Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 59

Heimsmynd - 01.09.1990, Blaðsíða 59
að búa sér heimili er eins og hver önnur sköpun, ein- staklingsbundin og endur- speglar þegar vel tekst til persónuleika þeirra sem þar búa. Ásta K. Ragnarsdóttir, námsráðgjafi við Háskóla Islands, hefur ásamt manni sínum Valgeiri Guðjónssyni tónlistarmanni óg tveim sonum þeirra búið sér sérstaklega lifandi og skemmtilegt heimili við Ægisíðuna. Heimili þeirra hefur sterkan persónulegan blæ og hefur greinilega vaxið og þroskast með hús- ráðendunum. Hver hlutur á sinn stað en hefur jafnframt sín sérkenni og sjálfstæði í heildinni. Ásta á sinn eftirlætisstað í húsinu sem hún nefnir kapelluna. „Hér finnst mér best að hugsa. Jarðlitir eins og brúnt og grænt hafa róandi áhrif á mig,“ segir hún. A veggnum fyrir ofan Ástu hangir veggteppi, nokkurs konar altaristafla þessa helgistaðar heimilis- ins sem móðuramma hennar, Kristrún Hall- grímsson, hannaði og vann. Úr teppinu, sem minnir óneitanlega mjög á helgimynd, má lesa lífssögu Kristr- únar. „Þetta veggteppi er sennilega einn dýr- mætasti hluturinn sem ég á og sá sem ég vildi síst vera án,“ segir Ásta. Heimili þeirra Ástu og Valgeirs prýðir urmull af skemmtileg- um hlutum sem þau hafa safnað að sér úr öllum áttum. „Ég hef aldrei fylgt neinum ákveðnum tískustraumi í vali á hlutum á heim- ilið en ef hlutir eiga sér sögu finnst mér það í sjálfu sér skapa sam- hengi. Heimili er eitt- hvað sem verður til eft- ir því sem tíminn líður og maður þroskast. Smám saman bætast við hlutir og húsgögn og til verður heild. Heimili mitt hefur breyst mikið frá því í upphafi. Margt af því sem maður hafði hjá sér í byrjun finnst mér hlægilegt í dag. ^á var samanburðurinn við aðra líka að hrella mann. Það gerðist stundum þegar ég kom heim eftir að hafa verið í heimsókn hjá öðrum að mér fannst allt óskaplega óstílhreint hjá mér en þetta hefur breyst. Nú er ég mjög sátt við heimili mitt og mér finnst samræmið og heildin hafa komið með tímanum.“ Ásta segist fá útrás fyrir sköpunarþörf sína með því að útbúa heimilið og segist leggja áherslu á að halda þeim umráðarétti enda ekki nema réttlátt í ljósi þess hversu margt það er sem Valgeir skapar. Hún bendir þó góðlátlega á að húsbóndinn sé hæstánægður með þessa deildaskiptingu og sé fyllilega sáttur við árangurinn. Ásta á reyndar mikið verk fyrir höndum því fjöl- skyldan hefur nýlega fest kaup á drauma- húsinu sem er gamalt og mikið timburhús við Þingholtsstræti sem gert hefur verið upp að utan en er galtómt að innan. Ásta hefur þegar mótað sér nokkuð ákveðna skoðun á því hvernig nýja húsið á að verða. „Mér finnst notalegt að hafa skiptingu í húsinu. Ég hugsa mér efri hæðina sem svefnloft þar sem jafnframt er setuaðstaða þar sem hægt á að vera að láta fara vel um sig. Á neðri hæð- inni verða síðan stofur og eldhús sem rúmar borðstofuna þannig að þar verði hægt að elda og spjalla í leiðinni við þá sem eru að bíða eftir því að næsti réttur verði borinn fram. Eldhúsið getur þannig orðið hjarta heimilisins og ætti ekki síður en aðrar vistar- verur að vera fallegt." Ásta segist leggja mikla áherslu á að skapa þægilegt heimili því það sé það at- hvarf sem heimilisfólkið notar til að byggja sig upp til að geta tekist á við verkefni úti í þjóðfélaginu. Þau Valgeir leggja almennt mikið upp úr heimilislífinu því þar eyða þau miklu af tíma sínum. „Heimilið á að mínu mati jafnframt að nýta sem stað þar sem fólk hittist. Mér finnst til dæmis mun skemmtilegra að bjóða fólki heim og fá að fara inn á heimili annarra en að fara út að borða.“ Ásta og Valgeir hafa komið sér upp geysigóðri aðstöðu til að halda matarboð. Borðstofuborð þeirra er með því stærsta sem gerist, enda uppruna- lega fundarborð Barna- verndarráðs Islands. Ásta sat í ráðinu þegar ákveðið var að skipta um borð þannig að hún fékk þetta forláta hús- gagn fyrir lítið. Flestir hlutir á heimili Ástu eiga sína sögu og koma úr ólíkum áttum. Ásta segir að Valgeir hafi oft þótt ansi fyrir- ferðarmikill á ferðalög- um þegar hann var að flytja heim hina ólíkleg- ustu muni til heimilis- ins. Hún verður þó sposk á svip þegar hún segir söguna af því hvernig tókst að koma gríðarmiklum og skrautlegum trékrókódíl yfir hálfan hnöttinn. „Ég kom auga á þenn- an forláta krókódíl á ferðalagi um Kali- forníu og hugsaði með mér að krókódílnum þyrfti með einhverjum ráðum að koma til Islands. Ég notaði því gömlu góðu aðferð- ina og sagði við Valgeir að þessum krókódíl kæmum við nú aldrei heim. Við þetta esp- aðist Valgeir allur upp og varð staðráðinn í að koma honum heim. Á leiðinni þurftum við margsinnis að skipta um flugvélar og alltaf fylgdi krókódíllinn sem ekki þoldi að fara með öðrum farangri á færibandið. En Valgeir dó ekki ráðalaus. Til að firra okkur frekari vandræðum, því svona vesen er ekki vel liðið á flugvöllum, tók hann það ráð að segja að þetta væru stökkskíði eininkonunn- ar. Starfsfólkið skildi þessar sérþarfir skíða- drottningarinnar að sjálfsögðu og við kom- umst á leiðarenda með krókódílinn fræga. Mér var að sjálfsögðu innilega skemmt við þetta uppátæki Valgeirs því ég hef aldrei á skíði stigið." Ásta erfði gamalt rúm en af hagkvæmum ástæðum var ákveðið að nýta það á þennan nýstárlega hátt. HEIMSMYND 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.