Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 34

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 34
GJAFIR SEM GLEÐJA GUCCI Cartier Pbris CARTIER 18 karata gullhringur Sá eini sanni CARTIER Panthére quartz ICELAND- ÍRI'I' -SHOPPINGJ GARÐAR ÓLAFSSON Úrsmiður - Lækjartorgi Draumafrœðingurinn Kristján Frímann sem stjrt hefur útvarpsþœttinum Draumasmiðjunni á Aðalstöðinni nú um nokkurt skeið, þar sem draumar hafa í hávegum verið hafðir og ráðnir, mun nú hefja pistlaskrif um efnið hér í HEIMSMYND og ráða drauma lesenda. í þessum fyrsta pistli eru einungis tveir draumar en nokkurrar athygli verðir af Ijósi atburða líðandi stundar. DRAUMALANDIÐ FRAMTÍÐARSÝN EÐA FORSPÁRDRA UMUR Árin 1987 til 1988, var ég með þætti í Ríkisútvarpinu um drauma. I einum þeirra, nánar til tekið 14. janúar 1988, réð ég draum frá manni nokkrum, Pétri að nafni, og er draumurinn á þessa leið. DRAUMUR: Ég var staddur á grösugum hólma, ásamt fleira fólki. Það var grásvart úfið hraun umhverfis hólmann og himinn þungskýjaður, við stóðum vestan til á hólmanum. Við sáum hvar fimm svanir komu fljúgandi úr austri og var einn þeirra svartur, en er nær þeir komu, sáum við að það logaði eldur í einum þeirra og lækkaði hann flugið og féll að lokum í hraunið, hinir svanimir héldu fluginu áfram í vesturátt. Við þessa sýn varð ég svo sorgmæddur að ég grét beisklega, en í því sjáum við hvar skógarbirnir ganga upp og niður hraun- öldurnar og kunnuglegir lögreglumenn standa í hraunjaðrinum og skjóta úr riffl- um á birnina. Við þetta varð ég enn sorgmæddari, en skyndilega rofaði til á skýjuðum himni og birtist þar mynd af guðlegri kvenveru. Við þessa sýn hvarf mér öll sorgmæði og varð himintekinn af fögnuði. Ég benti öðrum er hjá mér stóðu á þessa sýn en enginn virtist taka eftir þessari fagnaðarsjón nema ég. RÁÐNING: Draumurinn er forspárdraumur og fjallar í stórum dráttum um það að í náinni framtíð muni hörmungar dynja yfir mannkyn (eins konar uppgjör) og að í þessu uppgjöri muni ein af heimsálfunum fimm farast eða skaðast mikið. Is- land mun í þessu uppgjöri verða að mestu varið fyrir skakkaföllum og það af eigin rammleik. Og það sem mér finnst kannski merkilegast við drauminn er að lok hans benda til þess að hér á íslandi muni birtast í lok uppgjörsins andlegur leiðtogi er muni stýra endurreisn heimsins á nýjum forsendum. Annar draumur með forspáreinkennum barst mér fyrir stuttu frá konu nokkurri hér í borg sem hana dreymdi 19. ágúst síðastliðinn og er hann eftirfarandi. DRAUMUR: Mér fannst ég vera stödd í stórum sal í höll eða líku húsi, þar var hátt til lofts og vítt til veggja og fannst mér sem ég liði um loftið líkt og fugl. Sal- urinn var allur klæddur dökkum viði nema í einu horninu nálægt útgöngudyrum var ljós viður. I salnum var mikið viðarborð og kringum það stóð hópur manna, meðal annarra Saddam Hussein. Þar sem ég horfði niður yfir hópinn, tók Sadd- am skyndilega viðbragð og skálmaði út úr salnum og inn langan gang, ég fylgdi á eftir og það hlakkaði í mér því ekki gat hann náð mér þótt hann vildi, en á þessari leið um ganginn heyrðist líkt og úr veggjunum orðið AKÍR, AKÍR. RÁÐNING: Af þessum draumi mætti ætla að írak sundraðist í styijöld og upp stæði Saddam Hussein sem hetja araba og þeir flykktust um hann allir sem einn í hefnd gegn vesturveldunum. eftir: KRISTJÁN FRÍMANN. 34 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.