonar sem var útvarpsþulur um margra ára skeið en er nú umboðssali. Börn þeirra eru þessi: Kristján Tómas Ragnarsson (f.1943), prófessor í læknisfræði í New York, yfirmaður endurhæfingardeildar Mount Sinai-sjúkra- hússins þar, kvæntur Hrafnhildi Ágústsdóttur hjúkrunarfræð- ingi. Lára Margrét Ragnarsdóttir (f.1947) viðskiptafræðingur með heilsuhagfræði sem sérgrein. Hún var um skeið skrif- stofustjóri Læknafélags íslands, síðan deildarhagfræðingur hjá Ríkisspítölunum og framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Is- lands frá 1985-1989, en starfar nú á ný við Ríkisspítalana, jþft Ólafi Grétari Guðmundssyni, doktor í augnlækningum. Arni Tómas Ragnarsson (f. 1950), yfirlæknir í Reykjavík, kvæntur Selmu Guðmundsdóttur píanóleikara. Ásta Kristrún Ragnars- dóttir (f.1952), námsráðgjafi við Háskóla íslands, gift Valgeiri Guðjónssyni tónlistarmanni og lagasmið, einum af hinum þekktu liðsmönnum Stuðmanna og áður Spilverks þjóðanna. Hallgrímur Tómas Ragnarsson (f.1961), framkvæmdastjóri byggingaframkvæmda hjá Frjálsu framtaki, kvæntur Önnu Haraldsdóttur, eiganda líkamsræktarstöðvar í Hafnarfirði. b. Magdalena Schram (1926-1972), gift Ara Gíslasyni bók- bindara. Þau eignuðust þrjú börn sem upp komust. Þau eru Gísli Magnús Arason (f.1949), vélstjóri í Kópavogi, kvæntur Halldóru Lilju Gunnarsdóttur, Guðrún Lára Aradóttir (f.1951) og Kristján Ellert Arason (f.1958). SÍMSTÖÐVARSTJÓRINN Á AKUREYRI 2. Gunnar Schram (1897-1980) var annar í röð barna Ellerts og Magdalenu. Hann varð gagnfræðingur frá MR 1914 og sím- ritari frá 1915, varðstjóri við ritsímann 1918 til 1924 en var þá skipaður símstöðvarstjóri á Akureyri og var það til loka starfs- ferils síns. Hann var einn helsti knattspyrnumaður KR-inga á sínum yngri árum og var meðal annars í úrvalsliðinu sem keppti við fyrsta erlenda fótboltafélagið sem hingað kom árið 1919, það er Akademisk boldklub. Hann var formaður KR 1921 til 1924 og síðar formaður íþróttaráðs Akureyrar 1934 til 1940 og Golfklúbbs Akureyrar um margra ára skeið. Þá var hann formaður Félags íslenskra símamanna 1918 til 1924 og jafnframt ritstjóri Símablaðsins. Kona hans var Jónína Jóns- dóttir frá Arnarnesi við Eyjafjörð. Þau eignuðust tvö börn: a. Gunnar G. Schram (f.1931) prófessor í lögum við Há- skóla íslands. Eftir lagapróf stundaði hann framhaldsnám í þjóðarétti og lauk doktorsprófi frá Cambridge 1961. Hann var blaðamaður við Morgunblaðið með námi en var ráðinn rit- stjóri Vísis 1961 og gegndi því starfi í fimm ár. Voru það átakaár innan blaðsins og lenti Gunnar fljótt upp á kant við hinn ritstjórann, Herstein Pálsson, sem reyndar er frændi hans af Schram-ætt því að Hersteinn var sonur Páls Steingrímsson- ar ritstjóra, sem áður var nefndur, og var því langafi hans Friðrik Schram á Kornsá. Segir frá því í bókinni Valdatafl í Valhöll að svo langt hafi átökin milli þeirra ritstjóra og frænda gengið að lent hafi í handalögmálum á milli þeirra á ritstjórn- arskrifstofunum. Árið 1966 réðst Gunnar í utanríkisþjónust- una og var þar deildarstjóri og ráðunautur í þjóðarétti. Um skeið starfaði hann við fastanefnd Islands hjá Sameinuðu þjóðunum og var ræðismaður í New York. Hann starfaði mjög að hafréttarmálum og varð helsti sérfræðingur Islands um þau, næst Hans G. Andersen. Nú nýlega var hann ráðinn sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum. Gunnar hefur verið formaður fjölmargra félaga, meðal annars Blaða- mannafélagsins, Lögfræðingafélagsins og Félags háskólakenn- ara. Prófessor við Háskóla íslands hefur hann verið frá 1974. Hann hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum, var á yngri árum varaformaður og ritari SUS. Árið 1983 bauð hann sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningar í Reykja- nesi og var aðalstefnumál hans að afnema tekjuskatt. Náði hann glæsilegum árangri og lenti í öðru sæti og varð síðan annar þingmaður kjördæmisins. I næsta prófkjöri fyrir kosn- ingarnar 1987 gekk það ekki jafnglatt og hann féll út af þingi. Hann var þekktur sem einn af helstu stuðningsmönnum Gunnars Thoroddsens í átökunum innan Sjálfstæðisflokkssins á árunum 1970 til 1983. Kona Gunnars er Elísa Steinunn Jóns- dóttir en fyrir hjónaband átti Gunnar eina dóttur. Hún er Val- gerður Gunnarsdóttir (f.1950), sjúkraþjálfi á endurhæfingar- deild Landspítalans, gift Bjarna Daníelssyni, skólastjóra Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hjónabandsbörn Gunn- ars eru: Jón Gunnar Schram (f.1957) líffræðinemi, í sambúð með Laufeyju Böðvarsdóttur, Kári Guðmundur Schram (f.1960), kvikmyndagerðarmaður í Reykjavík, Þóra Björk Schram (f.1963), nemi í Myndlista- og handíðaskólanum, gift Gunnari Rafni Birgissyni rekstrarhagfræðingi og Kristján Schram (f.1967), nemi í fjölmiðlafræðum í Bandaríkjunum. b. Margrét Schram (f.1932), gift Helga Hallgrímssyni, yfir- verkfræðingi hjá Vegagerð ríkisins. Börn þeirra eru: Hall- grímur Helgason (f.1959) myndlistarmaður, nú búsettur í París, hann sendir meðal annars forkostulega samansetta pistla í dagskrá hjá Rás 2 um þessar mundir, kvæntur Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara. Nína Helgadóttir (f.1960) mann- fræðinemi við Háskóla íslands. Ásmundur Helgason (f.1965) viðskiptafræðinemi. Gunnar Helgason (f.1965) leiklistarnemi. 82 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.