Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 8

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 8
GRÆÐGI ER EKKI TIL GÓÐS nndanfarin þrjú ár hefur íslenskt þjóðfé- lag gengið í gegnum samdráttarskeið sem margir telja að sé nú yfirstaðið. En hin títtnefnda kreppa er ekki yfirstaðin ef hún er þá hafin. íslenskt þjóðfélag. sem mörg ef ekki flest önnur samfélög í hinum vestræna heimi, er nefnilega að upplifa annars konar og dýpri kreppu sem á sér rætur í fúnum stoðum grunnbyggingarinnar, spilltu hagkerfi, slæmu flokkakerfi og hugmyndafræði- legri fátækt. Kommúnisminn hefur beðið skip- brot og sú frjálshyggja sem hér hefur verið prédikuð (oftast af mönnum sem starfa hjá hinu opinbera eða í einokunarfyrir- tækjum) hefur leitt marga út á villigötur þar sem eiginhags- munir eru stöðugt settir á oddinn. Pað eru tvö hundruð ár síðan skoski heimspekingurinn og hagfræðingurinn Adam Smith lést en bók hans Auðlegð þjóð- anna er eitt mest lesna hagfræðirit allra tíma og svarar enn spurningum sem brenna á vörum fólks. Smith er goð margra frjálshyggjumanna enda hefur hann löngum verið álitinn helsti boðberi sérhyggjunnar. Tímaritið Economist benti á í leiðara nýlega að þessi túlkun á Smith væri röng. Hann hafi aldrei séð neina dyggð fólgna í sérhyggj- unni. Hann hafi hins vegar skynjað hættur hennar. Þaðan af síður var hann málsvari auðmagnsins fremur en vinnunnar né vaxandi borgarastéttar fremur en alþýðu. Hann var tortrygg- inn á eiginhagsmunaáráttuna sem og mannlegt eðli, enda sagði hann að sjaldnast hittust menn úr sömu atvinnugrein eða í viðskiptum til að gera sér dagamun án þess að þeir gerðu með sér samsæri um leið gegn almenningi eða finndu einhver úrræði til að hækka vöruverð. Því sá Smith enga dyggð í sérhyggjunni. Hann benti einfald- lega á að hún væri drifkraftur í efnahagslífinu. Hann benti á hvernig samkeppni drægi úr hömlulausri græðgi framleiðenda í að hækka vöruverð og kæmi þannig neytendum til góða. Smith talaði um ósýnilega hönd markaðarins og þar sem hann sæi um sig sjálfur ættu stjómvöld að einbeita sér að vörnum FRAMLAG landsins, þau ættu að vernda hvern einstakling samfélagsins fyrir óréttlæti eða kúgun af hálfu annarra og stjórnvöld ættu að sjá um að koma á fót stofnunum í almannaþágu sem enginn ein- staklingur sæi arðsvon í. En það hefur margt breyst frá dögum Smiths. Sú samkeppni, sem stjórnaði markað- inum og var kannski milli bakara og ostagerð- armanns, setur ekki svip sinn á samtímann. Litlu framleiðendurnir stjórna ekki ferðinni í efnahagslífinu heldur risavaxin fyrirtæki og samtök á vinnumarkaði og í atvinnulífi. At- vinnurekstur sem er smár í sniðum má sín reyndar lítils ef eitthvað er og á íslandi myndu talsmenn ftjáls- hyggjunnar fæstir kjósa sér starfsvettvang þar. Annað sem Smith sá fyrir var hvernig stjórnvöld geta með afskiptum, til dæmis styrkjum eða lánum, haft áhrif á sam- keppnina á markaðinum. Stjórnvöld sem gangast í ábyrgð fyr- ir eina atvinnugrein eða eitt fyrirtæki eru um leið að mismuna öðrum. Af hverju heyrðist svona lítið í íslenskum frjálshyggju- mönnum þegar borgin íhugaði að gangast í ábyrgð fyrir einka- sjónvarpsstöð? Þetta eru peningar skattborgara en ekki yfir- valda. A meðan almenn kjaraskerðing hefur átt sér stað í landinu grassera pilsfaldakapítalismi og gerspillt sjóðakerfi. Það vita allir en á meðan þetta ástand varir er kreppa. Hér hefur þegar átt sér stað vísir að atgervisflótta og spá manna er sú að enn fleiri eigi eftir að flýja land. Stjómvöld stæra sig af hagstjórn sinni á erfiðleikatímum. En það væri synd að segja að sú hagstjórn væri mjög skapandi. Sú krafa er brýn að lagðar séu einhverjar línur fyrir framtíðina og stjórnmál fari að snúast um hugmyndafræði á nýjan leik. Svo skulum við vona að heimspekingurinn Nietzsche hafi ekki alveg rétt fyrir sér þegar hann skrifar 1873: Hið sterka sigrar: Pað er almennt lögmál. Bara ef það væri ekki alltaf nákvæm- lega það sem er heimskt og illt. Laufey Elísabet Löve sá um uppsetningu tískuþáttar auk þess sem hún skrifar um heimili ungs fólks. Laufey Elísabet hefur hafið störf sem blaðamaður á HEIMSMYND. Helga Bjartmars og Björg Agnarsdóttir unnu gott starf þegar greinin um Yohönnu Yonas var unnin í New York í ágústmánuði. Helga sem starfar í New York er hárgreiðslumeistari og hefur verið við nám og starf bæði á Spáni og í Þýskalandi. Hún er nú að hasla sér völl í sínu fagi í Bandaríkjunum og hefur aðallega unnið við förðun og hárgreiðslu við gerð myndbanda. Björg er við nám í ljósmyndun og starfar sem free-lance ljósmyndari. 8 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.