Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 28

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 28
HEIMSMYND SEPTEMBER 1990 Hún tók þátt í brauðstriti og þekkti aldrei hugtak- ið áhyggjulaus æska. Þegar sprengjuárásir síðari heimsstyrjaldar- innar hófust flúði fjöl- skyldan til ættingja sinna í Napólí sem veittu þeim húsaskjól en ekkert fæði. Þcgar loft- árásirnar stóðu yfir leit- uðu þau skjóls í járn- brautargöngum. Hún átti einn kjólgopa og var alltaf svöng. Eftir stríðið seldi hún litaðar myndir af Maríu mey til að eignast vasapening en myndunum stal hún. Það fór ekki fram hjá Romildu að dóttir hennar var orðin hin spengilegasta stúlka og þegar hún rakst á frétt um fyrirhugaða fegurð- arsamkeppni í Napólí smyglaði hún Sophiu í keppnina en hún var of ung, aðeins fjórtán ára gömul. Hún slapp fyrir horn þar sem hún var mjög hávaxin og bráð- þroska. Amma hennar saumaði á hana kjól úr bleikri gardínu og komst Sophia í úrslit, ein af tólf prins- essum sjávarins, en var ekki kjörin drottning. Verðlaunin voru innan við tvö þúsund krónur, borðdúkur með munn- þurrkum í stfl, lestarmiði til Rómar og nokkrar rúllur af veggfóðri sem fjöl- skyldan setti strax á stofuna. Sophia hefur lýst því í sögu sinni hvernig móðir hennar kom henni í leik- listarnám í skóla með einum kennara sem kenndi nemendum að gretta sig og fetta til að tjá ótta, gleði, örvæntingu, al- sælu, ást og reiði. Til að sýna gleði skyldi lyfta báðum augabrúnum upp og mynda 0 með vörunum en kennarinn hafði aldrei séð talmynd og var enn heltekinn af þöglu myndunum. Eitthvað kom þessi kennsla Sophiu að gagni þegar hún kom til Rómar og fékk starf sem fyrir- sæta í myndasögum þar sem voru notað- ar ljósmyndir í stað teikninga. Einhverja aðdáendur eignaðist hún með þessum myndasögum. Sá sem réð hana í starf- ið breytti nafni hennar í Lazzaro á þeirri forsendu að gamla nafnið væri of plebbalegt. Nafnið Lazzaro var að mati eins aðdáenda táknrænt fyrir það að hún gætWakið menn upp frá dauðum. Arið 1951 tók Sophia þátt í feg- urðarsamkeppninni Ungfrú Róm. Einn dómaranna var fer- tugur, hálfsköllóttur kvikmyndaleikstjóri að nafni Carlo Ponti. Hún hafnaði í 2. sæti og Ponti bauð henni að fara í prufu en hann hafði uppgötvað stjörnurnar Ginu Lollobrigidu og Silvano Mangano. Ponti bauð henni samning til sjö ára sem hún hafnaði á þeirri forsendu að hún hefði ekki trú á samningi til svo langs tíma. Þegar hér var komið sögu hafði Sop- hia birst örstutt á hvíta tjaídinu í mynd- inni Quo Vadis 1950. Leikstjóri þeirrar myndar spurði hana hvort hún talaði ensku og laug hún því. Þegar hann komst að því að hún talaði bara ítölsku fékk hún ekkert að segja í myndinni. Fyrstu hlutverkin hennar voru afar smá og oftast lék hún þjónustustúlkur. Stóra tækifærið kom í formi hálfgerðrar fræðslumyndar Africa sotto i mari eða Afríka undir sjó og leikstjóri hennar breytti Lazzaro nafninu í Loren. Til að fá þetta hlutverk laug Sophia því að hún kynni að synda og var næstum drukknuð við tökurnar. Hennar næsta hlutverk var í óperunni Aidu, þar sem hún hreyfði varirnar við rödd sópransöngkonunnar Sofia Scicolone, betur þekkt sem Sophia Loren fæddist í Róm 20. september 1934. Hún er eitt stærsta nafn kvikmyndanna á þessari öld en vakti fyrst athygli sem kynbomba áð- ur en frábærir hæfileikar hennar voru uppgötvaðir. Móðir hennar, Romilda Villani, og faðir hennar, Riccardo Scicolone, voru hvorki gift né heldur bjuggu þau saman. Romilda þótti falleg kona og hafði á sín- um yngri árum unnið keppni, sem Metro Goldwyn Mayer kvikmyndafélagið gekkst fyrir um alla Italíu, um það hver væri líkust Gretu Garbo. Verðlaunin voru ferð til Hollywood en móðir Rom- ildu neitaði henni um að fara. Æ síðan dreymdi Romildu um frægð og frama á hvíta tjaldinu en möguleikarnir blöstu hvergi við í fátækrahverfinu þar sem hún bjó í útjaðri Napólíborgar. Sophia litla svaf ásamt móður sinni, yngri systur, afa, ömmu, móðurbræðrum og móðursystur í einu herbergi. Hún deildi rúmi með þremur öðrum. Hún var grindhoruð telpa og uppnefnd spýtan af skólasystkinum sínum. Sem barn þjáðist hún vegna föðurleysisins og var mikið strítt. Því fór hún fyrr í skólann en aðrir til að losna við ágang skólasystranna og þjáðist í einrúmi, eins og hún lýsti síðar. V (4 Sophia var uppnefnd spýtan af skólafélögum sínum áður en hún tók þátt í fegurðarsamkeppni 14 ára gömul. Með móður sinni og systur sem giftist syni Mússolínis. 28 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.