Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 101

Heimsmynd - 01.07.1990, Blaðsíða 101
The WorldPaper SKATTASTRIÐ Á síðustu árum hefur víðtækt óform- legt hagkerfi skotið rótum og blómstrað meðal fátæklinga Suður-Ameríku, hag- kerfi sem ekki nýtur viðurkenningar op- inberra stjórnvalda. Félagsvísindamað- urinn Hemando de Soto hefur lýst þess- ari þróun í bók sinni El Otro Sendero (Hinn stígurinn) og fært sönnur á að hún er ekki tilkomin vegna meðvitaðra tilrauna til að skjóta sér undan sköttum, heldur afkvæmi stjómsýslukerfis sem sniðið er að þörfum þróaðri landa. Verk de Sotos hefur átt drýgstan þátt í því að breyta viðhorfum skattyfir- valda til neðanjarð- arhagkerfisins. Áð- ur var viðhorfið það að hver sá sem ekki hafði menntun til að skilja lögin, eða nægilegt fjárhags- legt bolmagn til að ráða í þjónustu sína lögfræðinga og bók- haldara, yrði að sætta sig við sess hins ófaglærða verkmanns. Nú er að renna upp fyrir stjómvöldum að neðanjarðarhag- kerfið er útrás framtaksgleði, sem ekki ætti að hefta. „Engum, sem gengur um götur miðbæjarins í Mexíkó- borg eða hverri annarri stórborg lands- ins, getur dulist tilvist neðanjarðarhagkerfisins,“ segir Frans- isco Gil Diaz, aðstoðarráðherra fyrir tekjumálefni hjá Fjármálaskrifstofunni. Ættu yfirvöld að bæla óformlega hag- kerfið niður? Ég held ekki. Þessari starf- semi á að beina í eðlilega farvegi, ekki uppræta hana.“ Opinber viðurkenning óformlega hag- kerfisins, sem ekki aðeins er utan seil- ingar skattkerfisins heldur og allrar laga- setningar, hefur ekki enn leitt til þeirrar einföldunar starfsaðferða skrif- finnskunnar sem nauðsynleg er til að ut- angarðsmennirnir renni inn í hið opin- bera hagkerfi. Nýleg athugun Verslunar- Hámarksskattstig einstaklinga Heimild: Samantekt Price Waterhouse og Cooper og Lybrand. Tilvitnun Franco Gil Diaz í „ Mexíkóska skattakerfið fært i nútímahorT í El Mercado de Valores, 1. des. 1989. ráðs Mexíkóborgar leiddi í ljós að til þess að koma á fót fyrirtæki í höfuðborg landsins þurfti að fullnægja 32 mismun- andi lagaákvæðum. Starfsmaður Versl- unarráðsins viðurkenndi að enn sé það raunverulega ómögulegt að koma af stað fyrirtæki með löglegum hætti án form- legrar menntunar eða aðstoðar lögfræð- ings að öðrum kosti. Borgarstjórn Mexíkóborgar hefur freistað þess að gefa neðanjarðarhag- kerfinu svip lögmætis með því að leggja skatt á götusala fyrir notkun almanna- eigna. Þetta gerir slíka kaupahéðna þó ekki sjálfkrafa að lögmætum fyrirtækj- um með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja, en veitir þeim þó að minnsta kosti nokkra opinbera viðurkenningu. Diaz aðstoðar- ráðherra er ekki þeirrar skoðunar að Mexíkó hafi fundið lausn á öllu ójafnrétti og göll- um skattkerfisins. „Við lifum ekki í hinum glaðbjarta heimi Birtings Voltaires, þar sem allt var réttlátt bara af því að það var til. Við eigum enn- þá mikið verk fram undan við að fín- stilla, styrkja og einfalda skattakerf- ið.“ Eins og er virð- ast Mexíkómenn vera að rjúfa fornar hefðir um að skjóta sér undan skatt- greiðslum. Ottinn við refsingar og viðurlög á þar stærstan hlut að máli, að minnsta kosti hjá millistétt- inni. En fæstir skattgreiðendur líta svo á að kerfið sé sanngjarnt og réttlátt. Og meðan slíkar hugmyndir eru ríkjandi munu kvartanir undan „skattalegri ógnarstjórn" halda áfram að spilla tilraunum stjórnvalda til að sannfæra skattgreiðendur um að þeg- ar til lengri tíma sé litið muni aliir hagn- ast á því að fara að skattalögunum. ♦ Land 1985 198! prósent \ Argentfna 45 35 1 Austurríki 62 50 f Belgía 21,5 58 ' Brasilía 60 29 Kanada 34 27 Chile 56 50 Danmörk 73 72 Finnland 51 44 Frakkland 65 56,8 Irland 65 58 Ítalía 65 50 Japan 70 50 Lúxemborg 37 58,8 Mexíkó 55 40 Noregur 40 27,5 Panama 56 56 Suður-Kórea 70,1 63,7 Spánn 66 56 Svíþjóö 80 72 Sviss 11,5 11,5 Bretland 60 60 Bandaríkin 50 28 Vestur-Pýskaland 56 56 The WorldPaper features fresh perspectives from around the world on matters ofglobal concern, appearing monthly in English, Spanish, Chinese or Russian editions in the following publications: xftí . ASIA China & the World Beijing Economic Information Beijing Mainichi Daily News Tokyo The Business Star Manila Executive HongKong Korea BusinessWorld Seoul Business Review Bangkok The Nation Lahore Daily Observer Colombo Business India Bombay LATIN AMERICA The News Mexxco City Actualidad Económica San José Gerencia Guatemala City Estrategia Bogotá E1 Diario de Caracas Caracas DailyJoumal Caracas E1 Cronista Comercial BuenosAires La Epoca Santiago Debate Lima Hoy Quito MIDDLE EAST Cairo Today Egyþt The Star Amman USSR New Times Moscoui NORTH ATLANTIC Heimsmynd Reykjavik * WORLDTlMES "r, ‘TTribuneMondiale . i TiempoMundial » President & Editor in Chief Crocker Snow, Jr. The WorldPaper / World Times Inc. 210 World Trade Center, Boston MA 02210, USA Tel: 617-439-5400 Telex: 6817273 Fax: 617-439-5415 Volume XII, Number 7 ° Copyright Wbrld Times HEIMSMYND 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.