Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 90

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 90
ensku. Eins og gefur að skilja lagði ég hart að mér til að geta lesið bréf föður míns. Þar var þó lykill að leyndardómn- um. í gegnum þau kynntist ég dálítið manninum og sérstaklega sambandi for- eldra minna. Enn þann dag í dag hef ég ekkert séð sem þau hefðu þurft að skammast sín fyrir. Tvær einhleypar og frjálsar manneskju felldu hugi saman og nutu samvista um tíma. Hugljúft ástar- ævintýri sem kringumstæður einar gerðu að harmleik og tilkoma mín sem þau kunnu ekki að takast á við. Faðir minn skrifaði móður minni í mörg ár eftir að hann fór frá Islandi. Hann reyndi að komast aftur til íslands eða fá móður mína til sín svo þau gætu gifst en það gekk ekki. Hann fékk þá móður mína til að koma sér í samband við prest hér í Reykjavík. Prestinum skrifaði hann svo, bréfið er í mínum fór- um, þar sem hann gekkst við mér og bað prestinn að liðsinna „eiginkonu sinni og dóttur" eins og best hann gæti í sinni fjarveru. Presti þessum var svo tilkynnt þegar hann féll og tilkynnti hann móður minni. Auðlesið er í þessum bréfum að ég var ekkert launungarmál hjá honum. Hann talaði eðlilega um okkur mæðgurnar við félaga sína, sýndi þeim myndir af okkur og skrifaði fjölskyldu sinni um tilvist okkar. Eftir að fá myndir af okkur mæðgum, skrifaði hann henni: „Undar- legt hvað ég er ríkur maður - að eiga svona fallega eiginkonu og yndislega dóttur - þig sem ég hef ekki séð í tvö ár og litlu telpuna aldrei nema á mynd. Eg bið guð að ég fái að halda lífi svo að við getum öll lifað saman þegar styrjöldin er yfirstaðin.“ Afmælisbréfið til mín skrifaði hann nokkrum dögum áður en hann dó. Þaö hljóðaði svo: „Ástkæra barnið mitt. Til hamingju með afmælið, litla ástin mín. Mikið þykir mér leitt að verða að vera svona langt í burtu á þessum stóra degi í lífi þínu. Bráðum verðum við öll saman og þá skulum við halda mikla veislu - bjóða öllum vinum og ættingjum - og skemmta okkur reglulega vel. Passaðu mömmu fyrir mig, litla vina, vertu dug- leg að læra ensku svo að við getum talað saman þegar ég kem að sækja ykkur. Mundu pabba þinn í bænum þínum, barnið mitt. Þinn pabbi.“ Á þessum árum byrjaði Leitin Mikla að föðurfjölskyldunni. Ekki hef ég haft uppi á henni ennþá. En ég komst í sam- band við tvo félaga föður míns sem höfðu verið með honum hér á Islandi og allt þar til hann féll. Ég þurfti ekki að kynna mig fyrir þeim, þeir vissu af mér og þótti gaman að heyra frá „litlu stúlk- unni hans Þessir menn fræddu mig um föður minn, sögðu mér frá honum, sem mér fannst ómetanlegt. Það hjálpaði mér að skilja sjálfa mig betur. Síðar heimsótti ég heimaslóðir föður míns. Fjölskyldan var flutt burt, en ég dvaldist þar nógu lengi til að komast inn í þankagang fólksins. Þar var hugtakið lausaleiksbarn , á yfirborðinu að minnsta kosti, jafnfjarlægt daglegu lífi fólksins og eitthvað sem gerðist á öðrum stjörnum. Ég skildi þá að ég myndi aldrei verða viðurkennd af þeirri fjölskyldu. að erfiðasta við að vera ástandsbarn í felum hefur allt- af verið tvískinnungurinn. Tvöföld skilaboð. Eins og þegar ég fermdist og prestur- inn talaði um að við ættum að „heiðra föður okkar og móð- ur“. Ég talaði við prestinn í einrúmi og sagði honum hvað mér þætti þetta erfitt: hvernig átti ég að heiðra föður minn sem ég mátti ekki minnast á við neinn? Honum varð svarafátt. Eða gamli presturinn sem gaf mér fæðingar- vottorð að gjöf þar sem fram var tekið að ég væri dóttir „hjónanna móður minnar og stjúpa“, þetta átti að greiða götu mína en var í engu samræmi við fæðingarvottorðið frá Hagstofunni. Að vera aldrei alveg nógu góð í aug- um samfélagsins vegna upprunans, hversu mikið sem ég reyndi, og vita að ekkert mundi breyta því. Eins og fyrsti pilturinn í lífi mínu sagði eftir að við höfðum ákveðið að trúlofa okkur og ég hafði mannað mig upp í að segja honum leyndarmál mitt: „Ertu frá þér, heldurðu að ég geti kynnt þig fyrir fjölskyldu minni fyrst svo er? Áldrei!“ Sjálfsagt eigum við þessi fimm hundr- uð eins mismunandi sögu að segja og við erum mörg. Ég kann aðeins mína eigin. Mér finnst ég ennþá vera aðskotadýr í ís- lensku þjóðfélagi að mörgu leyti. Ég hefði kosið að vera ekki í leynum, kosið að fá að vera það sem ég er, hálfútlend og með ættarnafnið sem mér ber. Tölfræðilegir leikir eru alltaf skemmti- legir. Fimm hundrið einstaklingar ættu vísitölulega að hafa getið af sér tvö af- kvæmi hver. í dag ætti því tala afkom- enda þessara íslensku kvenna og erlendu manna að vera að minnsta kosti fimmtán hundruð. Það er álitleg tala miðað við höfðatölu. Og sé þessari mengun stofns- ins bætt við þá þýsku sem fylgdi á eftir- stríðsárunum er Island kannski ekki sú paradís læknisfræðilegra rannsókna sem það á að vera vegna „hreinleika stofns- ins“. Hræsni okkar íslendinga er með ein- dæmum. í orði er það manngildið eitt sem skiptir máli, á borði er það ætterni og hverra manna við erum sem gildir enn þann dag í dag. Við viljum miklu heldur spegla okkur í fornri frægð hetju- sagna en viðurkenna okkur sem nútíma- þjóð. Væri það ekki verðugt verkefni á 21. öldinni að breyta stefnunni: verða mannúðlegri hvert við annað? Því eng- inn velur sér foreldra eða skyldmenni.D MALBIKUN ÁRALÖNG STARFSREYNSLA MALBIK OG VÖLTUN HF. FLÓKAGÖTU60 H.s. 23762 - 11450 - 623148 - 985-23549 ÖNNUMST ALLA MALBIKUN UNDIRBÚNINGSVINNU OG MALBIKSVIDGERDIR 90 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.