Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 17

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 17
Sjálfstæðisflokknum verður stillt upp við vegg og þetta blöff hans afhjúpað fyrir næstu kosningar, sýnt fram á ábyrgðar- og alvöruleysi hans og að kosningasigur hans muni stofna í hættu því jafnvægi í efnahagsmálum sem nú hafi náðst. Og hann kallar til vitnis Jónas Haralz, fyrrum formann efnahagsnefndar Sjálfstæðisflokksins, sem í heimsókn hér nýlega hafi látið svo um mælt við sig, „að það sé í fyrsta skipti á sínum ferli að hann sjái eðlisbreytingu í efnahagslífi og íslenskri hagstjórn og að traust efnahagsástand sé að skapast í landinu". Og nýlega hafi hann - Ólafur Ragnar - farið til London til undirritunar vegna 100 milljóna dollara lántöku íslenska ríkisins, sem aflað hafi verið með almennu útboði, sem gengið hafi óvenju fljótt og vel fyrir sig, svo að ensku bankastjórarnir höfðu sérstak- lega orð á því. Þegar þeir voru spurðir hverja þeir teldu orsök- ina til þess að íslenskt útboð fengi svo góðar vtðtökur nefndu þeir tvennt: Alkunnugt væri að Islendingar stæðu alltaf í skil- um - og að stjórnvöld á Islandi væru þau einu í Evrópu nú sem þyrðu að hækka skattana. að fer sem sagt vart á milli mála að formað- ur Alþýðubandalagsins og fjármálaráðherra telur það sér og flokki sínum helst til gildis að hann sé nú að framkvæma afdráttar- og undanbragðalaust það sem Sjálfstæðisflokk- urinn samkvæmt stefnu sinni hefði átt að gera - en ekki gert eða þorað að gera. „Alþýðubandalagið hefur verið að breyt- ast. Menn mega ekki gleyma því að Alþýðu- bandalagið er upphaflega byggt upp sem andstöðuhreyfing, flokkur sem stefnt er gegn ríkjandi skipulagi. En á síðustu tuttugu árum hefur Alþýðubandalagið verið lengur í ríkisstjórn en Sjálfstæðisflokkurinn og helm- ingi lengur en Alþýðuflokkurinn. Flokknum hefur tekist furðanlega vel að aðlaga sig breyttu hlutverki sínu. Tökum til dæmis afstöðuna í stóriðjumálum. Afstaða flokksins var lengi vel sú að gera að ófrávíkjanlegu skilyrði að íslendingar ættu meirihlutaeign í stóriðjufyrirtækjum, auk þess sem hluti flokksmanna var á móti allri stóriðju. Hann hefur horfið frá slíkum skilyrðum. Alþýðubandalagið hefur líka tileinkað sér miklu raunsærri hugmyndir um aðlögun að Efnahagsbandalaginu en forysta Sjálfstæðisflokksins. Við höfum ekki falið ágreining í okkar röðum um þessi mál. Afstaða Hjörleifs Guttormssonar er öll- um kunn. Hann á fullan rétt til sinna skoðana. En það breytir ekki því að flokkurinn hefur breytt sinni afstöðu. í deilunni við BHMR var meirihluti í stofnunum flokksins fyrir því að setja bráðabirgðalög. Þar var skilningur á því að efnahagsávinningnum mátti ekki fórna í nýju launakapp- hlaupi. Þessi dæmi sýna að flokkurinn er að breytast. Veruleg- ur hluti hans hefur tekið þátt í umræðunni um nýjan flokk jafnaðarmanna. Eg held hins vegar og hef ekki farið dult með þá skoðun mína að þróunin í þeim málum hafi ekki verið komin nógu langt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar til að mynda sameiginlega Nýjan vettvang. Eg varaði mína samherja við því og taldi að þeir væru of bráðlátir. Niðurstaðan er líka sú að nú er kominn afturkippur í þessa þróun. Innganga Ólínu Þorvarðardóttur í Alþýðuflokkinn er alvarlegt móralskt skip- brot. Því miður hafa pólitískir samstarfsmenn mínir haft meiri áhuga á minniháttar tækifærum til myndbirtinga í Pressunni og Alþýðublaðinu en raunverulega að þoka málum áleiðis. Eins og þessi mál koma mér fyrir sjónir hefur Jón Baldvin fremur kosið að taka hlutverk Gylfa (Þ. Gíslasonar 1956, þegar Al- þýðuflokkurinn klofnaði en Hannibal myndaði Alþýðubanda- lagið með Sósíalistaflokknum) en Hannibals Valdimarssonar. Alþýðuflokkurinn verður aldrei hin stóra hreyfing jafnaðar- manna. Sú hreyfing verður ekki til með því að Amundi skipu- leggi myndbirtingar í Pressunni af inngöngu nýrra félaga í Al- þýðuflokkinn heldur með markvissu pólitísku starfi og sam- starfi. Drifkrafturinn í því getur aðeins komið frá Alþýðu- bandalaginu og upp úr þeirri miklu gerjun sem þar á sér stað.“ Vissulega hafa orðið breytingar á Alþýðubandalaginu á síð- asta áratug. Og vissulega hafa orðið breytingar á pólitískum málflutningi Ólafs Ragnars frá því hann fór inn á þing undir kjörorðinu „Samningana í gildi“. Spurningin er hvort flokkur og formaður hafi þróast í sömu átt og eigi ennþá samleið?D FYRIR KARLMENNI ACTIVE BODIES ACTIVE BODIES ER NÝ HERRALÍNA FYRIR ÞÁ ATHAFNASÖMU. FÁANLEGT SEM EAU DE TOILETTE, AFTER SHAVE, DEO STICK, SHOWERGEL, OG COOLING BODY LOTION. ACTIVE BODIES.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.