Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 32

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 32
Þegar Bush lofaði Bandaríkjamönnum því að engar skattahækkanir yrðu í stjórnartíð sinni sagði hann til að leggja áherslu á orð sín: Read my lips, mjög, mjög hægt. Þjóðin og umheimurinn eru alltaf að lesa varir hans og sérstaklega nú þegar heimurinn stendur á öndinni vegna ástandsins við Persaflóa. En hvað um það, menn lesa ekki bara varir forsetans því nýverið birti bandaríska mánaðarritið Gentlemen’s Quarterly grein undir fyrirsögninni Read my hips og fjallar hún um mjaðmamál eða nánar tiltekið klæðaburð forsetans og nánustu samstarfsmanna hans. Er ekki úr vegi að vekja athygli á þessum hugleiðingum nú þegar annatími stjórnmálanna fer í hönd og íslenskir pólitíkusar í svörtum sokkum vaða yfir þjóðina. Ástæða þess að hið virta karlatímarit gerir mjaðmir Bush að umtalsefni er klæðnaður forsetans þegar hann tók á móti Helmut Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, á Camp David sveitasetrinu síðastliðið vor. Sig Rogich, auglýsingamað- ur og fjölmiðlaspekúlant forsetans frá Las Vegas (sem er af íslenskum uppruna), varð æfur þegar hann sá sinn mann á skjánum. I fyrsta lagi var hann í brúnni skyrtu en sá litur kemur afar illa út í sjónvarpi og auk þess var brúni liturinn táknrænn fyrir nasismann og því ekki mjög kænt útspil að taka þannig á móti Kohl. Við þessa skyrtu var Bush með bindi í háskólalitum og í tweedjakka sem leit út fyrir að hafa verið keyptur á útsölu. Bush sá að sjálf- sögðu ekkert athugavert við klæðnað sinn. Samsetningin var í anda hans eigin lífsviðhorfa en maðurinn er sagður sambland af miklum föðurlandssinna og kúreka. Þegar Rogich mætti á staðinn sagði hann við Bush: „Smart. Hvað gerðist? Fór rafmagnið af? Klæddirðu þig í myrkri?“ Bush tók þessum athugasemdum léttilega en hann er víst fljót- astur að klæða sig af öllum í Washington. Það tekur hann tíu mínútur að fara í sturtu og klæða sig. Enginn veit þó hvað hann æfir varamálið lengi fyrir framan spegil. Niðurstaða Rogich er að í Washington viti menn mikið um völd en lítið um föt. Árum saman hefur sami einkennisbún- ingurinn verið við lýði í höfuðborginni: Grá eða dökkblá ein- hneppt jakkaföt með þremur tölum (neðstu tölunni á ekki að hneppa), hvít hneppt skyrta og rautt bindi. Menn sem ganga í fötum frá Armani, Flusser eða Boss eru álitnir gígólóar eða auðþekktir sem verðbréfasalar frá New York. Þess vegna þora afar fáir að klæða sig öðruvísi í háborg stjórnmálanna. Einn þeirra sem ekki hika við að fylgja nýjustu tísku er pólitískur ráðgjafi að nafni Roger Stone. I samtali við GQ hafði hann þetta að segja um klæðaburð valdamannanna í Washington: „Þeir eru í allt of þröngum buxum, þær eru allt of þröngar í klofinu. Svörtu sokkarnir þeirra eru allt of stuttir og það skín í bera kálfana. Svo eru jakkaermarnar allt of síð- ar, ná niður fyrir úlnliði - stíll sem maður ímyndar sér að kín- verskir ráðamenn liggi flatir fyrir." Á heildina litið klæðast menn í Washington eftir hefð- bundnum stíl sem einkennir háskólamenntaða íbúa austur- strandarinnar. John F. Kennedy sagði eitt sinn að Washington væri borg með sjarma Norðurríkjanna en kraft Suðurríkjanna. (Þetta átti að vera brandari því almennt er talað um sjarma Suðurríkjanna og kraft Norðurríkjanna.) Fyrir mörgum er hinn táknræni þingmaður í Washington Suðurríkjamaður í polyesterjakkafötum í jarðaberjableikum lit og með stráhatt. Áhrifa Suðurríkjanna gætir einnig í klæðaburði þeirra sem halda að þeir fylgi tíðar- andanum en það eru þeir sem ganga í pressuðum gallabuxum. Bush hélt hann þyrfti nú síst af öllu að sæta gagnrýni fyrir klæðaburð því í grein í tímariti sagði Alessandra Stanely að 32 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.