Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 86

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 86
SVIÐSLJÓS UNGIR LEIKARAR Hvernig tilfinning skyldi fylgja því að vera nýútskrifaður leikari frá Leiklistar- skóla Islands, standa á tímamótum í líf- inu og þurfa skyndilega að skiljast við bekkjarfélagana sem hafa fylgt manni í gegnum súrt og sætt, Shakespeare og Shaw, síðastliðin fjögur ár? „Við útskrifuðumst 26. maí, svo enn er það mjög svipuð tilfinning að vera nýútskrifaður leikari og að vera rétt óút- skrifaður leikari," sagði Hilmar Jónsson, einn af níu nýjustu leikurum landsins, þegar HEIMSMYND ræddi við hann á dögunum. „Spennandi,“ voru orð Eggerts Arn- ars Kaaber, félaga Hilmars. „Loksins getur maður látið reyna á hvað í mann er spunnið. Pað er visst öryggi að vera fjög- ur ár í skóla og hafa alltaf nóg að gera, en nú er ákveðin óvissa um hvað er í boði og hvað maður getur sem listamað- ur. En það er einnig viss söknuður vegna bekkjarfélaganna sem maður hefur verið með allan þennan tíma í gegnum þykkt og þunnt.“ Hilmari fannst einnig grátlegt á vissan hátt að skiljast við bekkinn sinn. „Við erum búin að vinna mjög náið saman í fjögur ár, við þekkjum hvert annað, kunnum að vinna saman og um- gangast hvert annað,“ sagði hann. „Allt það forskot sem við höfum með þessari samvinnu fer í súginn þegar við dreif- umst út í lífið. Pegar það er kominn svona hópur að vinna saman í leikhúsi er ótrúlegt hvað getur gerst. Pað er sorglegt að þessari samvinnu er lokið. En svo getur vel verið að þetta sé einmitt rétti tíminn til að brjóta þetta upp.“ Eggert fann mest til mikillar tilhlökk- unar og eftirvæntingar að fá að fást við það sem þau höfðu lært í skólanum - hér á íslandi væri fullt af góðu fólki að gera góða hluti. „Pað er einmitt gaman að fá að breyta til og starfa með nýju fólki," sagði Egg- ert. „Auðvitað er viss söknuður, en það hlaut að koma að þessu. Það er þessi fjölskyldutilfinning - níu systkini myndu aldrei geta búið alltaf saman undir sama þaki. Pau verða að fara að heiman, þó svo þau hafi alltaf samband við og við. Það er gott að fá að hugsa aðeins meira um sjálfan sig, og standa á eigin fótum. Pað er þetta frelsi sem blasir við.“ Leikhúslíf hérlendis liggur að miklu leyti í dvala yfir sumartímann, þó svo það færist sífellt í vöxt að leikhópar haldi úti sýningum á þessum árstíma. Hvað blasir við hjá nýjum leikurum nú? Hilmar var að vinna með ljóðaklúbbi Listahátíðar að ljóðauppákomu þegar HEIMSMYND hitti hann á Hressingar- skálanum. „Sumarið hjá manni fer svo eflaust mikið í það að ákveða hvað maður vill gera í framtíðinni," sagði Hilmar. Eggert sagði að það væri tími til að koma sér á framfæri. Pó væri eins með þetta sumur og önnur. „Maður verður að gera það sem mað- ur hefur alltaf gert og fá sér vinnu!.“ Þeir voru þó báðir á einu máli um að leikarastarfið yrði þeirra ævistarf. „Til að vera einlægur, þá er það minn draumur í lífinu að vera leikari - og ég er staðráðinn í að láta hann rætast,“ sagði Eggert. „Það var ekkert sálarstríð að taka þá ákvörðun að fara í Leiklistar- skólann, ég hef haft leikarabakteríuna síðan ég var krakki og gat ekki hugsað mér annað en að verða leikari. Þetta er bara ólæknandi sjúkdómur. Mér finnst líka ekkert eins mikilvægt og að starfa þar sem manni líður vel - og ég veit ekk- ert betra en að standa uppi á sviði og túlka eitthvert hlutverk. Að vinna í leik- húsi - þar vil ég vera.“ „Eina sem ég kann og geri vel er að starfa við leikhús," sagði Hilmar. „Leik- list og leikhús er það sem framtíðin ber í skauti sér - nema ég fái skyndilegan áhuga á bifvélavirkjun eða viðskipta- fræði!“D WOCLEIKHUSIÍ SÝNIH STEFNUMÓT A M-HATlD VESTueyug maiJH 86 HEIMSMYND eftir SÓLVEIGU ÓLAFSDÓTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.